Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 22

Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 22
24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 22 Með lögum um gjald- eyris mál sem sett voru fyrir réttu ári skóp núverandi ríkisstjórn þá samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum föllnu viðskiptabank- anna sem þjóðin nýtur nú í dag og allir stjórn- málaflokkar ætla sér að nýta á næsta kjörtíma- bili. Umræðan í samfé- laginu minnir aftur á móti mest á bollaleggingar um hvernig eigi að ráðstafa stórum happdrættisvinningi eða þann ágæta leik sem kenndur er við frúna í Hamborg. Að vísu er kálið ekki sopið, en þegar tekst að semja við kröfuhafana, hvað á þá að gera við peningana? Verða það jafn margir milljarðar og þeir sem mestu lofa segja okkur? Er þeim örugglega best varið með því að lækka skuldir allra sem skuld- uðu árið 2008? Eða væri þeim betur varið í að reka sjúkra húsin á Ísafirði, Sauðárkróki, Húsa- vík, Neskaupstað og Vestmanna- eyjum eða til að hækka bætur til öryrkja og einstæðra foreldra? Þreföldun barna- og vaxtabóta? Eins og málinu hefur verið stillt upp er eins og að sjálfsagt og eðlilegt sé að fjármununum verði varið í almenna skuldalækk- un. Hvers vegna er þeim best varið svo? Er eitthvert vit í því að lækka skuldir mold- ríkra einstaklinga bara af því að þeir skulduðu árið 2008? Jafnvel þó svo skuldir allra skuldara verði lækkaðar um 10% verður þá ekki stór hópur áfram í vand ræðum? Hvernig á að hjálpa þeim? Þarf ekki að láta sem mest renna til þeirra sem mest þurfa á skulda- lækkunum að halda? Í óðagoti þeirra sem vilja skil- yrðislausa skuldalækkun allra, jafnt þeirra sem hennar þurfa með og þeirra sem þurfa ekki á henni að halda, þá hefur algjör- lega skort málefnalega umræðu um hvað kemur fólki best. Hvort það komi þeim ekki betur, sem eru í verulegum vandræðum, að fá hærri vaxtabætur og hærri barnabætur? Þær leiðir eru mun líklegri til að tryggja að fjár- munirnir renni til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda og fleiri losni úr skuldaklafanum. Húseignir hækka í verði Forsendubresturinn (gengis- og vísitöluhækkunin) sem varð þegar lánin hækkuðu, mun með tíð og tíma leiða til þess að hús- eignirnar sem lánin hvíla á, hækka í verði. Þær munu ein- faldlega hækka í verði vegna þeirrar verðbólgu sem forsendu- bresturinn olli. Þetta gerist ekki strax og það gerist ekki jafnt yfir línuna. Spurningin sem við hljótum þá að spyrja okkur er, eiga allir þeir einstaklingar sem fengu lánin sín lækkuð um 10% einnig að fá að njóta verð- hækkunarinnar á húsnæðinu, af völdum sama forsendubrests, þegar þeir selja það? Og svo það sem flestir forðast að tala um, hvernig á að koma í veg fyrir að svona gerist aftur? Þurfum við að búast við að svona ríði yfir með reglulegu millibili? Meðan gjald miðillinn er króna, hvort sem hún er verð- tryggð eða óverðtryggð, þá er eins líklegt að hamfarir með álíka forsendubresti og urðu 2008 hvolfist yfir okkur með reglubundnum hætti í fram- tíðinni. Hvað ætlarðu að gera við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? 1. líter HUMARSÚPA FISKIKÓNGSINS HUMARKLÆR Opið í dag 07.00-18.15 Lokað sumardaginn fyrsta Opið föstudag 07.00-18.30 Laugardag 10.00-15.00 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • www.fiskikongurinn.is 1. líter SJÁVARRÉTTASÚPA FISKIKÓNGSINS Gleðilegt sumar Fögnum sumrinu Stærð 24-30 Kreppan hefur varpað ljósi á nauðsyn róttækra breyt- inga á íslensku samfélagi. Undanfarna áratugi hefur ójöfnuður verið aukinn kerfisbundið með auknu fáveldi í íslenskum fjár- málaheimi. Almenningur hefur verið miskunnar laust féflettur með verðbótum og vaxtaokri á húsnæðis- lánum. Auðmenn koma hundraða milljarða gróða í skjól meðan enn stærri skuldum er velt yfir á almenning gegnum ríkissjóð, líf- eyrissjóði og húsnæðisskuldir. Auk- inn hagvöxtur mun að óbreyttu ekki bæta þetta ástand heldur þveröfugt. Skuldir heimilanna Nauðsynlegt er að létta á byrði heimilanna í landinu með því að taka kúfinn af húsnæðislánum sem hafa stökkbreyst í kreppunni um leið og greiðslugeta flestra hefur minnkað. Þó er enn þá mikil- vægara að huga að nýju félagslegu kerfi til fjármögnunar húsnæðis fyrir almenning. Með því að hætta að sækja fé að láni á okurvöxtum á markaði til húsnæðislána en safna þess í stað samfélagslegu eigin fé til að lána til húsnæðiskaupa að vissu hámarki án vaxta og verðbóta er hægt að spara miklar greiðslur frá almenningi til auðmanna. Lífeyrissjóðir og framfærslutrygging Alþýðufylkingin vill vinna að sam- komulagi um algera upp stokkun lífeyriskerfisins. Grund völlur þess gæti verið nokkurra ára aðlögun að sömu lífeyris- réttindum fyrir alla sem fjármögnuð væri gegn- um skattkerfið með óverulegri sjóð söfnun. Greiðslur í lífeyris- sjóði verði stöðvaðar og hætt að þvinga fólk til að kaupa sér ótrygg lífeyris réttindi með greiðslum í fjárfestingasjóði. Einfalda þarf líf- eyriskerfið og koma á samræmdri framfærslutryggingu fyrir alla sem ekki geta unnið fyrir sér á vinnumarkaði. Velferð og aukin lífsgæði Alþýðufylkingin leggur sérstaka áherslu á að endurreisa velferðar- kerfið og þá sérstaklega heil- brigðis kerfið. Byrjað verði á að draga til baka þann mikla niður- skurð sem átt hefur sér stað undan- farin ár og vinda ofan af einka- rekstri og viðskiptavæðingu í kerfinu. Markmið heilbrigðiskerfis- ins á að vera aukið heilbrigði þjóð- arinnar en ekki gróði auðfélaga af fjárfestingum og viðskiptum með þjónustu. Efling velferðarkerfis- ins verður aðeins kostuð með þeim samfélagslega sparnaði sem felst í félagsvæðingu í fjármálakerfinu. Alþýðufylkingin og kosningarnar STJÓRNMÁL Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður, for- maður Alþýðufylk- ingarinnar ➜ Byrjað verði á að draga til baka þann mikla niðurskurð sem átt hefur sér stað undanfarin ár og vinda ofan af einka- rekstri og viðskipta- væðingu í kerfi nu. FJÁRMÁL Bolli Héðinsson hagfræðingur ➜ Í óðagoti þeirra sem vilja skilyrðislausa skuldalækkun allra, jafnt þeirra sem hennar þurfa með og þeirra sem þurfa ekki á henni að halda, þá hefur algjörlega skort málefnalega umræðu um hvað kemur fólki best. Hvort það komi þeim ekki betur, sem eru í verulegum vandræðum, að fá hærri vaxtabætur og hærri barna- bætur?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.