Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 27
Kynningarblað Ævintýraleg maraþon,
þjálfunarráð, vítamín, ný tækni í skóhönnun, flott föt.
HLAUPASKÓR
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
&FATNAÐUR
Í Útilífi er hægt að nálgast öll aðal-
merkin í hlaupunum. Þar eru bæði
stærstu merkin, eins og Nike, Adi-
das, ASICS og Under Armor, og
einnig gott úrval frá merkjum eins
og Puma, Brooks, CW-X, 2XU, Helly
Hansen, The North Face, Com-
pressport, Seger og Camelbak.
„Úrval hlaupavara er mikið í
öllum verslunum Útilífs en nú
höfum við tekið saman allar
hlaupavörurnar okkar á einn stað
fremst í verslun okkar í Kringlunni
og gert þær þannig enn aðgengi-
legri viðskiptavinum,“ segir Svan-
hildur Kristjónsdóttir, innkaupa-
stjóri Útilífs.
„Í hlaupadeildinni leggjum
við áherslu á gott úrval og bjóð-
um upp á sérhæfingu í vöruúrval-
inu. Þar má til dæmis nefna svo-
kallaðar Compression-vörur eða
aðhaldsvörur fyrir hlaupara. Þær
gera þeim kleift að hlaupa leng-
ur og halda betur út þar sem Com-
pression-fatnaðurinn þrýstir vel að
öllum vöðvum og eykur blóðflæðið.
Einnig má fá hjá Útilífi hlaupavörur
sem eru hugsaðar fyrir utanvega-
hlaup, til dæmis frá Helly Hansen
og The North Face auk stóru merkj-
anna.
Við munum einnig bjóða reglu-
lega upp á faglega ráðgjöf í hlaupa-
horninu, frá fulltrúum birgjanna
okkar en við leggjum mikla áherslu
á að starfsfólk okkar sé vel þjálfað og
þekki vöruna sem það selur,“ segir
Svanhildur. „Við leggjum metn-
að okkar í að geta veitt sem besta
þjónustu. Einkunnarorð okkar eru:
Frábært úrval á einum stað og allt í
einni ferð fyrir hlauparann.“
Frábært úrval – allt fyrir
hlauparann á einum stað
Verslunin Útilíf leggur áherslu á góða þjónustu við viðskiptavini. Nú hefur verið sett upp sérstakt hlaupahorn í verslun Útilífs í
Kringlunni þar sem hlauparinn getur nálgast allt sem þarf í hlaupin á einum stað í einni ferð.
GEFÐU Í GOTT MÁLEFNI OG FÁÐU AFSLÁTT AF NÝJUM SKÓM
Næstu daga geta viðskiptavinir komið með gömlu hlaupaskóna sína í verslunina til okkar og fengið tuttugu prósenta afslátt af nýjum hlaupaskóm. Gömlu
skónum munum við safna saman og gefa í Rauða Krossinn og þangað til hengjum við þá upp í loft hér í búðinni til að koma fólki í hlaupagírinn.
Frábært úrval á einum stað og allt í einni ferð fyrir hlauparann í Útilífi Kringlunni. MYND/VILHELM