Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 56

Fréttablaðið - 24.04.2013, Side 56
24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 40 Keflavík hefur leikið í efstu deild frá árinu 2004 en nú telur Fréttablaðið líkur á því að liðið leiki í næstefstu deild að ári. Liðið hefur misst markahæsta leikmann félagsins frá upphafi, Guðmund Steinarsson, og ólíklegt að ser- bneskur staðgengill hans fylli í skarðið. Miðjan er skipuð efnilegum strákum sem munu þó sakna hörkutólsins Einars Orra Einarssonar sem glímir við meiðsli. Liðið mætir FH og KR í fyrstu leikjum sínum og hætt við því að slæm byrjun geti sett liðið út af laginu. Kefl avík hafnar í 11. sætiSPÁ FRÉTTA- BLAÐSINS 2013 ➜ STJARNAN Jóhann Birnir Guðmundsson ➜ ÞJÁLFARINN ➜ NÝJU ANDLITIN ➜ HVAÐ ER LANGT SÍÐAN... …liðið varð meistari– 40 ár …liðið var inn á topp 3– 5 ár …liðið varð bikar- meistari– 7 ár … liðið féll úr efstu deild– 11 ár … liðið skoraði flest mörk í deildinni– 5 ár … liðið skoraði minna en 20 mörk á einu tímabili– 15 ár. Zoran Daníel Ljubicic er 46 ára gamall og lék á sínum tíma 169 leiki í efstu deild. Á að baki eitt tímabil sem þjálfari í efstu deild (22 leikir, 8 sigrar, 43 prósent). Halldór Kristinn Halldórsson (Valur) Magnús Þórir Matthíasson (Fylkir) Ray Anthony Jónsson (Grindavík) Faed Gazibegovic (Slóveníu) Marjan Jugovic (Barein) Fylgstu með þessum: Sigurbergur Elísson– öflugur miðjumað- ur sem var loksins meiðslafrír í fyrra. Mikil ábyrgð hvílir á herðum Jóhanns sem verður 36 ára á árinu. Atvinnumaðurinn fyrrverandi þarf að eiga topptímabil og vera stoð og stytta ungu leikmannanna ef ekki á illa að fara í Keflavík.hefst eftir 11 daga ➜ EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★★★ íSLANDSMEISTARI: 4 SINNUM (SÍÐAST 1973) BIKARMEISTARI: 4 (2006) Fáðu þér áskrift 512 5100 stod2.is MEISTARAR MÆTAST Þýsku meistararnir fá þá spænsku í heimsókn í undanúrslitum Meistara- deildarinnar. Baráttuleikur í leiftrandi háskerpu. DORTMUND REAL MADRID Í KVÖLD KL. 18:30 F ÍT O N / S ÍA F I0 14 8 8 1 ÞORSTEINN J. OG GESTIR KL. 18:00 HANDBOLTI Stjarnan vann frækinn sigur á Íslands-, deildar- og bikar- meisturum Vals í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar kvenna í fyrrakvöld. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að fyrir tæpum tveimur árum síðan var tekin ákvörðun um að draga kvennalið Stjörnunnar úr keppni í N1-deild kvenna. Stuttu síðar var hætt við þá ráðagerð og skipt um hluta af stjórn handknattleiksdeildarinn- ar. Ragnheiður Traustadóttir tók við formannsstarfinu en undir hennar stjórn hafa bæði karla- og kvennalið félagsins náð frábærum árangri. „Það er svo flókin saga sem býr þarna að baki að ég veit ekki hvort ég geti útskýrt í stuttu máli af hverju það var ákveðið að draga liðið úr keppni á þessum tíma,“ sagði Ragnheiður í samtali við Fréttablaðið í gær. „Sennilega var það bara fyrst og fremst röng ákvörðun sem var tekin. Engu að síður stóðum við þá frammi fyrir því að hafa misst markvörðinn okkar [Florentinu Stanciu, sem fór til ÍBV] tveimur vikum fyrir tíma- bil. Það var stóra málið og þá var allt í einu farið að velta því fyrir sér hvort við gætum verið með samkeppnishæft lið.