Fréttablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 7
Hlutafjárútboð í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) stendur frá
kl. 10:00 þann 22. apríl 2013 til kl. 16:00 þann 24. apríl 2013. Í
útboðinu hyggjast Stoðir hf. selja 218.550.000 áður útgefna hluti
í TM, sem samsvarar 28,7% af útgefnum hlutum í TM. Útboðs-
gengi í útboðinu mun liggja á verðbilinu 17,75-20,10 krónur á hvern
hlut í TM. Söluandvirði útboðsins getur numið á bilinu 3,9-4,4
milljörðum króna. Gjalddagi áskrifta er 3. maí 2013.
NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin) hefur samþykkt umsókn
stjórnar TM um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðal-
markaði Kauphallarinnar. Samþykkið er háð því að félagið uppfylli
skilyrði reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga í NASDAQ OMX
Iceland hf. um dreifingu hlutafjár fyrir skráningardag. Gert er ráð
fyrir að fyrsti viðskiptadagur með hluti TM á markaði verði
8. maí nk., en Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag
með minnst eins viðskiptadags fyrirvara.
TM hefur birt lýsingu, sem dagsett er 11. apríl 2013, í tengslum
við hlutafjárútboðið og umsókn um töku allra hlutabréfa í TM til
viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Lýsinguna má nálgast
rafrænt á www.tm.is/fjarfestar og útprentuð eintök má nálgast
í höfuðstöðvum TM í Síðumúla 24 í Reykjavík. Áður en fjárfestar
taka ákvörðun um fjárfestingu í hlutum í TM eru þeir hvattir til
þess að kynna sér allar upplýsingar sem lýsingin hefur að geyma,
þ. á m. skilmála útboðsins og umfjöllun um áhættu sem þar kemur
fram.
Nánari upplýsingar um útboðið er að finna á www.landsbankinn.is
og www.islandsbanki.is.
Umsjónar- og söluaðilar útboðs og töku hlutabréfanna til viðskipta
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík,
sími 410 4000, tmutbod@landsbankinn.is.
Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík,
sími 440 4000.
Ráðgjafar Landsbankans veita upplýsingar um áskriftarhluta útboðs-
ins í síma 410 4040, tölvupóstur: fjarmalaradgjof@landsbankinn.is,
frá kl. 9:00-20:00 þann 22. og 23. apríl og fram til loka útboðsins
kl. 16:00 þann 24. apríl 2013.
Hlutafjárútboð í TM
Lýkur klukkan 16:00 í dag
• TM er eitt stærsta tryggingafélag landsins. Félagið
byggir á 57 ára farsælli sögu og hefur um 26% markaðs-
hlutdeild meðal skaðatryggingafélaga á Íslandi, miðað
við iðgjöld árið 2011.
• Sterkt vörumerki. TM hefur mælst með ánægðustu við-
skiptavini íslenskra tryggingafélaga 12 af undanförnum
14 árum.
• Hagnaður fyrir skatta er áætlaður 2,3 ma.kr. í ár sam-
kvæmt rekstraráætlun félagsins. Í fyrra nam hagnaður
fyrir skatta 3,0 mö.kr.
• Góð framlegð af vátryggingastarfsemi. Í fyrra var
samsett hlutfall tjóna og rekstrarkostnaðar 88,5%, hið
lægsta meðal íslenskra vátryggingafélaga. Jákvæð
framlegð hefur verið af vátryggingarekstrinum undan-
farin þrjú ár.
• Traustur efnahagur. Í lok síðasta árs nam eigið fé TM
10,2 mö.kr. og eiginfjárhlutfallið var 37,3%.
• Stefnt er á reglulegar arðgreiðslur. Arðgreiðslur skulu
nema a.m.k. 50% af hagnaði eftir skatta, samkvæmt
arðgreiðslustefnu félagsins.
• Styrkleikamat BBB- hjá Standard & Poor‘s. Matið var
hækkað fyrr á þessu ári, með tilvísun í sterkari fjárhag
og lengri sögu um jákvæða afkomu af vátrygginga-
rekstri félagsins.
• Um 2/3 hlutafjár var selt í fyrra, til hóps lífeyrissjóða og
annarra innlendra fjárfesta.