Fréttablaðið - 30.04.2013, Side 22
FÓLK|HEILSA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir
Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427
Árið 2000 fóru 300 konur í
Bandaríkjunum í lýtaaðgerð
en á síðasta ári voru aðgerð-
irnar fimmtán þúsund talsins.
Aðgerðin er vinsælust
meðal kvenna yfir fertugu en
nokkur hundruð karlmenn
fóru í slíka aðgerð á síðasta
ári. Læknar segja enga eina
ástæðu fyrir auknum áhuga
kvenna á að losna við upp-
handlegsspik. Sumar fara í
slíkar aðgerðir til að losna við
mikla umframhúð eftir mikið
þyngdartap, aðrar sækjast
hins vegar bara eftir því að
líkjast frægum konum með
tónaða upphandleggi.
Nýleg könnun sýnir
að flestar konur dást
mest að höndum
forsetafrúarinnar
Michelle Obama en í
öðru sæti yfir gæða-
lega upphandleggi er
leikkonan Jennifer
Aniston.
Kostnaður við aðgerð af
þessu tagi er í kringum fjögur
þúsund dollarar eða nærri
hálf milljón króna. Aðgerðin
er þó langt í frá auðveld eða
sjálfsögð enda þarf oft bæði
fitusog og skurðaðgerð til að
fjarlægja slappa húð. Skera
þarf frá olnboga og upp í
holhönd sem skilur eftir sig þó
nokkurt ör. Því þurfa konur að
vega og meta vel kosti og galla
við slíka aðgerð.
STÓRSÓKN GEGN
BINGÓVÆNGJUM
Aðgerðum lýtalækna sem felast í því að fjarlægja
fitu eða húð af neðanverðum upphandleggjum
hefur stórfjölgað í Bandaríkjunum.
FLOTTAR KONUR
Konur dást mest
að höndum Mich-
elle Obama og
Jennifer Aniston.
Þetta sýnir ný rannsókn á vegum kristilega háskólans í Texas. Fengnir
voru 300 sjálfboðaliðar á aldrinum 18 til 30 ára og þeim skipt í þrjá
hópa. Sá fyrsti fékk matseðla án nokkurra upplýsinga, annar hópurinn
matseðla með upplýsingum um hitaeiningafjölda og sá þriðji matseðla
sem sýndi hitaeiningafjölda og upplýsingar um hversu mikla hreyfingu
þyrfti til að brenna hverri máltíð. Á matseðlunum voru sömu réttirnir;
hamborgarar, samlokur, salöt, franskar, gosdrykkir og vatn.
Þátttakendur vissu ekki eftir hverju verið var að leita. Niðurstöður
sýndu að þeir sem fengu ítarlegustu upplýsingarnar pöntuðu og borð-
uðu mun minna en hópurinn sem fékk engar upplýsingar og innbyrtu
að meðaltali hundrað færri hitaeiningar.
Rannsakendur hyggja nú á enn frekari rannsóknir en British Heart
Foundation bendir á að heilsusamlegt mataræði snúist um meira en
hitaeiningar þótt vegvísir um heilsusamlegri valkost hjálpi fólki að
taka upplýsta ákvörðun. Veitingahús mættu minnka skammtana og
draga úr notkun salts, sykurs og mettaðrar fitu. Hvort sem borðað er
heima eða að heiman sé rétt samsett máltíð með gnótt grænmetis og
ávaxta allra besta leiðin til að vernda hjartað og stuðla að betri heilsu.
BRUNI Á MATSEÐLUM
Matseðlar sem sýna hitaeiningafjölda rétta og
hversu lengi þarf að ganga rösklega til að brenna
matnum geta hjálpað fólki að velja hollari fæðu
og borða minna í einu.
FREISTANDI EN DÝR-
KEYPT Það kostar fólk um
tveggja tíma röskan göngu-
túr að brenna tvöföldum
ostborgara.
Endurskoða á vinnureglur á breskum sjúkrahúsum sem segja að klippa eða klemma
eigi naflastreng eins fljótt og auð-
ið er eftir fæðingu. Nýjar rann-
sóknir sýna að við þetta missa
nýburar af mikilvægu blóði og
geta jafnvel þjáðst af járnskorti.
Frá þessu er greint af fréttavef
BBC.
Talið er að við fæðingu sé
þriðjungur af blóði nýburans enn
í naflastrengnum og fylgjunni.
Með því að bíða nokkra stund
færist þetta blóð aftur til barns-
ins. Þetta getur skipt miklu, sér-
staklega fyrir fyrirbura.
Núverandi reglur voru birtar
2007 en þá hafði í áratugi verið
viðtekin venja að klippa á nafla-
strenginn strax eftir fæðingu á
breskum sjúkrahúsum. Í ritgerð
frá konunglegum háskóla fæð-
ingar- og kvensjúkdómalækna,
Royal College of Obstetricians
and Gynaecologists (RCOG), sem
gefin var út árið 2009, er greint
frá því að tengsl hafi fundist milli
barna þar sem klippt var strax
á naflastrenginn og lágs járnbú-
skapar í allt að sex mánuði frá
fæðingu. Lágur járnbúskapur geti
síðan leitt til annarra vandamála.
Í ritgerðinni er lagt til að strengur-
inn sé ekki klipptur fyrr en sláttur
í honum hættir af sjálfu sér en
það geti tekið frá tveimur upp í
fimm mínútur.
Sumir spítalar í Bretlandi hafa
þegar breytt sínum vinnureglum
en til stendur að endurskoða
opinberar reglur hvað þetta
varðar. En hvernig er staðan hér
á landi? „Verklagsreglur okkar
mæla með að skilja á milli barns
og fylgju eftir 2-5 mínútur. Ef
barni er haldið 30 cm fyrir neðan
fylgju er nóg að bíða í tvær mín-
útur en ef barn er í fangi móður
þarf að bíða í fimm mínútur
til þess að fá hámarksblóð úr
fylgjunni,“ segir Guðrún Sigríður
Ólafsdóttir, ljósmóðir á fæðingar-
deild Landspítala Íslands. Í regl-
unum kemur einnig fram að með
því að seinka því að skilja á milli
fái fyrirburar blóð frá fylgjunni
sem minnki líkur á öndunarerfið-
leikum, blóðgjöf, heilablæðing-
um og síðkominni blóðsýkingu.
EKKI SKAL KLIPPA
STRENGINN STRAX
HEILSA Mikilvægt er að klippa ekki á naflastrenginn strax eftir fæðingu. Með
því að bíða nokkrar mínútur fær barnið mikilvægt blóð úr fylgjunni.
NÝBURI Þriðjungur af blóði nýbura er enn í naflastreng og í fylgju við fæðingu. Með því
að klippa strax á strenginn fær nýburinn ekki þetta blóð í líkamann. NORDICPHOTOS/GETTY
Sæktu þér nýja appið í snjallsímann þinn og hlustaðu á FM957, Bylgjuna og X977
hvar og hvenær sem er.
Fáðu okkur í símann þinn!
Ný
tt
ap
p
Farðu á visir.is/utvapp eða skannaðu
QR kóðann og sæktu Útvappið fyrir
iOS eða Android.