Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 19. mars 2013 | FRÉTTIR | 11 ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni. Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur l íkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið. Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir h jarta og æ ðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum. Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda. ÍS LE N SK A S IA .IS N AT 5 80 50 0 3/ 12 A BELGÍA Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, segist ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar kjörtíma- bili hans lýkur á næsta ári. Van Rompuy hefur gegnt þessari stöðu frá desember 2009, en til stöðunnar var stofnað með Lissabon-sáttmála ESB. Hann var áður forsætisráðherra í heimalandi sínu Belgíu. Á næsta ári eru bæði þing- kosningar í Belgíu og kosningar til Evrópuþings, en Van Rompuy segist ekki hafa hug á þátttöku þar. - þj Forseti leiðtogaráðs ESB: Van Rompuy hættir næsta ár ATVINNUMÁL Flestir stjórnendur telja aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar. Þeim fjölgar þó mikið sem búast við að aðstæður verði betri eftir sex mánuði. Framboð af starfsfólki er nægt en helst vottar fyrir skorti á starfsfólki í samgöngum, ferðaþjónustu og sérhæfðri þjónustu, segir í frétt Samtaka atvinnulífsins. Í heild gera stjórnendur ráð fyrir óbreyttum starfsmanna- fjölda næstu sex mánuði en að fjárfestingar á þessu ári verði minni en á árinu 2012. Verð- bólguvæntingar stjórnenda eru óbreyttar, 4% næstu 12 mánuði og 5% eftir tvö ár og búist er við áframhaldandi veikingu krónunnar. Þetta eru helstu niðurstöður könnunar á stöðu og framtíðar- horfum stærstu fyrirtækja, sem gerð var síðari hluta febrúar og byrjun mars 2013. - shá Nægt framboð starfsfólks: Telja aðstæður fara batnandi ATVINNUMÁL Skráð atvinnuleysi í febrúar 2013 var 5,5% eða hlut- fallslega óbreytt frá því í janúar. Þetta eru mun lægri tölur en í febrúar 2011 (8,6%) og 2012 (7,3%). Að meðaltali voru 8.715 atvinnu- lausir í febrúar, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið var 5,9% á höfuð- borgarsvæðinu. Á lands byggðinni var atvinnuleysið 4,9%. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum, 9,5%. Minnst var atvinnuleysið á Norðurlandi vestra, eða 2%. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði samfellt er nú 4.165 og eru það um 45% þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá í febrúar. Fjöldi þeirra sem verið hafa atvinnu- lausir í meira en eitt ár samfellt var 2.487 í febrúarlok. - shá Atvinnuleysið 5,5%: Mun lægri tölur en fyrri ár VIÐSKIPTI Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), hefur verið ráðinn rektor Háskólans á Bifröst frá og með 1. júlí næstkomandi. Vilhjálmur segir röð tilviljana og skjótra ákvarðana hafa ráðið vista- skiptunum en staða rektors var auglýst 25. febrúar. „Ég ákvað bara að sækja um og hlakka mjög mikið til þess að takast á við starfið.“ Hann er ekki ókunnugur skóla- starfi og átti, sem framkvæmda- stjóri Verslunarráðs Íslands, þátt í að stofna Háskólann í Reykjavík. „Síðan hafa SA verið meðal helstu bakhjarla Háskólans að Bifröst svo ég hef mikið komið að málefnum skólans, sérstaklega þegar það hafa verið ein hverjir erfiðleikar sem taka hefur þurft á.“ Vilhjálmur segist stefna að því að efla rannsóknir í þágu atvinnulífs og almennings við skólann, en í honum sé mjög góður grunnur að byggja á. „Hér er nýbúin mjög viðamikil stefnu- mótun sem ég tók sjálfur þátt í.“ - óká AF STARFSFERLI VILHJÁLMS ➜ Alþingismaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn 1991-2003 ➜ Hagfræðingur Vinnuveitenda- sambands Íslands 1982-1987 ➜ Framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands 1987-2003 ➜ Ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu 2004-2006 ➜ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins frá 2006 Vilhjálmur Egilsson fer frá Samtökum atvinnulífsins til Háskólans á Bifröst: Vill efla rannsóknir við skólann VILHJÁLMUR EGILSSON Síðustu sjö ár hefur hann verið framkvæmdastjóri SA. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FLÚÐIR Íbúar á Flúðum munu fá að velja á milli tveggja tillagna að nýjum gatnamótum við Grund í íbúakosningum í næsta mánuði. Hreppsnefnd Hrunamanna- hrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að halda ráðgefandi íbúakosningu samhliða þing- kosningum 27. apríl og hefur falið sveitarstjóra og formanni kjör- stjórnar að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Valið stendur á milli þess að gera hringtorg eða svokölluð T- gatnamót. - þj Kjör í Hrunamannahreppi: Íbúar kjósa um gatnamótagerð HERMAN VAN ROMPUY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.