“ Liðið tók þó þátt í N1-deild kvenna af fullum krafti í fyrra og komst þá í úrslitakeppnina eftir að hafa lent í fjórða sæti deildarinn- ar, rétt eins og nú. Þá steinlá liðið hins vegar fyrir verðandi meistur- um Vals með samtals 36 mörkum í þremur leikjuum. Nú gerðu Stjörnustúlkur sér lítið fyrir og unnu Val í oddaleik í Vodafone-höllinni, þar sem þær rauðklæddu hafa vart tapað leik undanfarin ár. Ragnheiður segir að ákvörðun- in á sínum tíma hafi verið ákveð- ið skipsbrot fyrir handboltann í Garðabæ. En eftir skjót viðbrögð hafi starfið gengið mjög vel. „Það hefur verið mikil aukning í iðkendafjölda, um 20-30 prósent, og þá sérstaklega í kvennaflokk- unum sem ég hef haft sérstakan áhuga á. Mér finnst kvennabolt- inn hafa staðið víða í stað en und- anfarið hefur verið breyting á því. Við vorum til dæmis með 40 pró- senta aukningu í 5. flokki kvenna en það eru ótrúlegar tölur,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að margt hafi komið til og stuðlað að þessum góða árangri. Til dæmis hafi liðið styrkt sig með öflugum leikmönn- um og sé að toppa á réttum tíma. Þá hafi ráðning Skúla Gunnsteinsson- ar í starf þjálfara verið happaskref en Skúli, sem er gamall og gegn Garðbæingur, sneri aftur í þjálfun í fyrsta sinn í tólf ár, eftir að hann hætti með Aftureldingu árið 2000. „Skúli flutti aftur heim til Íslands í fyrra eftir að hafa búið í Svíþjóð um árabil og okkur fannst spennandi að prófa hann. Hann var auðvitað farsæll þjálfari og leikmaður á sínum tíma. Svo erum við með sterkan aðstoðarþjálfara í Ingu Fríðu Tryggvadóttur auk þess sem Roland Eradze hefur verið markvarðaþjálfari í fimm ár. Við höfum verið með gott fólk í kringum okkur sem hefur skipt höfuðmáli,“ segir Ragnheiður. Stjarnan mætir nú Fram í loka- úrslitum N1-deildar kvenna en rimman hefst í Safamýrinni á morgun kl. 15. eirikur@frettabladid.is Var röng ákvörðun Í ágúst árið 2011 gaf handknattleiksdeild Stjörnunnar út tilkynningu um að draga kvennalið sitt úr N1-deild kvenna. Nú, innan við tveimur árum síðar, er liðið komið í lokaúrslit um Íslandsmeistaratitilinn eft ir fj ögurra ára fj arveru. FAGNAÐ Hanna G. Stefánsdóttir er lykilmaður í liði Stjörnunnar. Í bakgrunni er þjálfarinn Skúli Gunnsteinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPORT KÖRFUBOLTI Í kvöld fer fram annar leikur KR og deildarmeistara Keflavíkur um Íslandsmeistara- titilinn í körfubolta kvenna. Kefla- vík er með 1-0 forystu eftir sigur á heimavelli um helgina en leikurinn fer fram í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. „Við dvöldum ekki lengi við þetta tap,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. „Þetta var bara fyrsti leikurinn. Við ætlum að vinna okkar leiki á heimavelli og taka svo einn í Keflavík.“ Eftir leik á laugardaginn kvart- aði Finnur Freyr undan Keflvík- ingum og sakaði þá um að hafa spilað of hart á Shannon McCall- um, helstu stjörnu KR-liðsins. „Hún var hökkuð í spað og henni var ýtt og haldið frá bolt- anum allan leikinn. Það var samt ekki ein einasta villa dæmd á það,“ sagði Finnur við Vísi eftir leik. Hann sagði svo í gær að þetta hefði ekki verið neitt nýtt. „Þetta hafa liðin gert síðustu mánuði eða tvo. Þau hafa komist upp með að spila fullfast á hana miðað við aðra leikmenn í deild- inni,“ sagði Finnur. Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari Keflavíkur, gaf lítið fyrir þess- ar ásakanir. „Það er bara hlægi- legt,“ sagði Sigurður sem var vitanlega ánægður með sigurinn, þó svo að það sé ávallt hægt að gera betur. „Við getum spilað betur, sérstak- lega miðað við sóknarleik okkar í fyrri hálfleik. Fráköst og tapað- ir boltar hafa líka verið að stríða okkur og við getum bætt okkur þar líka.“ Finnur segir vandamál KR-inga vera fyrst og fremst í hugarfarinu. „Við þurfum að halda haus betur en við gerðum síðast. Þá vorum við í séns í 28 mínútur en misst- um þá hausinn og komumst ekki til baka. Keflavík er með gríðarlega vel mannað lið en ég hef fulla trú á sigri,“ sagði Finnur. - esá Kvartanir KR-inga hlægilegar KR og Kefl avík eigast við í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. LYKILMAÐUR Shannon McCallum í leik með KR. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.