Fréttablaðið - 09.04.2013, Page 4

Fréttablaðið - 09.04.2013, Page 4
9. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 FANGELSISMÁL Sjö fangar hafa framið sjálfsvíg innan veggja íslenskra fangelsa á síðustu tutt- ugu árum. Um er að ræða fanga á Litla-Hrauni og fangelsinu í Kópavogi. Þrír fangar hafa látist á sama tímabili af öðrum orsökum og gerir þetta því tíu andlát í allt. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsis- málastofnun frömdu þr í r fangar sjálfsvíg á Litla-Hrauni árið 1998, en tölurnar hafa hvorki orðið það háar fyrr né síðar. Langflest atvikin hafa átt sér stað þar, enda langfjölmenn- asta fangelsi landsins. Íslensk fangelsismála- og heil- brigðisyfirvöld hafa lengi kallað eftir sértæku úrræði fyrir geð- sjúka fanga sem þó hafa verið metnir sakhæfir. Síðastliðið fimmtudagskvöld svipti andlega veikur fangi á Litla-Hrauni sig lífi í klefa sínum, Þorvarður Davíð Ólafsson, sem var dæmdur til fjór- tán ára fangelsisvistar árið 2011 fyrir tilraun til manndráps. Þor- varður veitti föður sínum, Ólafi Þórðarsyni, áverka sem drógu hann til dauða í nóvember 2010. Ólafur komst aldrei til með- vitundar eftir árásina og lést tæpu ári síðar á Grensásdeild. Greint var frá því í Fréttablaðinu í nóvember að Þorvarður hefði verið nauðungarvistaður á Kleppi til að veita honum meðferð og komu þar fram gagnrýnisraddir frá yfirvöldum vegna þeirra van- kanta á kerfinu að geta ekki sinnt veikum föngum nægilega vel. Maður sem dvaldi á Litla- Hrauni með Þorvarði um tíma segir alla hafa gert sér grein fyrir því að hann hafi verið alvar- lega veikur. Fangarnir hafi tekið að sér eins konar sálgæslu fyrir Þorvarð, enda fá önnur úrræði í boði. Maðurinn gagnrýnir kerfið harðlega og segir ljóst í hvað stefndi í langan tíma, en lítið hafi verið að gert. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra segir brýnt að yfirvöld bregðist við þessum vanda sem yfirvöld standi frammi fyrir vegna sakhæfra, veikra fanga. Ýmis úrræði séu á teikni borðinu, en vonast sé til að fangelsið á Hólmsheiði muni koma til móts við skort á rými og þar með verði auðveldara að kljást við vandamál einstakra fanga. „Þetta er hugsun sem er á vinnsluborðinu, enda augljóst að svo þarf að vera,“ segir Ögmundur. Á seinni hluta síðasta árs voru á bilinu fjórir til fimm fangar á Litla-Hrauni sem voru í raun of veikir á geði til að vera innan veggja fangelsisins. Greint var frá því í Fréttablaðinu í októ- ber. Þar sagði Páll Winkel, for- stjóri Fangelsismálastofnunar, að annað hvort þyrfti sérálmu í fang- elsi eða sérstaka deild á vegum heilbrigðis yfir valda með fimm til tíu plássum, öryggisgæslu og sérhæfðari meðferð. Þá séu lyfja- gjafir sérlega flóknar þar sem ekki sé hægt að neyða lyf ofan í einstaklinga án þess að svipta þá sjálfræði. „Þetta er eitthvað sem þarf að berjast fyrir,“ sagði hann. sunna@frettabladid.is Sjö sjálfsvíg innan veggja fangelsa síðustu tuttugu ár Tíu fangar hafa látist í fangelsum síðan árið 1993. Langflestir hafa svipt sig lífi. Innanríkisráðherra segir brýnt að bregðast við þeim vanda sem fylgi geðsjúkum, sakhæfum föngum innan almennra fangelsa. LITLA-HRAUN Langflest sjálfsvíg áttu sér stað í fjölmennasta fangelsinu. 