Fréttablaðið - 30.04.2013, Síða 24

Fréttablaðið - 30.04.2013, Síða 24
BÍLAR2 Þriðjudagur 30. apríl 2013 FRÉTTABLAÐIÐ ENGIN ÓVÆNT ÚTGJÖLD Bílaleigan Avis býður upp á vetrar- og langtímaleigu. Þannig borgar fólk aðeins fasta greiðslu mánaðarlega en Avis sér um rekstur bílsins. Reynir Ólafsson hefur verið með bíl á vetrarleigu frá Avis og segir reynsluna afar góða. „Þetta kemur mjög vel út fyrir budduna,” segir Reynir sem hefur haft bíl á vetrarleigu og ætlar nú að skipta yfi r í langtímaleigu. MYND/DANÍEL AUGLÝSING: AVIS KYNNIR Um næstu helgi mun Bílgreina- sambandið standa fyrir mikilli bíla- og tækjasýningu í Fífunni Kópavogi. Sambandið endurvakti bílasýningar sínar árið 2011, en sýningar þess nutu mikilla vin- sælda hjá almenningi hér á árum áður. Að sögn Özurar Lárusson- ar, framkvæmdastjóra Bílgreina- sambandsins, stefnir í glæsilega og veglega sýningu að þessu sinni. „Þegar við endurvöktum bílasýn- ingu Bílgreinasambandsins árið 2011 brydduðum við upp á þeirri nýbreytni að sýna ekki einvörð- ungu bíla heldur einnig vörur og þjónustu sem tengdust bílgrein- inni. Bílgreinasambandið er sam- tök atvinnurekenda í sölu öku- tækja, vöru og þjónustu sem þeim tengjast og m.a. er eitt af hlut- verkum sambandsins að stofna til, skipuleggja og halda sýning- ar á bifreiðum, hlutum tengdum þeim og iðnaðinum í heild, en í Bíl- greinasambandinu eru 155 fyrir- tæki í bílgreininni.“ Meira en bílar Enn fremur segir Özur að á sýn- ingunni verði nýjar gerðir af bílum frumsýndar, auk þess sem fjöldi bíla hefur verið sérstaklega fluttur til landsins vegna sýn- ingarinnar. Þá munu verða á um 4.000 fm sýningarfleti Fífunnar, auk bílaumboðanna, aðilar tengd- ir bílgreininni, s.s. fjármögnunar- aðilar, olíufélag, bílaleigur, sölu- aðilar á hjól- og fellihýsum og aðilar með rekstarvörur og vara- hluti fyrir bíla og tæki svo eitt- hvað sé nefnt. Sýnendur margir hverjir munu, ásamt því að kynna þjónustu sína, bjóða sýningar- gestum að taka þátt í ýmsum get- raunum og vera með uppákomur af ýmsu tagi á sýningarsvæðum sínum. Sýningin er opin laugar- daginn 4. maí frá kl. 11-18 og sunnudaginn 5. maí frá kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis, bætir Özur við í lokin, og hvetur almenn- ing og bílaáhugamenn til að fjöl- menna í Fífuna á sýninguna. Bílasýning Bílgreinasambandsins næstu helgi í Fífunni Þegar fyrir lá að við þyrftum að fá okkur annan bíl á heimilið fór ég að skoða þá kosti sem voru í boði. Einn þeirra var að leigja bíl. Mér fannst það heldur frá- leit hugmynd til að byrja með en þegar ég skoðaði skilmálana nánar komst ég að því að þetta er mjög sniðug lausn,“ segir Reynir Ólafsson, sem hefur verið með Volkswagen Polo frá Avis á leigu í vetur. „Þetta hefur komið mjög vel út og ég stefni á að taka annan bíl á leigu til lengri tíma.