Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 25
Umhverfisátak Til að spara orku í eldhúsinu er best að nota þá stærð af potti sem passar hellunni. Hafið lokið á pottinum á meðan á suðu stendur. Notið ekki meira vatn en nauðsynlega þarf. MIKILL ÁHUGI Helgi Þór Þorbergsson hefur nýlega unnið við klippingu á heimildar- mynd um fótboltaáhuga í Fortaleza í Brasilíu þar sem hann býr. Borgin verður ein af gestgjöf- unum á HM 2014. Helgi Þór starfar við myndbands- og kvikmyndaklippingar og hefur nýverið klippt heimildarmynd um fótboltaáhugann í borginni í tengslum við heimsmeistarakeppnina. „Hér er allt komið á fullt fyrir HM, enda mikill áhugi á fótbolta. Framkvæmdir við gatnagerð eru á fullu en þrír leikir í álfukeppninni, sem er nokkurs konar æfing fyrir sjálfa keppnina, fara fram hér.“ Helgi Þór er klippari aug- lýsinga, heimildarmynda, kvikmynda og fleira. Hann kom fyrst til borgarinnar með vini sínum sem hafði verið skiptinemi og féll fyrir henni. Fortaleza er strandborg og staðsett í norðausturhluta Brasilíu. Þar búa yfir tvær milljónir íbúa. Helgi Þór segir að þarna sé gott veður árið um kring, 30 stig á daginn og 25 stig um nætur. „Borgin hefur verið í miklum vexti undanfarin ár og hér eru mörg tækifæri,“ segir Helgi Þór. Þegar hann er spurður hvort ferða- mannastraumur sé mikill segir hann það vera og muni væntanlega aukast með HM. „Flestir ferðamenn koma til að njóta strandanna sem eru margar og fallegar hér og í nágrannabæjum. Hér eru einnig sér- staklega góðar aðstæður fyrir seglbretti og „kitesurf“, hlýr sjór og alltaf vindur. Borgin býður einnig upp á skemmtilega strand- götu með veitingastöðum, íþróttaaðstöðu og útimarkaði. Þá er hér stór menningar- miðstöð með þjóðminjasafni og fleiri lista- söfnum. Í nágrenninu er líka skógi vaxið fjallahérað með mörgum fossum og fallegu útsýni. Þegar hann er spurður um hættur, svarar hann: „Það eru hverfi sem eru mjög hættuleg en yfirleitt er frekar rólegt á helstu ferðamannastöðum. Samt er dálítið mikið um þjófnaði og því best að bera ekki mikið á sér, eins og armbandsúr og skart- gripi.“ Ekki er úr vegi að spyrja um uppáhalds- mat á þessum slóðum? „Ferskur grillaður sirigado-fiskur, þykk flök sem verða stökk að utan og djúsí að innan. Einnig er ég mikið fyrir feijoada sem er nánast þjóðar- réttur Brasilíu, pottréttur úr svörtum baunum með alls kyns svínakjöti og krydd- pylsum,“ svarar hann. Færðu heimþrá? „Nei, það er lítið um það, sakna helst bjartra sumarnótta fyrir utan fjölskyldu og vini að sjálfsögðu, hérna sest sólin alltaf kl. 17.30 og dimmt kl. 18.“ ■ elin@365.is BRASILÍA UNDIRBÝR HM UPPGANGUR Helgi Þór Þorbergsson hefur búið í Brasilíu í sautján ár og líkar vel þar. Borgin hans heitir Fortaleza og er fimmta stærsta borg Brasilíu. Hún verður ein af gestgjöfunum á HM í fótbolta á næsta ári. HM 2014 Keppnin FIFA WORLD CUP fer fram í Brasilíu 12. júní til 13. júlí 2014. Mikill áhugi er fyrir HM í Brasilíu, enda margir góðir fótboltamenn þar í landi. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara Save the Children á Íslandi 15% KYNNINGARAFSLÁTTURÍ APRÍL Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Glæsilegar hljóðlátar viftur og hitablásarar með air multiplier tækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.