1993 Kópavogsfangelsi– eitt andlát 1998 Litla-Hraun– þrjú sjálfsvíg 2004 Kópavogsfangelsi– eitt sjálfsvíg 2005 Litla-Hraun– eitt sjálfsvíg 2007 Litla-Hraun– eitt sjálfsvíg og eitt andlát 2012 Litla-Hraun– eitt andlát 2013 Litla-Hraun– eitt sjálfsvíg HEIMILD: FANGELSISMÁLASTOFNUN Sjálfsvíg í fangelsum síðan 1993 Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 12. árgangur DÓMSMÁL Maður sem veitti föður sínum alvarlega áverka sem drógu hann til dauða er nú nauðungarvist-aður á öryggisdeildinni á Kleppi. Hann var metinn sakhæfur af geð-læknum fyrr á árinu og dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar. Í síðasta mánuði var maður-inn nauðungarvistaður á geðdeild Landspítalans við Hringbraut. Hann var þó fljótt metinn það veik-ur að hann þyrfti aukna meðferð, svo hann var færður á öryggis-deildina á Kleppi. Nauðsynlegt er að svipta hann sjálfræði, þar sem hann neitar að sækja meðferð á geðdeild. Hann verður að minnsta kosti sex mánuði inni á Kleppi. Maðurinn, Þorvarður Davíð Ólafsson, er einn nokkurra fanga á Litla-Hrauni sem fangelsismála-yfirvöld telja að þurfi sérúrræði innan kerfisins, en engin sérstök stofnun er fyrir hendi fyrir geð-sjúka einstaklinga sem hafa þó verið metnir sakhæfir fyrir dómi. Þessa fanga verður að vista í fangelsi, en réttargeðdeildin á Kleppi, sem áður var á Sogni í Ölf-usi, er samkvæmt lögum einungis fyrir ósakhæfa brotamenn.Samkvæmt reglum fangelsis-málayfirvalda á að leggja fanga sem veikjast af geðsjúkdómi inn á geðdeild Landspítalans á Hring-braut. Innlögn á öryggisdeild er undantekning sem eingöngu er gripið til ef um mjög veika einstak- linga er að ræða sem neita meðferð.Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir á öryggisdeildinni á Kleppi, segir afar fátítt að geðdeildir LSH taki við föngum af Litla-Hrauni, en það hafi þó gerst. „Ef einstaklingar eru metnir mjög veikir og vilja ekki nauðsynlega þjónustu, þarf að fara þessa leið,“ segir hann. „Aðalatriðið er að fangar fái sömu þjónustu og aðrir þjóðfélagsþegnar og ferlið sé eins hjá þeim og öðrum.“Margrét Frímannsdóttir, for-stöðukona Litla-Hrauns, segir að komi upp bráðaveikindi hjá föng-um sem kalli á innlögn á geðdeild, sé ferlið auðveldara nú en það hafi verið hingað til. „En við þurfum að skoða hvern-ig við getum bætt aðbúnaðinn og komið á sérstakri deild fyrir sakhæfa geðsjúka einstaklinga,“ segir hún. „Einnig er nauðsynlegt að skoða hvernig verði staðið að mönnun þeirrar deildar og hvort við þurfum að leggja meiri áherslu á menntun fangavarða sem annast geðsjúka fanga.“ - sv Sakhæfur en samt of veikur fyrir fangavist á Litla-HrauniFangi af Litla-Hrauni sem hlaut fjórtán ára dóm fyrir morðtilraun er nú vistaður nauðugur á öryggisdeild geðspítalans á Kleppi. Sárvantar úrræði fyrir geðsjúka fanga, segir forstöðukonan Margrét Frímannsdóttir.Ef einstaklingar eru metnir mjög veikir og vilja ekki nauðsynlega þjón-ustu þarf að fara þessa leið. SIGURÐUR PÁLL PÁLSSON YFIRLÆKNIR Á ÖRYGGISDEILD KLEPPS ð ki DÓMSMÁL Pétur Guðgeirsson héraðsdómari hafnaði í gær beiðni lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall um lausn þeirra frá verjenda- störfum í svokölluðu Al Thani- máli Sérstaks saksóknara. Gestur, verjandi Sigurðar Einarssonar, og Ragnar, verjandi Ólafs Ólafssonar, boðuðu til blaðamannafundar í gær þar sem þeir tilkynntu að þeir hefðu óskað eftir lausn frá störfum. Ástæðan var sú að þeir töldu að ítrekað hefði verið brotið á rétti skjólstæðinga þeirra til réttlátrar málsmeðferðar, nú síðast með dómum Hæsta réttar frá því fyrir helgi