Fréttablaðið - 24.04.2013, Page 30
KYNNING − AUGLÝSINGHlaupaskór & fatnaður MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 20134
Allir geta fundið vítamín við sitt hæfi innan Vitabiotics-línunnar. Vítamínin eru hugsuð á þann veg að fólk geti tekið eina vítamíntöflu
sem inniheldur allt sem viðkomandi þarf á að halda.
Allar töflurnar eru með sama steinefna- og fjölvítam-
íngrunninn, þannig að allir fá nauðsynleg grunn-
vítamín sem líkaminn þarfnast, en hver og ein teg-
und inniheldur svo alls kyns aukavítamín og bæti-
efni sem henta þörfum markhópsins hverju sinni. Til
dæmis eru til töflur fyrir konur og karla á öllum aldri,
heilann og minnið, íþróttafólk, ófrískar konur, börn,
konur á breytingaskeiði og svo mætti lengi telja.
Vitabiotics-vítamínin eru þau mest seldu á Bret-
landi. Þá hefur fyrirtækið tvisvar sinnum hlotið kon-
unglegu verðlaunin „The Queen’s Awards for En-
terprise“ í Bretlandi. Einstök vítamín frá Vitabiotics
hafa einnig hlotið ýmis verðlaun, til dæmis frá Boots-
keðjunni í Bretlandi.
Vitabiotics-vítamínin fást í flestum apótekum sem
og völdum dagvöruverslunum eins og Krónunni,
Hagkaupum og Fjarðarkaupum.
Hvaða vítamín
hentar þér?
Allt í einni töflu
Maraþonhlaup er mikil þolraun sem krefst aga og undirbúnings en
nauðsynlegt er að byggja líkamann hægt og rólega upp fyrir síaukin
átök. Þótt einstaka dæmi séu um það í sögunni að fólk hafi hlaup-
ið maraþon án þess að æfa sig sérstaklega er það alls ekki til eftir-
breytni.
„Almennt er mælt með því að fólk æfi skipulega í sextán vikur eða
um það bil fjóra mánuði fyrir maraþonhlaup. Þá er yfirleitt miðað
við að fólk sé að hlaupa fjórum til sex sinnum í viku og að eitt hlaup
í viku geti talist langhlaup,“ segir Andy Dixon, ritstjóri hlaupatíma-
ritsins Runner ś World. „Samhliða hlaupaæfingunum þarf að huga að
mataræðinu og auka kolvetnainntöku til að byggja upp
glýkógenbirgðir en þær virka eins og bensín fyrir
hlauparann. Eins þarf að hvíla vel á milli. Þá þarf
að drekka hæfilega af vatni á meðan á hlaup-
unum stendur og jafnvel íþróttagel og -drykki
með glúkósa sem gefa nauðsynlega orku á lengri
hlaupum.“
Ef undirbúningurinn er ekki nægjanlega
góður eða ef undirliggjandi vandamál eru til
staðar geta hlaupin verið varasöm. Því miður
er alltaf eitthvað um að hlauparar fái hjarta-
áfall og geta þá falin vandamál eða jafnvel
ofdrykkja vatns verið orsökin. Eins er al-
gengt að hlauparar þorni upp á leiðinni
og er alltaf eitthvað um að þeir þurfi
að hætta í miðju hlaupi vegna þess.
Margir verða fyrir álagsmeiðslum
og eru hælar, hné, ökklar, kálfar, sköflung-
ar og mjaðmir þeir líkamspartar sem eru í
mestri hættu. Þá kannast margir við að fá
krampa vegna þreytu og ofþornunar. Við
það stífna vöðvarnir og upplifir hlauparinn
þá miklar kvalir. Þá er oft ekki um annað
að ræða en að hætta hlaupunum.
Með góðum undirbúningi er þó
hægt að ná markmiðum sínum og
njóta hlaupanna. Þeir sem stefna
á að hlaupa 42 kílómetra í Reykja-
víkurmaraþoninu 24. ágúst næst-
komandi ættu því að fara að stunda
markvissar æfingar enda tæpar
átján vikur til stefnu.
Heimild: www.bbc.co.uk
Mælt með fjögurra
mánaða undirbúningi
WELLWOMAN SPORT&FITNESS
WellWoman SPORT er alhliða fjölvítamín formúla fyrir aktívar konur á öllum aldri.
Sport&fitness töflurnar innihalda góða samsetningu af mikilvægum næringarefnum
sem hjálpa okkur að vernda okkar hefðbundnu næringu svo hún nýtist sem best í
kringum æfingar. Vítamínið er sérhannað til að hjálpa konum að ná
betri árangri í íþróttum og líkamsrækt jafnt sem daglegu lífi.
Það minnkar þreytueinkenni, spornar við stressi og styður við
ónæmiskerfið. .
WELLMAN SPORT
Wellman – vítamín og orka sérstaklega hannað fyrir karlmenn
Wellman Sport er fyrir karlmenn sem vilja auka árangur sinn og
viðhalda orku í daglegu lífi. Það er kraftmikil blanda af 28
bætiefnum, vísindalega samsettum til að gera karl-
mönnum kleift að fullnýta orku sína. Helsti kostur Well-
man Sport er að næringargildi þess er einkar öflugt.
Það stuðlar að auknum þrótti og eflir ónæmiskerfið.
Wellman Sport er þróað á
grundvelli nýjustu rann-
sókna hóps sérfræð-
inga. Mörg atvinnu-
mannalið í íþróttum
nota Wellman Sport
sem þátt í sinni
þjálfun.