Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 42

Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 42
24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 26 Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu, hlýhug og styrk vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LOVÍSU GUÐRÚNAR JÓHANNSDÓTTUR Heiðarvegi 21a, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir hlýhug og góða umönnun. Ingólfur Arnarson Linda Arnardóttir Sveinn Sveinsson Pétur Jónsson Rósa Johansen Signý Arnardóttir Sigurður Heimisson Elín Arnardóttir Bjarni Gunnólfsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓSK GUÐJÓNSDÓTTIR Nykhól, Mýrdalshreppi, síðast til heimilis á Dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík, andaðist miðvikudaginn 17. apríl sl. Útförin fer fram frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal laugardaginn 27. apríl klukkan 13.00. Hörður Þorsteinsson Guðjón Harðarson Jóhanna Jónsdóttir Jóhanna Þórunn Harðardóttir Guðmundur Oddgeirsson Guðbjörg Klara Harðardóttir Hlynur Björnsson Sigurlaug Linda Harðardóttir Gunnar Vignir Sveinsson Steina Guðrún Harðardóttir Jóhannes Gissurarson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÁSTVALDUR KRISTINSSON Greniteigi 26, Keflavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík mánudaginn 1. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Víðihlíð í Grindavík. Kristinn Ástvaldsson Ólöf Jónsdóttir Elísabet Ástvaldsdóttir Bragi Eyjólfsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA AÐALHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR frá Melbæ, Eskifirði, Víðilundi 15, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar þann 13. apríl. Útförin fer fram frá Glerárkirkju í dag, miðvikudaginn 24. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Ástu er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Sérstakar þakkir fyrir yndislega umönnun til starfsfólks lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akureyrar og Heimahlynningar. Þór Árnason Jóna Dóra Þórsdóttir Arnoddur Guðmannsson Örn Þórsson Mattý Einarsdóttir Alfreð Þórsson Aðalheiður Þórhallsdóttir Helgi Þór Þórsson Jóna María Júlíusdóttir Anna Katrín Þórsdóttir Halldór Baldursson Sveinar Þórsson Helga Stefanía Þórsdóttir ömmu- og langömmubörn. Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNA KRAGH Álftamýri 26, Reykjavík, lést sunnudaginn 14. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sólborg Ósk Kragh Kristján Ágúst Gunnarsson Íris Helga Valgeirsdóttir Auðunn Trampe Valgeir Ólafur Kragh Erla Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÞORBERGUR HANNESSON málmsmíðameistari, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, lést laugardaginn 20. apríl á Elliheimilinu Grund. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Sigurðardóttir Sigurður Gunnarsson Ólöf G. Ásbjörnsdóttir Helga Árnadóttir Óli Ragnar Gunnarsson Ragnheiður Júlíusdóttir Heimir Gunnarsson Ragnhildur Birgisdóttir barnabörn og langafabörn. Elskuleg móðir mín, HULDA SIGRÚN SNÆBJÖRNSDÓTTIR Hringbraut 50, áður til heimilis að Holtsgötu 6, lést sunnudaginn 14. apríl. Sálumessan fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, föstudaginn 26. apríl, klukkan 15.00. Ragnheiður Jóhanna Eyjólfsdóttir Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI HALLDÓRSSON í Króki, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 16. apríl, verður jarðsunginn frá Villingaholtskirkju laugardaginn 27. apríl kl. 15.30. Lilja María Gísladóttir Páll Óskarsson Ingvar Hreinn Gíslason Lynn Ann Gíslason og barnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR frá Stóru-Hildisey, til heimilis að Engjavegi 14, Selfossi, lést þriðjudaginn 16. apríl. Útförin fer fram þann 27. apríl kl. 13.30 frá Selfosskirkju. Guðjón Jónsson Auðbjörg Guðröðardóttir Jón Pétur Róbertsson Baldur Már Róbertsson Jill Renea Róbertsson Guðmundur Þór Róbertsson Þórdís Grímheiður Magnúsdóttir Halldór Ingi Róbertsson Rúnar Valur Róbertsson Ragnheiður Arnardóttir Róbert Benedikt Róbertsson Diljá Mist Einarsdóttir og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA JÓNSDÓTTIR lést á Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri hinn 21. apríl. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 30. apríl kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Hlíð. Sólveig Erlendsdóttir Magnús Ingólfsson Guðrún Erlendsdóttir Hilmir Jóhannsson Lovísa Erlendsdóttir Árni Magnússon Snæbjörn Erlendsson Sólveig Rögnvaldsdóttir Hörður Erlendsson Hafdís Stefánsdóttir ömmu- og langömmubörn. Meistaranemar í ritlist og hagnýtri rit- stjórn og útgáfu við HÍ standa fyrir bókmenntaglensi í Stúdentakjallar- anum í kvöld. Þar ætla þeir að kynna bókina Hvísl sem þeir hafa verið með í smíðum frá áramótum og kemur út 15. maí. „Nú erum við að sleppa próförk- inni í prentun og til að fá ekki fráhvörf ákváðum við að halda bókmenntahá- tíð og lesa aðeins upp,“ segir Halla Margrét Jóhannesdóttir, leikari og einn ritlistar nemanna, glaðlega. Hún tekur fram að stjarna kvöldsins verði Guð- mundur Andri sem hafi verið svo elsku- legur að útbúa spurningar í barsvar fyrir kvöldið. „Mér skilst að farið verði um víðan völl svo það verði ekki bara fornbókagúrúar sem koma með réttu svörin heldur geti það eins orðið þeir sem þekkja til Andrésar Andar,“ segir hún og bætir við að Stúdentakjallarinn sé kósý staður fyrir budduna, því kaffi og bjór sé á hagstæðu verði. Halla Margrét kveðst eiga eina sögu í bókinni Hvísl. „Sumir eru með smásögur, aðrir nokkrar örsögur, ein- hverjir með brot úr lengri verkum og svo eru ljóð innan um,“ lýsir hún. „Það er misjafnt hvort menn eiga þarna lang- hlaup eða nokkrar styttri vegalengdir.“ Útgáfa bókarinnar er hluti af kúrs sem heitir Á þrykk að sögn Höllu Margrétar. „Hann er hugsaður þannig að ritlistar- nemar vinni verk til útgáfu sem rit- stjórnarnemar ritstýri. Það er ekki inni í námskeiðslýsingunni að verkið eigi að koma út á bók en okkur fannst að þegar búið væri að búa það til prentunar væri skrítið að prenta það ekki svo við gerð- umst bara útgefendur og bæði bloggið okkar og þessi bókmenntahátíð er á vegum útgáfunnar,“ segir hún. Fyrstu meistaranemar í ritlist á Íslandi útskrifast nú í vor. Fleiri bæt- ast í hópinn í haust, þeirra á meðal Halla Margrét. „Það er frábær hópur í þessu námi og innan hans hefur skap- ast gjöfult samstarf. Við erum alltaf hvert að skoða texta annars og rýna í þá, þannig að við höfum eignast bóka- vini hvert í öðru.“ gun@frettabladid.is Barsvar og upplestur Bókmenntahátíð verður í Stúdentakjallaranum í kvöld klukkan 20. Nemar í ritlist við Háskóla Íslands lesa upp og Guðmundur Andri rithöfundur stýrir barsvari. HALLA MARGRÉT „Nú erum við að sleppa próförkinni í prentun og til að fá ekki fráhvörf ákváðum við að halda bókmenntahátíð,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1898 Spænsk-bandaríska stríðið hefst þegar Spánn lýsir yfir stríði gegn Banda- ríkjunum. 1914 Síðasti líflátsdómur er kveðinn upp á Íslandi. Dómnum er síðar breytt í ævi- langt fangelsi. 1916 Páskauppreisnin hefst á Írlandi. 1953 Elísabet II Bretadrottning slær Win- ston Churchill til riddara. 1970 Fjöldi háskólastúdenta sest að á göngum og í skrifstofum menntamála- ráðuneytisins til þess að leggja áherslu á kröfur námsmanna erlendis. 1980 Bandaríkjamenn reyna að frelsa 52 bandaríska gísla sem eru í haldi í Teher- an, höfuðborg Írans. Leiðangurinn mis- tekst og engum gísl er bjargað en átta bandarískir hermenn láta lífið. 1982 Jón Páll Sigmarsson setur tvö Evr- ópumet í lyftingum, lyftir 362,5 kg í rétt- stöðu og 940 kg samtals. MERKISATBURÐIR 24. APRÍL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.