Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 19. mars 2013 | SKOÐUN | 15
Landlæknir birti nýverið tíðni-
tölur um reykingar hérlendis fyrir
árið 2012 og kemur í ljós að þær
eru almennt á niðurleið og ber að
fagna því. Þó eru enn of margir
sem nota tóbak, bæði í formi þess
að reykja það og ekki síður sem
munntóbak, sem er hinn versti
ósiður. Heildartíðni þeirra sem
reykja hérlendis er 13,8% sam-
kvæmt þessum tölum, en karlar
reykja ívið meira en konur. Þá er
einnig talsverður munur á milli
menntunarstigs og tekna en sem
dæmi má nefna að þeir sem ein-
ungis hafa lokið grunnskólaprófi
reykja í 23% tilvika en ríflega 8%
háskólagenginna reykja.
Þetta eru merkilegar tölur
og áhugaverðar í samhengi við
lungnasjúkdóma, hjarta- og æða-
sjúkdóma og auðvitað tilurð
krabbameina en reykingar eru
almennt taldar vera einn stærsti
áhættuþátturinn við þróun þess-
ara sjúkdóma. Reykingar hafa þó
áhrif á fjölda annarra sjúkdóma
og vandamála svo það má með
sanni segja að þær séu ein stærsta
heilsuvá sem við erum útsett
fyrir, bæði beint og óbeint. Ég
man sérstaklega eftir því þegar
prófessor í lungnalækningum
sagði við mig í náminu á sínum
tíma, til að leggja áherslu á mikil-
vægi reykingavarna, að ef við
fengjum einn sjúkling til að hætta
að reykja þann daginn gætum við
tekið frí það sem eftir lifði dags
því slíkt gagn hefðum við gert!
Mikilvægt líffæri
Þegar horft er til lungnasjúk-
dóma eru ansi mörg vanda-
mál sem hægt er að glíma við
sem tengjast öndunarfærunum.
Lungun eru eitt allra mikilvæg-
asta líffæri okkar og því nauðsyn-
legt að þau starfi sem allra best
og lengst. Hlutverk lungnanna er
upptaka súrefnis annars vegar
og útöndun koltvísýrings hins
vegar. Mannslíkaminn er háður
súrefni, án þess getum við ekki
lifað, en það að halda jafnvægi
í efna skiptum og sýrustigi er
einnig afar mikilvægt hlutverk
lungnanna. Þetta er þó ekki það
eina sem lungun gera. Þau eru
mikilvægur hluti af ónæmiskerfi
okkar, hafa áhrif á blóðþrýsting-
inn og möguleika okkar til að tjá
okkur, en loftflæði er mikilvægt
svo raddböndin virki.
Allt eru þetta hlutir sem við
hrausta fólkið þurfum lítið að
hugsa um dagsdaglega en fyrir
þá sem þjást af lungnasjúk-
dómum lítur málið allt öðruvísi
út. Þessi grein er augljóslega
of stutt til að geta gert ítarlega
grein fyrir því hvað getur bjátað
á en ég ætla að einbeita mér að
einum þeim algengasta sem er
langvinn lungnateppa. Sá sjúk-
dómur byggir iðulega á því að
viðkomandi hefur reykt eða verið
útsettur fyrir mengun og ertandi
efnum í vinnu svo dæmi sé tekið.
Þegar horft er á tíðnitölur fyrir
þennan sjúkdóm á heimsvísu eru
þær risavaxnar en tugmilljónir
manna þjást og margar milljónir
deyja árlega af völdum hans.
Langvinn lungnateppa er ein af
algengustu dánarorsökum sem
við þekkjum.
Öndunarpróf
Það er ekki erfitt að greina lang-
vinna lungnateppu en það er gert
með sögu, skoðun og öndunar-
prófi. Þeir eru býsna margir ein-
staklingarnir sem eru einkenna-
lausir um langan tíma þrátt fyrir
að vera komnir með skerðingu
á lungnastarfsemi og það er
algengur misskilningur að ef
ekkert heyrist við hlustun eða
sjáist jafnvel á lungnamynd sé
allt saman í himnalagi. Öndunar-
prófið er næmasta greiningar-
tólið og afar mikilvægt að allir
þeir sem reykja fari í slíka
mælingu reglubundið, en slíkt
á einnig við um þá sem starfa í
iðnaði sem þekkt er að geti valdið
lungnaskaða. Því eru fram-
kvæmd reglubundin öndunarpróf
til að meta einkenni og hugsan-
lega versnun sem einstakling-
urinn er ekki farinn að átta sig
á sjálfur til að geta brugðist við
og lagað aðstæður viðkomandi
til hins betra og fært hann til í
starfi. Reykingavarnir eru veru-
lega mikilvægar, ekki síst hjá
þessum hópi fólks.
