Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 12
24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12
Formenn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks töluðu fyrir hörku
í samskiptum við erlenda kröfuhafa
föllnu bankanna í umræðum for-
manna þeirra sex stjórnmálaflokka
sem stærstir mælast í könnunum.
Tekist var á um mál sem tengjast
aðstæðum íslensks atvinnulífs á
fundi VÍB og Kauphallar Íslands í
Hörpu í gær.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokks, sagði
ekki þurfa að taka langan tíma að
vinna á gjaldeyrishöftum. Ríkis-
valdið hefði í hendi sér tækin sem
þyrfti til að knýja á um ásættanlega
niðurstöðu í viðræðum við kröfu-
hafa bankanna. Fordæmin væru í
öðrum löndum í aðgerðum sem til
skamms tíma hefðu þótt óhugsandi,
svo sem á Kýpur. „Með skattlagn-
ingu er hægt að flýta fyrir þessari
þróun og mjög eðlilegt að gera það.“
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði loks búið
að ná utan um verkefnið, með því
að þrotabúin hefðu kortlagt skuldir
sínar og eignir. Kröfurnar þyrfti
hins vegar að afskrifa að stórum
hluta til þess að aflétta mætti höft-
unum. „Ég sé fyrir mér að hægt sé
að ganga í þetta verk á næstu mán-
uðum og láta á þetta reyna. Þar
eigum við að hafa í handraðanum
ýtrustu kröfur,“ sagði hann. Gangi
samningar of hægt ætti ekki að hika
við að færa viðkomandi fjármála-
stofnanir úr slita- í gjaldþrotameð-
ferð og beita skattlagningarvaldi til
að knýja fram hagstæða niðurstöðu.
Árni Páll Árnason, formaður
Samfylkingarinnar, benti hins
vegar á að eignarréttur kröfuhafa
væri varinn í stjórnarskrá og læra
ætti af mistökum sem ríkisstjórnin
hefði gert í Magma-málinu. „Það er
ekki hægt að gera eignir útlendinga
upp að vild,“ sagði hann.
Katrín Jakobsdóttir, formaður
VG, sagði þverpólitíska sátt um
meginlínur við afnám hafta fagn-
aðarefni og vísaði í þeim efnum til
starfa þverpólitískrar nefndar og
áætlunar um afnám hafta. „En síðan
hafa verið nefndar ýmsar leiðir í því
hvernig losa ætti um þessar krónu-
eignir og koma þeim úr landi. Og
það hefur alltaf legið fyrir að þær
yrðu verðfelldar á þeirri leið. Þar
nefndum við upphaflega myndar-
legan útgönguskatt, en aðrar leiðir
sem hafa verið nefndar eru eins
konar viðskipti með eignirnar eða
bara samningar.“ Mikilvægast
væri að ná samhljómi um þær leið-
ir sem fara ætti. Síðan væri hægt
að fara að tala um framtíðina í efna-
hagsstefnunni. „Því ljóst er að þótt
við losnum við krónueignirnar og
afnemum höftin þá er íslenska krón-
an enn þá lítill gjaldmiðill í alþjóða-
hagkerfi og þess vegna þarf að kort-
leggja þá möguleika.“
Heiða Kristín Helgadóttir,
stjórnar formaður Bjartrar fram-
tíðar, sagði afnám hafta kalla á sam-
starf allra flokka. „Fólk leyfir sér
að tala mjög óábyrgt af því að það
eru höft. Við þurfum að velta því
fyrir okkur hvert það leiðir okkur.
Ég er ekki viss um að það sé góður
staður,“ sagði hún líka.
Smári McCarthy, einn kapteina
Pírata, sagðist ekki trúaður á vald-
beitingarúrræði í tengslum við
krónueignir kröfuhafa, þótt hann
styddi hugmyndir um útgönguskatta.
Til að leysa vandann þyrfti líka að fá
aflandskrónur með meiri hraða inn í
landið, svo sem með áframhaldandi
uppboðum Seðlabankans og afslátt-
arleiðum í tengslum við fjárfesting-
ar. olikr@frettabladid.is
2013
Frá kr. 129.900
með með fullu fæði
20 nátta ferð – einstakt tækifæri
Heimsferðir bjóða frábært tilboð í 20 nátta ferð til Benidorm þann 8 maí.