þar sem þeim kröfum var hafnað að sakborningar fengju aðgang að tilteknum gögnum og að aðal- meðferð málsins yrði frestað vegna þess hversu mikið af gögnum er undir í málinu. Björn Þorvaldsson, sak- sóknari hjá Sérstökum sak- sóknara, furðaði sig á þessari ákvörðun tvímenninganna í gær og sagðist telja eðlilegast að kröfu þeirra yrði hafnað. Það varð enda raunin: Dómari taldi að það mundi valda allt of miklum töfum á málinu að skipta um verjendur á þessu stigi. Aðalmeðferðin hefst því á fimmtudag eins og til stóð. Áætlað er að hún taki átta daga og að á fimmta tug vitna komi fyrir dóminn. - sh Gestur Jónsson og Ragnar Hall segja reglur þverbrotnar í Al Thani-málinu: Fá ekki að hætta sem verjendur GETA EKKI HÆTT Gestur og Ragnar voru þung- búnir á blaðamannafundinum í gær. Dómari var hins vegar ekki lengi að hafna erindi þeirra og skikka þá til að verja Sigurð og Ólaf. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LANDHELGISGÆSLAN Grunur um ólöglegar veiðar Þyrla Landhelgisgæslunnar stöðvaði í gær bát að handfæraveiðum innan reglugerðarhólfs þar sem bannaðar eru veiðar vegna hrygningarstopps. Var báturinn færður til hafnar og tók lögregla á móti honum. Gæslan brýnir fyrir sjómönnum að fylgjast vel með lokunum sem eru í gangi hverju sinni. INDÓNESÍA Bresk kona, Lindsay Sandiford, tapaði áfrýjun sinni fyrir yfirrétti á Balí í Indónesíu og verður tekin af lífi fyrir fíkni- efnasmygl. Mál Sandiford hefur vakið heimsathygli, enda er hún 56 ára gömul amma og segist hafa verið þvinguð til að flytja fíkniefni frá Taílandi til Balí fyrir tæpu ári. Hún var handtekin með 4,8 kíló af kókaíni. Fréttaskýrendur í Bretlandi segja þó ekki alla von úti enn. Sandiford hefur nú tvær vikur til að áfrýja til hæstaréttar. - þeb Flutti fíkniefni til Balí: Dauðadómur ömmu stendur SÝRLAND, AP Minnst fimmtán manns létust, tugir særðust og gríðarlegar skemmdir urðu í miðborg Damaskus í gær þegar bílsprengja sprakk. Ríkissjónvarpið í Sýrlandi sagði sprengjuárásina hafa verið sjálfsvígsárás hryðju- verkamanns. Sprengingin varð í nágrenni við seðlabanka Sýr- lands, auk þess sem skóli og moska eru við sprengjustaðinn. Alls létust 53 í sprengingu í miðborginni þann 22. febrúar. -þeb Áfram árásir í Sýrlandi: 15 látnir eftir bílsprengju 211,47 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,68 119,24 181,7 182,58 154,51 155,37 20,724 20,846 20,734 20,856 18,524 18,632 1,2024 1,2094 178,34 179,4 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 08.04.2013 Sumarkort Komdu og svitnaðu með okkur! Einstakt tilbo ð í ræktina. Gildir til 1. ág úst. Verð kr. 16.90 0. Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Fimmtudagur 5-13 m/s. KÓLNANDI Vorið lætur aðeins bíða eftir sér en það verður heldur svalt næstu daga og víða einhver snjókoma eða él. Á fimmtudag lítur úr fyrir talsvert frost um allt land en þá dregur úr vindi og úrkomu. 0° 7 m/s 2° 3 m/s 3 3 m/s 5° 3 m/s Á morgun 8-15 m/s. Gildistími korta er um hádegi -1° -4° -2° -4° -5° Alicante Basel Berlín 22° 9° 9° Billund Frankfurt Friedrichshafen 6° 10° 11° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 4° 4° 21° London Mallorca New York 9° 22° 21° Orlando Ósló París 28° 2° 11° San Francisco Stokkhólmur 20° 2° 2° 2 m/s 2° 2 m/s -1° 2 m/s -1° 5 m/s -1° 4 m/s 0° 5 m/s -2° 2 m/s 1° -2° 0° -3° -4° AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.