Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 17
Alvarlegir gallar á lögheimilisskráningu landsins Þjóðskrá Íslands í framtíðinni?
Á ekki við um
sjálfráða
einstaklinga
FORSJÁ
Forsjár-
aðili/ar
BLÓÐTENGSL
Faðir
Móðir
Faðir/móðir
Faðir/móðir
„LÖGFORELDRAR“
EINSTAKLINGUR
Maki í Þjóðskrá
Maki ekki í Þjóðskrá
MAKI
BREYTINGAR
● Fæðing
● Feðrun
● Forsjárbreyting
● Ættleiðing
● Hjúskapur og
skilnaður
● Lögræðisbreyting
Á einungis við ef
einstaklingur er
sviptur lögræði
Lögráðamaður
SKRÁNING
HJÁ IRR
Sömu einstaklingar
geta verið blóðfor-
eldrar, lögforeldrar,
forsjáraðilar barna
Sú krafa að stjórnvöld endurskoði
lög um lögheimilisskráningu barna
sem búa til skiptis hjá báðum for-
eldrum hefur verið hávær undan-
farið. Málið hefur ratað inn á þing,
en stofnaður var starfshópur til
að skoða möguleikana og hvað það
hefði í för með sér að skrá barn á
tvö lögheimili.
Ekki hægt að skrá tvö heimili
Þjóðskrá hefur ekki möguleika á
að skrá barn á tvö heimili af því að
kerfið býður ekki upp á það. Sama
vandamál skapast þegar annar
makinn þarf að flytjast búferl-
um vegna vinnu sinnar, því sam-
kvæmt lögum þurfa hjón að eiga
sama lögheimili. Fólkið slítur því
samvistum á pappírnum, einfald-
lega vegna þess að annar möguleiki
er ekki í stöðunni. Einn megintil-
gangur Þjóðskrár er að vita hvar
fólk býr. Með lögum sem þessum
má þó segja að verið sé beinlínis að
hvetja fólk til þess að fara á svig
við lögin, hvort sem það er að skrá
sig úr hjónabandi eða að þykjast
búa á öðrum stað en það gerir.
Engin blóðtengsl við foreldra
Blóðtengsl barna við foreldra sína
er heldur ekki hægt að skrá með
neinum hætti hjá Þjóðskrá. Þegar
hjón skilja eða forsjá barns er skipt
verður því að rjúfa tengsl annars
foreldrisins við barnið í skráning-
unni, þar sem einungis er hægt að
skrá eitt lögheimili.
Forsvarsmenn Þjóðskrár segja
þetta afar slæmt því engin leið
er til að ná í upplýsingar um líf-
fræðilega foreldra barns án þess
að skoða fæðingarskrár í frumrit-
um. Þetta ræðst af því að Þjóðskrá
styðst við þrjátíu ára gamalt tölvu-
kerfi. Sigrún J. Guðmundsdóttir,
forstöðumaður Þjóðskrár, sagði í
samtali við Fréttablaðið í síðasta
mánuði að henni liði eins og hún
gengi inn í fornöld þegar hún kæmi
til vinnu.
Lítið hefur breyst í lagaumhverfi
Þjóðskrár síðan 1952 þegar lög um
hana voru sett. Það endurspeglast
meðal annars í vandanum sem blas-
ir við öllum þeim lykilstofnunum
samfélagsins sem reiða sig á upp-
lýsingar þaðan.
Fólk skráð barnlaust
og á rangt heimili
Tölvukerfi Þjóðskrár getur ekki skráð barn með tvö lögheimili eða tengsl við líf-
foreldra, þótt lögum þess efnis væri breytt. Engin leið er fyrir TR að sjá hverjir búa
saman í íbúðum fjölbýlishúsa. Hundruð ábendingar um röng lögheimili árlega.