Í boði er m.a. Mont Park hótelið með fullu fæði. Mikil dagskrá í boði.
Benidorm
Eldri borgara ferð 8. maí
Hotel Mont Park ***
Kr. 129.900 - með fullu fæði.
Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli. Aukagjald fyrir einbýli
kr. 26.000.
Vinsamlega skráið ykkur á
www.islandsstofa.is
Magma-mistök að
kreista kröfuhafa
Formenn stærstu flokka ræddu í gær afnám gjaldeyrishafta og framtíðarstefnu í
peningamálum. Fundinn héldu VÍB og Kauphöllin. Önnur Magma-mistök í upp-
siglingu sagði formaður Samfylkingar um niðurfærslu eigna kröfuhafa bankanna.
Forsvarsmenn flokkanna sex sem mest fylgis njóta sam-
kvæmt skoðanakönnunum og tóku þátt í fundi VÍB og Kaup-
hallar Íslands í gær eru meðmæltir fríverslunarsamningi
Íslands og Kína.
Smári McCarthy, einn oddvita Pírata, sagðist þó sakna
ákvæða sem tryggðu fríverslun í upplýsingatæknigeira,
svona í ljósi þess að ritskoðun væri viðhöfð í Kína. Þá kvaðst
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, styðja frí-
verslunarsamning að því tilskyldu að hann yrði nógu góður
og fullnægði þörfum landsins á sviði vinnuverndar. „Við
viljum ekki setja íslensk fyrirtæki í þá stöðu að vera í opinni
samkeppni við fyrirtæki sem þræla út börnum eða nota
pólitíska fanga sem vinnuafl.“ Í svipaðan streng tók Heiða
Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, sem
hún sagði róttækan mannréttindaflokk. Mikilvægt væri að
stuðla ekki að eða vera í samkeppni við barnaþrælkara.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram-
sóknarflokks, sagðist mjög hlynntur samningnum við Kína.
Áhugi Kínverja á að semja við Íslendinga væri áminning
um gríðarleg tækifæri hér á landi. Um leið benti Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á að þótt í
augnablikinu hallaði á Íslendinga í tollaniðurfellingu vegna
viðskipta landanna myndi það snúast við. „Við höfum verið
með um 40 prósenta vöxt í útflutningi til Kína ár eftir ár og
þannig mun það halda áfram að þróast ef við berum gæfu
til að grípa tækifærin sem verða á þessu markaðssvæði,“
segir hann. Þá áréttaði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, að
tækifærin í fríverslunarsamningnum væru á afmörkuðum
sviðum. Ekki væri um að ræða réttindi til landa eða eigna-
kaupa. „Þannig að við höfum stutt þetta.“
Sjá tækifæri í fríverslunarsamningi en slá um leið varnagla
FORMENN FLOKKA Í HÖRPU Í opnunarræðu sagði forstjóri Kauphallarinnar óvissu vegna hrunsins ekki nægja sem skýringu til
langframa. Hætt væri við að fjárfestar litu á óvisst umhverfi sem þjóðareinkenni. Það hamlaði fjárfestingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SAMFÉLAGSMÁL Mæðradagurinn verður haldinn
hátíðlegur þann 12. maí næstkomandi. Í tilefni dags-
ins verður hið svokallað Mæðrablóm selt sem hluti
af fjáröflun fyrir menntasjóð Mæðrastyrksnefnd-
ar Reykjavíkur. Sjóðurinn hefur það hlutverk að
styrkja efnalitlar konur og mæður til náms. Á yfir-
standandi námsári styrkti hann um fimmtán konur
til náms.
Þetta er í annað sinn sem sjóðurinn stendur fyrir
sölu á Mæðrablóminu, sem er að þessu sinni hannað
af Snæfríði Þorsteinsdóttur. Hópur stuðningsmanna
menntasjóðsins safnaðist saman í gær til þess að
útbúa eintök af blóminu sem verður eins og áður
sagði selt á Mæðradeginum, 12. maí. - mþl
Fjáröflun fyrir menntasjóð Mæðrastyrksnefndar brátt af stað:
Mæðradagurinn undirbúinn
HALLVEIGARSTÖÐUM Í GÆR Hópur stuðningsmanna
menntasjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur safnaðist
saman á Hallveigarstöðum í gær til þess að útbúa eintök af
Mæðrablóminu 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM