Fréttablaðið - 24.04.2013, Page 34

Fréttablaðið - 24.04.2013, Page 34
KYNNING − AUGLÝSINGHávaðavarnir MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 20134 Það er þekkt að hávaðaáreiti veldur streitu og nýlega var sýnt fram á að hávaði dregur verulega úr vinnuafköstum,“ segir Halldór K. Júlíusson, hljóðverk- fræðingur hjá Verkís. Hann segir blessun að nú sé oftast krafa um að hafa hljóðverkfræðinga með í ráðum þegar hannaðir eru nýir skólar eða byggingar þar sem víst er að hávaðaáreiti verður mikið. „Það er talað um hávaða þótt hann sé á mjög lágum styrk og stundum mælum við nánast þögnina,“ útskýrir Halldór, sem ásamt fleiri hljóðverkfræðingum Verkís veitir þjónustu á víðtæku sviði; allt frá húsfélögum til stórra iðnaðarsala; fyrir skip, skóla, tón- leikasali, umferðarhávaða og allt þar á milli. „Ef það tengist hljóði skoð- um við málið og verkefnin eru fjölbreytileg. Á hljóðaskalanum greinum við hávaða og finnum úr- lausnir vegna áreitis í íbúðarhús- um en það getur verið frá lyftu- húsum, útsogi loftræstinga eða vatnsniðs í lögnum,“ segir Halldór. Verkís kemur einnig að hönnun og úrbótum í opnum skrifstofu- rýmum. „Þar metum við og grein- um ástand sem fyrir er og speglum við viðmiðunargildi fyrir þannig rekstur ásamt því að koma með til- lögur að því sem má betur fara svo sköpuð sé góð hljóðvist og meiri vellíðan á vinnustaðnum.“ Halldór telur upp nokkra af trufl- andi hávaðagjöfum í skrifstofurým- um. „Þeir geta verið frá tækjum sem tengjast húsinu, eins og loftræstingu eða kælibúnaði, eða þá tækjum sem tengjast rekstri eins og suði í prent- ara, glamri á lyklaborði og pípi í sím- tækjum, en einnig frá samstarfsfólki þegar talað er í síma.“ Halldór segir fara eftir viðfangs- efni vinnustaða hversu mikil trufl- unin reynist. „Ekki er óalgengt að atvinnurekendur hummi þenn- an vanda fram af sér. Þeir átta sig ekki alltaf á að góð hljóðvist skilar sér í betri afköstum og meiri vellíð- an starfsfólks, alveg eins og rétt lýs- ing og loftræsting. Þar er að mörgu að huga, eins og hvernig loftefni eru í vinnurýminu, hvort hljóðdeyfing sé á veggjum, hvernig skilrúm eru uppbyggð, hvernig borðin snúa, skápar, hillur og annar húsbúnað- ur því allt hefur það áhrif á hljóð- vistina.“ Hljóðverkfræðingar Verkís koma einnig að hávaðamælingum hjá framleiðslufyrirtækjum. „Dæmi um þess háttar verkefni eru iðnaðarsalir þar sem hávaði er við hættumörk og tryggja þarf að hann sé ekki skaðlegur heilsu. Þá gerum við mælingar á hljóðgjöfum, kortleggjum stóra framleiðslusali með reiknilíkani og viðskiptavin- urinn fær litakort sem sýnir hættu- svæði þar sem skylda er að nota há- vaðavarnir og heyrnarhlífar.“ Samkvæmt hávaðareglugerð eru atvinnurekendur skuldbundnir til að draga úr hávaða fari hann yfir 85 desibel. „80-85 desibel samsvara hrópi úr eins metra fjarlægð og sam- ræður tveggja mælast á bilinu 60-65 desibel. Mælieining á hljóðstyrk er lógaryþmísk eins og á Richter-skala og skynjar eyrað því hver tíu auka- desibel sem tvöfalt meira áreiti,“ út- skýrir Halldór. Hann segir góðar hávaðavarn- ir haldast í hendur við góða heilsu. „Eitt er að tryggja að enginn hljóti heyrnarskaða af hávaða en hitt eru dulin áhrif og streituvaldar. Flest- ir kannast við léttinn þegar slökkt er á hljóðlátu tæki sem þó malar of hátt og þannig leynast ótal duldir streituvaldar í umhverfi okkar sem við veitum ekki alltaf eftirtekt.“ Hljóðverkfræðingar Verkís eru einnig fengnir til að greina hávaða þegar óljóst áreiti veldur truflun. „Þá kemur oftar en ekki fyrir að há- vaðagjafinn sem kemur fram á mæl- ingu er annar en haldið var. Því er mikilvægt að fá fagaðila til mælinga og greiningar því þannig má fyrir- byggja kostnaðarsamar aðgerðir sem engu skila.“ Verkís er í Ármúla 4. Sjá verkis.is. Dulinn hávaði veldur heilsubresti Á verkfræðistofunni Verkís starfa hljóðverkfræðingar sem veita ráðgjöf um lækkun hávaða af öllum toga, hvort sem það er angrandi áreiti í lögnum fjölbýlishúsa, kliður og malandi í skrifstofurýmum, umferðarhávaði eða heilsuspillandi hávaði í iðnaðarsölum. Verkís sér einnig um ýmiss konar hljómvistarhönnun, eins og í skóla og tónleikarými. Halldór K. Júlíusson, hljóðverkfræðingur hjá Verkís, með hátalarakúlu, hljóðmæli fyrir mælingar og upptökur á hávaða og titringi og startbyssu fyrir mælingar á hljóðvist og enduróm rýma. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.