Fréttablaðið - 24.04.2013, Síða 62

Fréttablaðið - 24.04.2013, Síða 62
24. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 46 Breski ljósmyndarinn Tom Mills og fjölskylda hans eru miklir Íslandsvinir og hafa heimsótt landið reglulega frá 2004. Tveir synir Mills- hjóna bera jafnframt rammíslensk nöfn. „Ég heimsótti Ísland fyrst í janúar árið 2004. Þá var allt á kafi í snjó og þrátt fyrir að hafa leigt jeppa komumst við ekki á alla þá staði sem við vildum heimsækja. Ég var ákveð- inn í að koma aftur og skoða landið betur og sú tilfinning hefur enn ekki liðið mér úr brjósti þrátt fyrir fjölda heimsókna,“ segir Tom Mills um fyrstu heimsókn sína til landsins. Hann segir íslenskt landslag síbreytilegt og á erfitt með að gera upp við sig hvaða árstími sé best- ur fyrir Íslandsheimsókn. „Á veturna er hægt að sjá norðurljósin og á sumrin gefst manni kostur á að ferðast um hálendið sem á sér enga hliðstæðu í heiminum. Íslendingar eru jafn heillandi og náttúran; vinalegir og glaðværir. Mér var sagt að vinátta við Íslending myndi endast út ævina og það hefur reynst satt.“ Synir Mills-hjónanna bera báðir íslensk goðanöfn og heita Loki Gunnar og Óðinn Gunnar. Tom viðurkennir að hjónin hafi hug á að flytja til Íslands í framtíðinni og að það hafi haft áhrif á nafnavalið. „Það er draum- ur að flytja til Íslands í framtíðinni og okkur þótti skemmtilegt að strákarnir hétu íslensk- um nöfnum í stað nafna á borð við Steve eða Dave,“ segir hann að lokum. - sm Íslendingar eru vinalegir og glaðværir Breski ljósmyndarinn Tom Mills og fj ölskylda hans eru miklir Íslandsvinir. Synir hans bera íslensk nöfn. ÍSLANDSVINIR Tom og Natasha Mills ásamt börnum sínum. MYND/TOM MILLS „Ef þú vilt láta halda fyrir þér vöku, þá mæli ég með Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardótt- ur,“ segir Christopher Fowler, gagnrýn- andi breska viðskiptablaðsins Financial Times. Fowler fjallar um Ég man þig í umsögn um Nordic Noir, yfirlitsriti yfir norrænar glæpasögur eftir Barry Forshaw. Bók Forshaw kom nýverið út í Bret- landi þar sem hann fer yfir þennan geira bókmenntanna. Gagnrýn- andinn segir að margir þeirra sem þekkja ekki til norrænna glæpasagna byrji á bókum Maj Sjövall og Per Wahlöö um Martin Beck og flytji sig síðan yfir í Stieg Lars- son. Hann segir For- shaw fjalla um þríleik Larssons en líka um keppinauta hans og arftaka og hið myrka afl sem býr í norrænum sögum. Þess má geta að Forshaw birti á sínum tíma ítarlegan dóm um Ég man þig í blaðinu The Independent. Þar sagði hann að Yrsa væri „jafnoki höfunda á borð við Stephen King þegar kemur að því að skapa óhugnað og ótta“. - fb Financial Times hrífst af Yrsu Mælir með draugasögunni Ég man þig ef fólk vill láta halda fyrir sér vöku. YRSA SIGURÐARDÓTTIR Gagnrýnandi Financial Times skrifar um Ég man þig. ➜ Yrsa er á ferð um Þýskaland að kynna Brakið. Hún kom fram í Hamborg í gær- kvöldi og verður í München í kvöld. „Ég ætlaði aldrei að verða leik- ari og stóð fastur á þeirri ákvörð- un minni þangað til fyrir tveimur árum,“ segir hinn tvítugi Róbert Óliver Gíslason, sem hefur fengið inngöngu í hinn virta leiklistar- skóla Stella Adler, Academy of Act- ing and Theater, í Los Angeles. Róbert heldur út í ágúst en námið er þriggja ára BA-nám. Hann ætl- aði aldrei að leiðast út á leiklistar- brautina þrátt fyrir að vera kom- inn af mikilli leiklistarfjölskyldu. Foreldrar hans eru leiklistarfólk- ið Edda Björgvinsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson og bróðir hans er leikarinn Björgvin Frans Gíslason. „Ég hef verið spurður svona átta billjón sinnum yfir ævina hvort ég ætli ekki að feta í fótspor fjöl- skyldunnar en alltaf neitað. Svo fyrir svona tveimur árum skráði ég mig á leiklistarnámskeið og þá varð ekki aftur snúið. Held að ég geti ekki flúið þetta lengur,“ segir Róbert, sem vinnur sem vaktstjóri á Tokyo Sushi í Glæsibæ. „Foreldr- ar mínir eru voða spenntir fyrir mína hönd þó að þetta hafi komið þeim svolítið á óvart.“ Í skólanum fetar Róbert í fót- spor heimþekktra leikara á borð við Marlon Brando, Robert De Niro og Sölmu Hayek. Ekki er hefð- bundið inntökuferli inn í skólann en Róbert segir fyrsta árið vera í raun eitt stórt inntökupróf. „Maður þarf að vera á tánum allan tímann því að skólinn getur rekið mann eftir fyrsta árið. Ég hef farið í eitt viðtal í gegnum Skype en þar var í raun bara verið að athuga með tungu- málið,“ segir Róbert sem er með bandaríska hreiminn á hreinu þar sem hann dvaldi eitt ár með föður sínum í Bandaríkjunum þegar hann var 14 ára. „Bróðir minn er búsett- ur með fjölskyldu sinni í Minnea- polis en það er fínt að vita af honum þarna því að ég fer út einn.“ Róbert hefur talað inn á um 300 barnaþætti um Dodda í Leikfanga- landi. alfrun@frettabladid.is Leiklistarbakterían fj ölskylduveira Róbert Óliver Gíslason hefur fengið inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Stella Adler í Los Angeles. Róbert er kominn af mikilli leikarafj ölskyldu þar sem hann er yngsti sonur Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnars Jónssonar. SPENNTUR Róbert Óliver Gíslason hefur smitast af leiklistarbakteríunni frá for- eldrum sínum, Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnari Jónssyni, en hann heldur til Los Angeles í leiklistarnám í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ➜ Marlon Brando ➜ Salma Hayek ➜ Robert De Niro ➜ Benicio Del Toro ➜ Antonio Banderas ➜ Melanie Griffith ➜ Richard Dreyfuss ➜ Holland Taylor Fyrrverandi nemendur í Stella Adler-leiklistarskólanum: Það er þegar ég finn ilminn af nýslegnu grasi, þá veit ég að það er komið vor. Íris Hrund Þórarinsdóttir tónlistarkona. VORBOÐINN Umboðs- og dreifingaraðili Ray Ban á Íslandi í dag og á morgun Opið í Smáralind sumardaginn fyrsta frá 13–18

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.