Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 32
KYNNING − AUGLÝSINGHávaðavarnir MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmaður auglýsinga: Sverr- ir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512-5432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.- „Soundear er mælitæki sem mælir hávaða í desibelum og sýnir hvenær hávaðinn er orðinn óæskilega mik- ill eða hreinlega kominn að hættu- mörkum,“ útskýrir Bragi Kort hjá Pfaff. „Tækið er mjög einfalt í notk- un, það er einfaldlega hengt upp á vegg og því stungið í samband við rafmagn. Þá er það stillt á þau há- vaðatakmörk sem eiga við en tækið sýnir með ljósum á hvaða stigi há- vaðinn er. Um það bil fimm desibel- um áður en því hávaðamarki sem tækið er stillt á er náð kviknar gult ljós og þegar mörkum er náð kvikn- ar rautt ljós. Gæti ekki verið ein- faldara,“ segir Bragi en tækið hefur meðal annars reynst vel í skólum og leikskólum. „Krökkunum er kennt að þekkja merkin frá tækinu, við gula ljósið þurfi að draga niður í hávaðanum og að rauða ljósið eigi ekki kvikna, þá sé hávaðinn orðinn of mikill,“ út- skýrir Bragi. Tækið er í raun hugsað á staði eins og leikskóla, skóla og mat- sali vinnustaða en það hefur einn- ig verið notað á skemmtistöðum og börum. Þá eru einnig fáanlegar útgáfur af tækinu sem hægt er að tengja beint við hljóðkerfi þannig að tækið til dæmis slökkvi á hljóðinu þegar hávaðinn nær ákveðnu marki eða stjórni hávaðanum þannig að hann hækki ekki upp fyrir ákveð- inn styrk. „Vinnueftirlitið hefur farið fram á að slíkur mælibúnaður sé settur upp víða þar sem hávaði er mikill. Slík tæki hafa verið á markaðnum um tíma en við erum eina verslunin sem selur Soundear. Frá sama fyrir- tæki má einnig fá hugbúnað sem mælir hávaða yfir ákveðið tímabil, til dæmis í opnu skrifstofurými. Þannig má fá skýrslu í lok dags um það hvernig hávaðinn hefur verið.“ SoundEar framleiðir einnig mælitæki sem mælir koltvísýring í andrúmsloftinu (CO2). Nánari upplýsingar er að finna á www.soundear.com. Rautt ljós í hávaða Verslunin Pfaff selur sérstakt mælitæki sem metur hávaðann í umhverfinu og gefur til kynna hvenær hættumörkum er náð. Tækin hafa reynst vel í leikskólum. Bragi Kort hjá Pfaff með Soundear-mælitækið í leikskólanum Sólbrekku en rautt ljós kviknar á tækinu þegar hávaðinn nær hættu- mörkum. Umboðsmaður barna sendi mennta- og menningarmálaráðherra bréf í desember á síðasta ári þar sem hann lýsti áhyggjum sínum vegna hávaða í leik- og grunnskólum landsins. Í bréfi Umboðsmanns kom meðal annars fram að hávaði í leik- og grunnskólum færi oft yfir 85 desíbel, sem eru viðmiðunarmörk fullorð- inna til að nota heyrnarhlífar við vinnu. Hann bendir á að eyru barna séu viðkvæmari en fullorðinna, auk þess sem húsnæði og aðbúnaði í skólum sé ábótavant hvað hljóðvist snertir. Allt þetta geri það að verk- um að markmiðum laga um hljóðvist í slíkum stofnunum sé ekki hægt að ná. Jafnframt spyr hann ráðherra hvernig börn eigi að stunda nám við slíkar aðstæður. Varðandi eftirlit og ábyrgð yfirvalda segir umboðsmaður að Heil- brigðiseftirlitið hafi lítið sem ekkert frumkvæði að því að framkvæma hávaðamælingar í skólum. Eins er gerð athugasemd við þær mælingar sem framkvæmdar eru, hve lengi þær séu gerðar og í hvaða hæð mæl- ingin fari fram. Svo virðist sem foreldrar séu lítið meðvitaðir um hávaða í náms- umhverfi barna sinna að mati Umboðsmanns og telur hann brýnt að bæta þar úr með bættri upplýsingagjöf. Til dæmis með því að birta niður stöður hávaðamælinga á heimasíðu, hengja upp á vegg og í frétta- bréfum viðkomandi stofnana. Hann bendir einnig á að almenningur geti óskað eftir mælingum hjá heilbrigðiseftirliti viðkomandi svæðis. Að lokum hnykkir Umboðsmaður á því að hávaði geti valdið streitu og haft verulega neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu barna. Þá telur hann brýnt að setja lög og viðmið um hámarksfjölda nemenda sem einn kennari megi bera ábyrgð á, en tilhneigingin hjá skólum eftir efna- hagshrunið hafi verið að fjölga börnum og stækka bekki. Hávaði í leik- og grunn- skólum áhyggjuefni hljóðtækni.is bætt hljóðvist með íslenskri hönnun www.hljóðtækni.is Hljóðdempandi einingar fyrir heimili og stofnanir Hávaði skaðar heyrnina Hlíðasmára 11 - Kópavogi - 534-9600www.heyrn.is Heyrnarskerðing er varanleg Verndaðu heyrnina á meðan þú hefur hana. Tónlistarfólk notar heyrnarsíur sem dempa hávaða án þess að þær breyti blöndun og tón- blæ hljóðsins. Bjóðum fjölbreytt úrval bæði af stöðluðum og sérsmíðuðum heyrnarsíum. HÁVAÐI ER VARASAMUR Heyrn er heyrnarþjónusta sem hefur það að markmiði að allir landsmenn heyri vel. Stuðlað er að því með: ● Vandaðri heyrnarþjónustu þar sem faglegar áherslur skipta mestu máli. Faglærður heyrnar- fræðingur með löggildingu. ● Fjölbreyttu úrvali heyrnar- tækja sem búin eru nýjustu tækni frá ReSound í Danmörku. ● Fræðslu og ráðgjöf um heyrn- arvernd og heyrnarskerðingu. ● Góðu úrvali af heyrnarsíum til að vernda heyrnina. Talið er að um 16 prósent jarðarbúa séu heyrnarskert. Hávaði hefur skemmt heyrnina í þriðjungi þeirra en hjá því hefði mátt komast með forvörnum. Margt bendir til þess að heyrnar- skertum hafi fjölgað hlutfallslega vegna vaxandi hávaða í umhverfi okkar, svo sem frá tónlist, vélum og umferð. Eyrnasuð er oft fylgikvilli heyrnarskerðingar sem hávaði hefur valdið en það er ýlfur eða sónn í eyrum eða höfði. Eyrnasuðið getur horfið, en er oft sleitulaust eða kemur og fer tímabundið alla ævi. Oft geta heyrnartæki hjálpað þeim sem þjást af eyrnasuði. Heyrn í Hlíðasmára 11, Kópavogi hefur verið starfandi frá 2007 og má nálgast allar nánari upp- lýsingar í síma 534-9600 eða á heimasíðunni okkar www.heyrn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.