“ Reynir ákvað að byrja á vetrar- leigu en sú leið hefur verið afar vinsæl hjá Avis. Þá fær fólk bílinn í upphafi vetrar en skilar honum í maí. Sú leið hentar vel þeim sem eru í árstíðabundnum störfum eða þá sem kjósa heilsusamlegri lífsstíl yfir sumartímann. Helsta kostinn við bílaleig- una segir Reynir vera fyrirsjáan- leikann. „Ég borga visst gjald í hverjum mánuði en þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru en að kaupa bensín. Ég slepp við bifreiðagjöld, tryggingar, dekk, dekkjaskipti, þjónustuskoðanir og almennt viðhald,“ segir hann og bendir á að frábært sé að sleppa við öll óvænt útgjöld. Ef svo óheppilega vildi til að bíllinn lenti í árekstri er hann kaskótryggður og Reynir þarf aðeins að borga sjálfsábyrgðina ef svo ber undir. „Það er mér afar mikilvægt að kostnaðurinn liggi fyrir,“ segir Reynir og hrósar Avis fyrir góða þjónustu. „Það er frábært að fara í smurningu hjá þeim og ef bíll- inn þarf að fara í þjónustuskoð- un hef ég fengið annan bíl lánað- an á meðan.“ Reynir velti því líka fyrir sér á sínum tíma að að kaupa bíl. Þegar hann hins vegar reiknaði út lántökukostnað og alla aðra rekstrarliði sem fylgja því að eiga bíl komast hann að þeirri niðurstöðu að mun hagstæðara væri að leigja bíl hjá Avis. „Þetta kemur mjög vel út fyrir budduna en auk þess er frábært að vera á nýlegum bíl sem er í góðu lagi.“ Frá bílasýningunni í Fífunni árið 2011. SUZUKI SWIFT SPORT Finnur Thorlacius Reynsluakstur Þ að þarf ekki stóran bíl eða stóra vél til að skemmta öku- mönnum rækilega og það sannast einna best í Suzuki Swift Sport. Þessi snagg- aralegi og gullfallegi bíll felur geysiöfluga 1,6 lítra vél undir húddinu sem skilar 136 hestöflum til framhjólanna. Það er ekki ýkja há hest- aflatala en þau hestöfl eru ekki að drattast með neina aukaþyngd því bíllinn er ekki nema ríflega tonn að þyngd. Þessi smái og ódýri bíll er eitt best geymda leyndar- málið í sýningarsölum landsins, svo góður er hann. Suzuki Swift hefur reyndar allt- af verið góður bíll og því er það sem fersk- ur sunnanvindur að bæta smá dínamíti í hann. Swift í sportútfærslu er talsvert harðari bíll en sá hefðbundni og fjöðrunin er eins stíf og nafnið bendir til. Þrátt fyrir allt skemmtilega aflið eyðir þessi bíll ekki nema 6,4 lítrum í blönduðum akstri og 5,2 í utanbæjarakstri. Eins og sönnum sport- bíl sæmir liggur hann eins og pönnukaka á vegi og hendist um göturnar eins og lipr- asti fimleikamaður. Svo haldið sé áfram að mæra bílinn þá skal fullyrt að hann sé ein óvæntasta og skemmtilegasta upplifun sem undirritaður hefur prófað í formi bíls síðustu misserin. Haganlegar línur og mikill staðalbúnaður Að ytra útliti fær Suzuki Swift Sport topp- einkunn. Þrátt fyrir smæð bílsins eru flennistórir flekar í hurðunum og aftur- bretti og það færir honum fágaðan svip. Þær fáu línur sem brjóta upp bílinn eru svo á hárréttum stað og bíllinn samsvarar sér allur svo vel. Afturendinn er að sama HÆFILEIKARÍKT KRÚTT Suzuki Swift Sport er óhemju skemmtilegur akstursbíll. Hann er öflugur, límist við veginn og er sætur Suzuki Swift er laglegur enn lítill bíll með krafta í kögglum og hagar sér eins og sannur fi m- leikamaður á götunum. www.visir.is/bilar BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbirg- ir@365.is Sími 5125432 Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.