Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2013, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 09.04.2013, Qupperneq 14
9. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS R egluverkið á Íslandi endurspeglar stundum veruleika sem er horfinn eða á hröðu undanhaldi. Gott dæmi er hinn sterki réttur sauðkindarinnar og eigenda hennar. Enn þá er gengið út frá því að hagsmunir sauðfjárræktar séu jafnríkir og þegar hún var einn helzti undirstöðuatvinnu- vegur þjóðarinnar. Lausaganga búfjár fæst ekki bönnuð, sem veldur annars vegar slysahættu og hins vegar því að þeir sem vilja verja landareignir sínar fyrir ágangi búfjár þurfa að standa sjálfir straum af kostnaði við það. Skógarbændur og aðrir landeigendur sem ekki halda búfé eru látnir taka þátt í kostnaði við haustsmölun á fé sauð- fjárbænda og þannig mætti áfram telja. Anga af þessu fyrirbæri má sjá í máli sem Fréttablaðið fjallaði um í gær; deilu Landgræðslu og Skóg- ræktar ríkisins við sveitarfélagið og sauðfjárbændur í Rangárþingi eystra um nýtingu afréttarins Almenninga. Svæðið, sem var illa farið af gróðureyðingu, hefur verið friðað fyrir beit í rúmlega tuttugu ár. Uppgræðslustarf hefur meðal annars leitt af sér að birkiskógur hefur breiðzt út. Engu að síður telja hvorki Landgræðslan né Skógræktin að þar megi leyfa beit á ný. Í beitarþolsmati sem Landbúnaðar háskólinn á Hvanneyri vann fyrir skömmu segir að aðeins um þrettán prósent svæðisins geti talizt gróin. Afrétturinn sé alls ekki beitarhæfur og mikilvægt að hann njóti friðunar áfram næstu áratugina, meðal annars til að sá mikli kostnaður og vinna sem farið hefur í upp- græðsluna fari ekki í súginn. Meirihluti svokallaðrar ítölunefndar, sem lögum samkvæmt á að ákveða hvað sé hæfilegt beitarálag, lætur í úrskurði sem felldur var í síðasta mánuði nánast eins og úttekt Landbúnaðarháskólans sé ekki til. Þar komust fulltrúi sýslumanns og Bændasamtakanna alltént að þeirri niðurstöðu að svæðið þyldi talsvert beitarálag. Þeir leggja meira að segja til að „uppgræðslu á afréttinum verði haldið áfram samfara beitinni enda muni afrétturinn bera fleira fé með slíkum aðferðum“. Skattgreiðendur niðurgreiði með öðrum orðum gras og birkisprota ofan í sauðfé Eyfellinga! Í þessu máli takast á tvenns konar hagsmunir. Annars vegar bænda, sem vilja viðhalda réttinum til að nytja afrétt á viðkvæmu og lítt grónu landi. Hins vegar eru hagsmunir almennings og náttúr- unnar hvað varðar uppgræðslu, útivist og jafnvel heilbrigði, því að gróður á þessu eldfjallasvæði getur hindrað öskufok. Við bætist að verði beit leyfð í Almenningum þarf með ærnum tilkostnaði að reisa girðingar til að hindra að sauðféð komist inn í friðlandið í Þórsmörk, sunnan afréttarins. Undanfarna áratugi hefur beitarálag í landinu minnkað samfara mikilli fækkun sauðfjár og landgæði víða verið endurheimt. Flestum finnst það mikilsverður árangur. Almenningamálið sýnir okkur þó að hann er ekki fastur í hendi. Spyrja má hvort eitthvað komi í veg fyrir að til dæmis samfara velgengni í útflutningi lambakjöts vilji bændur fjölga fé á ný og nýta þá aftur beitilönd sem hafa fengið að vera í friði um skeið, eins og Almenninga. Tryggir núverandi regluverk nógu vel að annarra hags- muna sé gætt ef sú staða kemur upp? FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Aðild að Evrópusambandinu er praktísk nauðsyn. Hún er engin hugmyndafræðileg meinloka. Hún er einfaldlega skynsam- legasta leiðin áfram fyrir metnaðarfulla norræna velferðarþjóð sem býr við gjald- eyrishöft og ógjaldgengan gjaldmiðil, en vill opið hagkerfi og njóta sambærilegra lífskjara og nágrannaþjóðirnar. Hugmynd sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna getur aldrei gengið upp sem leið til að ákveða stöðu okkar í Evrópu. Það er hrein veg- leysa ef þessir