Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 25
BÍLAR 3Þriðjudagur 30. apríl 2013 FRÉTTABLAÐIÐ skapi fríður og álrenningurinn neðst sem púströrin tvö koma út úr ljá bílnum sport- legt og kraftalegt yfirbragð, sem og frek- ar stór vindskeiðin efst. Gluggarnir eru samt nægjanlega stórir og því er útsýnið gott, sem ekki er nú algilt meðal sportbíla. Auðvitað bætir það enn fremur við fegurð bílsins að hann kemur á flottum 17 tommu álfelgum og það myndi kosta skilding- inn að bæta slíkum felgum við venjulegan Swift. Smæðin og fegurðin gera hann til samans að miklu krútti. Að innan, líkt og við mátti búast, er hvorki mikill íburður né neitt sem skortir. Framsætin eru mjög góð og sannkölluð sportsæti með miklum hliðarstuðningi. Ekki skaðar það sætin að vera með laglega stöguðum saumi. Aftur- sætin eru fyrir fullorðna en þá er betra að reyna ekki að koma þremur slíkum þar fyrir. Eins og við má búast er skott- rými ekki af stærri gerðinni, enda Swift borgar bíll. Frábær akstursbíll Aðalmálið við Suzuki Swift Sport er hins vegar ekki einhver staðalbúnaður. Það sem öllu máli skiptir er hversu frábær akstursbíll hann er. Lengi væri hægt að lýsa því hvernig hann bregst við hinum ýmsu aðstæðum en einfaldast er að segja að hann leysir þær allar af stakri snilld. Bíllinn vill bara alls ekki undirstýra þó hann sé hreinlega grátbændur um það. Gott er þó að hafa í huga að bráðnauðsyn- legt er að leyfa vélinni að snúast mikið og þannig er best að leita að því afli sem býðst. Því skal ekki flýta sér að skipta bílnum upp heldur draga það sem lengst. Það er líka svo ári skemmtilegt. Beinskipt- ingin í bílnum er sex gíra og venst vel en í þeim orðum felst að henni þarf að venjast. Skiptingin er reyndar það eina sem hægt er að kvarta yfir. Sú kvörtun snýst um það að hætt er við að skipta í rangan gír og gerðist það oftar en einu sinni, bæði þegar átti að fara í fimmta en endað í þriðja gír og þegar fara átti í sjötta en endað í fjórða. Við það öskraði vélin náttúrulega af sárs- auka og lá við því sama hjá ökumanni. Swift Sport er ekki með neitt yfirmáta afl, en það nýtist einkar vel. Hafa ekki undan við að framleiða Þýskir verkfræðingar myndu mæra það verk sem kollegar þeirra í Japan hafa gert við smíði þessa bíls og þeirra aksturs- eiginleika sem hann býður upp á. Hann býður eiganda sínum til veislu á degi hverjum. Það er kannski helsti ókosturinn við Swift Sport að svo gaman er að keyra hann að bensínfóturinn verður alltaf svo þungur og þá fer þessi bíll að eyða miklu meira en uppgefið er. Svo vel hefur þess- um bíl verið tekið að Suzuki hefur engan veginn undan að smíða hann handa gráð- ugum kaupendum. 1,6 VVT BENSÍNVÉL, 136 HESTÖFL FRAMHJÓLADRIF Eyðsla 6,4 l./100 km í bl. akstri Mengun 147 g/km CO2 Hröðun 8,7 sek. Hámarkshraði 197 km/klst Verð Frá 3.390.000 kr. Umboð Suzuki á Íslandi ● Góðir aksturseiginleikar ● Fagurt ytra útlit ● Lágt verð ● Hætt við að skipta í rangan gír ● Eyðsla við frísklegan akstur SUZUKI SWIFT SPORT LÁTLAUS INNRÉTTING En samt heilmikill staðalbúnaður HLJÓÐKERFIÐ Kom hressilega á óvart fyrir gæði SLÉTTIR FLETIR Það einkennir ytra útlit bílsins hve stórir sléttu fletirnir eru á svo litlum bíl Langtímaleiga Langtímaleiga – langsniðugust!Frá 49.900 kr.á mánuði! 591-4000 | www.avis.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.