Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 36
KYNNING − AUGLÝSINGHlaupaskór & fatnaður MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 20136 HLAUPIÐ Á KÍNAMÚRNUM Fyrsta maraþonhlaupið á hinum sögufræga Kínamúr fór fram árið 1999 og hefur verið haldið árlega síðan, fyrir utan árið 2003 þegar HABL-faraldurinn gekk yfir. Fyrsta árið tóku tæplega 300 manns þátt en í fyrra, árið 2012, hlupu tvö þúsund manns á Kína- múrnum frá fimmtíu þjóðlöndum. Hægt er að velja um þrjár mismunandi lengdir, maraþon, hálfmaraþon og 7,5 km skemmtiskokk. Næsta hlaup verður 18. maí næstkomandi en löngu er uppselt í það hlaup. Þeir sem hafa hug á að taka þátt geta punktað niður dagsetninguna 17. maí 2014. Allar nánari upplýsingar um Kínamúrs- maraþonið er að finna á www.great-wall- marathon.com. INNAN UM RÁNDÝR SUÐURAFRÍKU The Big Five Marathon kallast maraþon- hlaup sem haldið er í Suður-Afríku, nánar tiltekið í friðlandi veiðidýra. Þar geta hlaup- arar búist við að sjá fíla, buffalóa, nashyrn- inga, ljón og hlébarða, þó vonandi í hæfi- legri fjarlægð. Engar girðingar aðskilja hlauparana frá afrísku dýralífi og ósnertri náttúru. Leiðin þykir nokkuð erfið yfirferð- ar en hlauparar eru líklegir til að gleyma raunum sínum um stund í ævintýralegu umhverfi. Næsta hlaup verður haldið 22. júní næst- komandi en nánari upplýsingar má finna á www.big-five-marathon.com. HLAUPIÐ UM FORN MUSTERI Bagan er forn borg í Mandaley-héraði í Búrma. Frá elleftu til þrettándu aldar risu yfir tíu þúsund búddamusteri, pagóður og klaustur á sléttum Bagan. Í dag standa yfir 2.200 musteri og pagóður enn og eru mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Í Bagan temple-maraþoninu, sem hald- ið verður í fyrsta sinn 2. nóvember næst- komandi, verður hlaupið um svæðið, milli fornra mustera í ótrúlegu landslagi. Raun- ar er uppselt í hlaupið í ár en vonir standa til að það verði árlegt. Nánari upplýsingar á w w w.bagan- temple-marathon.com. Í ÍS OG SNJÓ Grænland er ægifagurt og því ekki amalegt að fá tækifæri til að spretta úr spori í ósnort- inni náttúru þess. Þann 19. október fer fram árlegt maraþon frá bænum Kangerlussuaq við Syðri-Straumfjörð á vesturströnd Græn- lands. Hluti hlaupsins fer fram á ísilögðum jökli en aðrir hlutar verða á malarvegi sem þó getur verið þakinn snjó á þessum tíma. Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna á www.polar-circle-marathon.com. Maraþon á sléttu, í snjó og musterum Maraþonhlaup er áskorun eitt og sér. Sumir láta sér þó ekki nægja að ná því takmarki heldur sækjast í enn meiri ævintýri. Maraþonhlaup eru haldin víða um heim og eru sum óvenjulegri en önnur. Nokkur slík eru nefnd hér að neðan. Snjallsímar eru orðnir æði algengir og hlauparar nýta þá í æ meiri mæli til að hjálpa sér við þjálfunina. Hér má sjá nokkur vinsæl „öpp“ eða smá- forrit í snjallsíma. 1 RUNKEEPER Android/iOS (frítt) Kom fyrst til árið 2011 og hefur verið fínpússað síðan. Kortleggur hlaupaleiðir, rekur hlaupasöguna, hraða og vegalengdir og ber saman við fyrri hlaup og árangur. www.runkeeper.com 2 ENDOMONDO Android/iOS/Windows Phone (frítt og hægt að kaupa) Með Endomondo er hægt að safna aragrúa upplýsinga um hlaupaleiðir, hraða, vegalengdir og slíkt. Einnig er hægt að merkja myndir og deila statusum og árangri með vinum á Facebook og víðar. www.endomondo.com 3 NIKE+ RUNNING Android/iOS (frítt) Nike var með þeim fyrstu til að útbúa hlaupaforrit sem nýst gæti fjöldanum. Þeir byrjuðu á því að setja skynjara í hlaupaskó sem gætu mælt vegalengdir en með tilkomu snjallsímanna varð til Nike+ appið. www.nikeplus.nike.com 4 MAPMYRUN Android/iOS (frítt) Með appinu má meðal annars hlaða niður hlaupaleiðum sem aðrir hlauparar hafa hlaðið upp á vefsíðu MapMyRun. www.mapmyrun.com 5 STRAVA Android/iOS (frítt) Auk snjallsíma er hægt að nota Strava með ýmsum GPS-tækjum. www.strava.com 6 ISMOOTHRUN Aðeins fyrir iOS (frítt og hægt að kaupa) Hægt er að nota appið bæði fyrir hlaup og einnig aðrar íþróttir. www.ismoothrun.com 7 COUCHTO5K Android/iOS (frítt) Ætlað byrjendum í hlaupagreininni. Býður upp á ýmsar frumlegar þjálfunarleiðir. www.active.com/mobile/c25k 8 ZOMBIES, RUN! Android/iOS (kostar 3,99 dollara) Til að fá hlaupara til að hlaupa hraðar fá þeir óhljóð úr uppvakning- um í eyrun líkt og þeir séu á hælum hlauparanna. http://www.zombiesrungame.com/ 9 LOSE IT! Android/iOS (frítt) Fylgist með hitaeiningatapi, þyngd og almennri heilsu notandans. www.loseit.com 10 LOOKOUT Android/iOS (frítt og hægt að kaupa) Forrit sem hjálpar fólki að finna símann sinn ef hann týnist. www.lookout.com Vinsæl smáforrit hlaupara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.