Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 51
MIÐVIKUDAGUR 24. apríl 2013 | MENNING | 35
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2013
Listasmiðja
09.00 Ferðaflækja á flakki er leiðsögn
og listasmiðja í Mjódd í Breiðholti þar
sem leikskólabörnum verður boðið að
fræðast og skapa.
Sýningar
11.00 Flökkusýningin Kjarval og Gull-
mávurinn/Ferðalag listmálara verður
sett upp í Árbæjarsafni.
15.00 Leikskólabörn á Sæborg opna
sýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöð-
um. Yfirskrift sýningarinnar er Maður
málar bara eins og manni sýnist.
15.30 Sýning opnar í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Í apríl
hefur verið starfrækt ljósmyndasmiðja
í þremur frístundaheimilum í Reykjavík
og þátttakendur á aldrinum 9 til 11
ára bjuggu til nálargatsmyndavélar (e.
pinhole) úr gosdósum, límbandi og
álpappír. Þau tóku svo myndir af nán-
asta umhverfi sínu með myndavélunum
og eru myndirnar nú til sýnis. Aðgangur
er ókeypis.
20.00 Sýningin Úr djúpunum verður
opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafs-
sonar. Á sýningunni eru skúlptúrar
eftir Sigurjón Ólafsson og málverk
eftir Guðmundu Andrésdóttur, Kristján
Davíðsson, Nínu Tryggvadóttur, Svavar
Guðnason og Þorvald Skúlason.
Söngskemmtun
21.00 Söngfjelagið stendur fyrir söng-
skemmtun og dansleik í Iðnó við
Reykjavíkurtjörn. Þar verður vetur
kvaddur með stæl og tekið fagnandi á
móti sumri. Miðaverð er kr. 1.500.
Kvikmyndir
15.00 Kvikmyndahátíð heldur áfram
á Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15,
þar sem sýndar verða stuttar sjón-
varpsmyndir byggðar á hinum klass-
ísku Grimms-ævintýrum. Fyrsta mynd
dagsins er Mjallhvít (Schneewittchen),
klukkan 16 verður sýnd myndin um
Þyrnirós (Dornröschen)og klukkan 17 er
það myndin Veðurnornin (Frau Holle).
Uppákomur
12.00 Hjólaratleikur fjölskyldunnar við
styttur bæjarins verður haldinn í tilefni
Barnamenningarhátíðar. Leikurinn hefst
við Hörpu og lýkur í höggmyndagarði
Ásmundar Sveinssonar við Sigtún. Þátt-
tökuspjöld fást í afgreiðslu Hörpu.
20.00 Meistaranemar í ritlist og
hagnýtri ritstjórn standa fyrir Bók-
menntahátíð stúdenta í Stúdentakjallar-
anum. Nemendur í ritlist lesa úr verkum
sínum og Guðmundur Andri Thorsson
rithöfundur og ritstjóri stýrir barsvari
(pubquiz) með spurningar úr heimi bók-
menntanna í fyrirrúmi.
Bókmenntir
20.00 Jón Björnsson hefur umsjón með
bókakaffi í Borgarbókasafni Reykjavíkur,
Gerðubergssafni. Gluggað verður í sam-
ískar bókmenntir og bækur um Sama.
Málþing
08.45 Haldin verður ráðstefna um
menningarlega minnihlutahópa í
barna- og unglingabókum í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafns Íslands. Öllum er vel-
komið að sitja fyrirlestra ráðstefnunnar
endurgjaldslaust. Nánari upplýsingar á
heimasíðunni conference.hi.is/campus-
culturae
Dans
14.00 Síðdegisdans verður hjá Félagi
eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4.
Stjórnendur eru Matthildur og Jón Freyr.
Tónlist
20.00 Samkór Reykjavíkur verður með
tónleika í Norðlingaskóla. Fjölbreytt
efnisskrá og boðið upp á hressingu í
hléi. Aðgangseyrir er kr. 2.000 en frítt
fyrir 16 ára og yngri í fylgd með full-
orðnum.
21.00 Robert the Rommate spilar á
Café Rosenberg.
22.00 Oddur Ingi, Mystery Boy & the
Mystery Boyband og The Big Band
Theory spila á efri hæð Faktorý. Aðgang-
ur er ókeypis.
22.00 Plötusnúðateymið Dusky stígur
á svið á Volta, Tryggvagötu 22. Dusky
til halds og trausts verður landslið
íslenskra plötusnúða, þeir Óli Ofur,
BenSol og CasaNova. Miðaverð er kr.
1.500 fyrir miðnætti en kr. 2.000 eftir
miðnætti.
23.00 Hljómsveitin Úlfarnir leikur á
Sumardansleik Ob-La-Dí-Ob-La-Da,
Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1000.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
ÁRBÆJARSAFN
Flökkusýningin
Kjarval og Gull-
mávurinn/Ferða-
lag listmálara
verður sett upp
á Árbæjarsafni.