flokkar, sem ekki telja hagsmunum þjóðarinnar best borgið með aðild, verða í ríkisstjórn og eiga nauð- ugir að leiða aðildarviðræður sem þeir hafa enga trú á. Bjarni Benediktsson hefur margsagt að ófært sé að VG leiði samninga um einstök efnisatriði aðildar- samninga, því flokkurinn styðji ekki aðild. Sama hlýtur að eiga við um hann sjálfan. Ef Framsókn og Sjálfstæðis- flokkur sitja í ríkisstjórn geta þeir ekki leitt aðildarumsókn með þessum rökum. Ef þjóðin kýs að halda áfram aðildarvið- ræðum fæli sú niður staða því í reynd í sér vantraust á ríkisstjórn gömlu flokkanna og þeir þyrftu að veita minnihlutastjórn Samfylkingarinnar, sem leiddi aðildar- viðræðurnar, hlutleysi. Eina skynsamlega leiðin er að ljúka samningum eins hratt og kostur er undir forystu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn og gefa þjóðinni kost á að kjósa þá strax um þá efnislegu niðurstöðu. Margir styðja Evrópusambands aðild en trúa því að það sé hægt að kjósa gömlu loforðaflokkana og halda svo áfram í rólegheitum með aðildarumsóknina. Svo er ekki. Ef Framsókn og Sjálfstæðis- flokkur fá umboð til að gera það sem þeir segjast ætla að gera tökum við ekki upp evru í áratugi. Því er Samfylkingin tilbúin að leggja alla áherslu á aðildarumsóknina: Við viljum ljúka samningum svo fljótt sem unnt er. Um leið og þeir liggja fyrir viljum við samþykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskrá, til að uppfylla skilyrði aðildar og rjúfa þing og leggja allan pakk- ann – og okkur sjálf – í dóm þjóðarinnar. Þjóðaratkvæði og þingkosningar í einu. Það hljóta allir flokkar að geta fallist á. Evrópa á dagskrá! Internetið og kýlingar Píratar hafa komið sem ferskur vindur inn í íslensk stjórnmál, en þeirra helstu áherslumál snúa að internetinu. Þeim er þó ekkert mann- legt óviðkomandi, eins og sást á Facebook-síðu Smára McCarthy, eins framjóðenda flokksins, í gær. „Píratar með stefnumál í kosningu um að afnema eigi bann við hnefaleikum og öðrum bardagaíþróttum. Fólk á að ráða sér sjálft, jafnvel ef það hefur áhuga á að láta kýla sig sér til dægrastyttingar.“ Þetta er gott og blessað og má segja að það sé í anda stefnu flokksins að berjast bæði fyrir frelsi á netinu og frelsi til að láta kýla sig, jafnvel væri hægt að sameina þetta tvennt í stefnuskrá flokksins og menn geta notað netið til að verða sér úti um kýlingar. Með boxhanskann á púlsinum Nú er það hins vegar svo að bann við hnefaleikum var aflagt árið 2002. Það lýtur vissulega aðeins að ólympískum hnefaleikum og þar liggur kannski hundurinn grafinn. Það er kannski ekki nóg fyrir tölvu- áhugafólkið í Pírötum að fólk láti kýla sig á ólympískan máta. Sjóræningjasigling Dögunar Árni Páll Árnason skoraði á Sigmund Davíð Gunnlaugsson í kappræður og í anda þess hefur Dögun nú skorað á Píratana í siglingakeppni. „Dögun skorar á hvaða Píratakaptein sem er í siglingakeppni. Dögun mun útvega seglbátana og láta Pírötum eftir að velja stað og stund. Tekið skal fram að innan raða Dögunar er alvöru sjóræningi, en var það staðfest árið 2000, sem Dögun mun tefla fram í siglingakeppni gegn Pírötum.“ Undir þetta ritar Ásta Hafberg, framkvæmdastjóri Dög- unar. kolbeinn@frettabladid.is STJÓRNMÁL Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Rólegt umhverfi, úrvals hráefni, ljúffengur matur og lipur þjónusta gera hádegið fullkomið. LÉTT OG SKEMMTILEG STEMNING Í HÁDEGINU www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is S. 599 6660 FYRSTA SVANSVOTTAÐA VEITINGAHÚSIÐ Á ÍSLANDI ➜ Um leið og þeir liggja fyrir viljum við samþykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskrá, til að upp- fylla skilyrði aðildar og rjúfa þing og leggja allan pakkann … Réttur sauðkindarinnar er enn of ríkur: Almannahagur í Almenningum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.