Það er því sárgrætilegt að við
skulum enn horfa upp á það að full-
orðið fólk sem hefur enga afsökun
sé enn að reykja í þessum hlut-
föllum sem fram kemur í könnun
Embættis Landlæknis. Ekki skal
gert lítið úr þeirri fíkn sem tóbakið
er né heldur vandkvæðunum við
að losna undan því en betur má ef
duga skal. Við erum að horfa fram
á þúsundir einstaklinga hérlendis
sem þurfa í framtíðinni umtals-
verða aðstoð í formi súrefnis, lyfja
og aðgerða vegna einkenna sinna
og reykingatengdra sjúkdóma með
tilheyrandi kostnaði fyrir þá sem
og samfélagið. Þá er ekki búið
að minnast á vinnutap, snemm-
bæra örorku og skerðingu á starfs-
getu. Öndum því djúpt og tökum á
þessum vanda, hættið að reykja!
Við erum að horfa
fram á þúsundir
einstaklinga hérlendis sem
þurfa í framtíðinni umtals-
verða aðstoð …
Andaðu djúpt!
HEILSA
Teitur
Guðmundsson
læknir
Einkenni frá miðtaugakerfi sem oft
fylgja heilablóðfalli og heilaskaða
geta haft töluverðar afleiðingar
fyrir hæfni fólks til að aka bíl. Hér
má nefna breytingar á hugrænni
getu og skynjun, eins og til dæmis
sjónúrvinnslu, svo og hegðun, til-
finningum og jafnvel persónuleika.
Samspilið milli þessara taugasál-
fræðilegu einkenna er afar flókið
og ekki alltaf auðskilið ef notuð eru
matstæki sem leggja ekki áherslu á
þetta samspil. Þess vegna er nauð-
synlegt að öðlast skilning á því
hvernig einkenni frá miðtauga-
kerfi spila saman og tengjast öku-
hæfni, og þróa aðferðir og tækni
til að mæla þetta samspil. Ljóst er
að hér þurfa margar fagstéttir að
vinna saman.
Sá fjöldi stofnana víðs vegar í
Evrópu sem meta bæði læknis-
fræðilega og taugasálfræðilega
þætti ökuhæfni er einnig vísbend-
ing um þörfina á heildrænu mati
á ökuhæfni í kjölfar veikinda. Á
Íslandi er enn skortur á klínískum
leiðbeiningum á þessu sviði og hin
síðari ár hefur í síauknum mæli
verið kallað eftir réttmætari mats-
aðferðum á ökuhæfni almennt og
ökuhæfni eftir veikindi sérstaklega.
Árið 2005 var austurríska tölvu-
stýrða forritið og matstækið Expert
System Traffic (XPSV, Schuhfried
GmbH) gefið út. Það er í dag notað,
í heild eða að hluta til, á matsstofn-
unum á sviði umferðaröryggismála
víða um Evrópu. Þetta matstæki er
aðferðafræðilegt framfaraskref í
þá átt að þróa réttmætt mat á öku-
hæfni og er nú notað á Grensás-
deild Landspítala.
Þess er vænst að notkun XPSV
leiði til þróunar á réttmætum
og fjárhagslega hagkvæmum
klínískum leiðbeiningum og mats-
aðferðum á ökuhæfni á Íslandi,
minnki líkur á röngum ákvörð-
unum varðandi ökuhæfni og auki
umferðar öryggi, auk þess sem það
gæti nýst við endurmenntun öku-
manna.
Akinwuntan, A. E., Feys, H., De
Weerdt, W., Pauwels, J., Baten, G.,
og Strypstein, E. (2002). Determ-
inants of driving after stroke. A
retrospective study. Archives of
Physical Medicine and Rehabilita-
tion, 83, 334–341.
Hjalti Már Björnsson, og Kristín
Sigurðardóttir (2005). Ökuhæfni
sjúklinga. Læknablaðið, 11(91),
870-871.
Schuhfried, G. (2005). Manual
Expert System Traffic (XPSV).
Mödling: SCHUHFRIED GmbH.
GEFUM HEILANUM GAUM!
Ökuhæfni eftir
heilablóðfall
og heilaskaða
HEILBRIGÐISMÁL
Claudia
Georgsdóttir
Ph.D., sérfræðingur
í klínískri
taugasálfræði
Tinna
Jóhönnudóttir
Cand. psych. nemi,
sálfræðiþjónusta
LSH– Grensási
Morgunfundur um mikilvægi verslunar
Verslun og velgengni
08:15 Kaffiveitingar
08:30 Fundur settur. Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ
The relationship between retailing and economic growth
John Dawson, professor emeritus við Edinborgarháskóla og Stirling University
Hagræn áhrif verslunar – niðurstöður nýrrar rannsóknar kynntar
Dr. Ágúst Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst
Kaffi
Ávinningur af starfsmenntun verslunarfólks
Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar
Áhrif gengissveiflna á verðlag á Íslandi – kynning á rannsóknaniðurstöðum
Kári Joensen, lektor við Háskólann á Bifröst
Samantekt. Stefán Einar Stefánsson, formaður VR
Vinsamlega skráið þátttöku á skraning@bifrost.is
Fimmtudaginn 21. mars kl. 8:30 – 11:00 á Hótel Sögu
í ráðstefnusalnum Kötlu á 2. hæð
RANNSÓKNASETUR
VERSLUNARINNAR
NÝSKÖPUNAR RÁÐUNEYTIÐ
ATVINNUVEGA– OG
Margrét Kristmannsdóttir
John Dawson
Ágúst Einarsson
Emil B. Karlsson
Kári Joensen
Stefán Einar Stefánsson