FORELDRAR Í RAUN EN ÞÓ EKKI Í KERFINU Þau börn sem ekki hafa lögheimili
hjá báðum foreldrum sínum eru einungis skráð með eitt foreldri í Þjóðskrá. Ekki er
hægt að skrá blóðtengsl í skránni sökum annmarka á kerfinu. NORDICPHOTOS/GETTY
Samkvæmt forsvarsmönnum Þjóð-
skrár er afar brýnt að uppfæra
skráningarkerfi stofnunarinnar,
meðal annars til að geta skráð:
● Vensl barna við líffræðilega
foreldra
● Vensl barna við lögforeldra
● Forsjá barna
● Íbúa í fjölbýlishúsum niður á
íbúðir
➜ Brýnar úrbætur
á kerfi Þjóðskrár
● Ekki er nauðsynlegt að fá samþykki
eigenda íbúða til að skrá lögheimili
sitt þar. Engum leigusamningi þarf
að framvísa, né neinu öðru sem stað-
festir að viðkomandi búi á því heimili
sem hann vill skrá sig á. Hver sem
er getur því skráð sig hvar sem er,
svo framarlega sem um sé að ræða
löggilda íbúð. Þjóðskrá hefur enga
lagalega heimild til að hafna flutningi
lögheimilis.
● Hvorki er heimilt að skrá lögheimili
sitt í atvinnuhúsnæði né sumarbú-
stað, en engu að síður er staðreynd
að fjöldi fólks býr í slíku húsnæði.
● Nokkur hundruð ábendingar um
röng lögheimili berast Þjóðskrá á ári
hverju. Það er þó meira en að segja
það að sannreyna hvort ábendingin
eigi við rök að styðjast, sökum þeirra
annmarka sem einkenna kerfið.
➜ Hægt að skrá lögheim-
ili hjá hverjum sem er
Þjóðskrá getur ekki náð utan
íbúafjölda í stökum íbúðum fjöl-
býlishúsa. Sem dæmi má taka
íbúðablokkina Æsufell 6. Þar eru 42
íbúðir skráðar í Fasteignaskrá og
alls 85 einstaklingar með lögheimili.
Vegna tæknilegra annmarka í kerfi
Þjóðskrár er þó engin leið að skrá
hverjir búa saman í íbúðum og
eru því allir 85 einungis skráðir í
húsnúmerið. Þetta skapar vandkvæði innan kerfisins, þá sér í lagi hjá
trygginga- og félagsmálayfirvöldum þar sem húsnæðisbætur fara eftir
íbúafjölda hverrar íbúðar.
Tryggingastofnun (TR) greiðir allar greiðslur á grundvelli lögheimilis.
„Það væri því til mikilla hagsbóta að geta staðsett greiðsluþega og
aðra sem þeim tengjast við ákveðið íbúðarnúmer. Væri viðkomandi
skráður á íbúðarnúmer þar sem aðrir eru skráðir og ljóst að engin
tengsl eru milli aðila, þá myndi það auðvelda Tryggingastofnun
að leiðrétta skráningu sem getur leitt til leiðréttingar á greiðslum
viðkomandi hjá TR,“ segir í svari Tryggingastofnunar við fyrirspurn
Fréttablaðsins.
➜ Engin leið að vita hversu margir búa
saman í íbúðum fjölbýlishúsa
| FRÉTTASKÝRING |24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR 17
1 2 3 4VANDI ÞJÓÐSKRÁR
Sunna
Valgerðardóttir
sunna@frettabladid.is
Volkswagen Amarok sameinar kosti lúxusjeppa og
pallbíls og býður upp á mikla notkunarmöguleika
fyrir fjölbreyttan lífsstíl. Amarok fæst nú með 2.0 TDI
180 hestafla dísilvél með 8 gíra sjálfskiptingu og
3.200 kg dráttargetu.
Eyðsla 7,6 lítrar/100km.*
*Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum
Volkswagen Amarok Double Cab 2.0 TDI
www.volkswagen.is
Volkswagen Amarok
Fágaður og
fullur af orku
Komdu í reynsluakstur
Amarok Double Cab 2.0 TDI
180 hestöfl kostar frá
7.590.000 kr.
(6.047.809 kr. án vsk)
Atvinnubílar