Fréttablaðið - 30.04.2013, Page 37

Fréttablaðið - 30.04.2013, Page 37
ÞRIÐJUDAGUR 30. apríl 2013 | MENNING | 25 Við bjóðum 20% afslátt á Nýdanska Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000 Viðskiptavinir Íslandsbanka fá 20% afslátt á tónleikana Fram á nótt með hljómsveitinni Nýdanskri. E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 6 4 6 Nýdönsk Eldborg, Hörpu 21. september kl. 20 Hofi, Akureyri 28. september kl. 20 Misstu ekki af einstakri upplifun þar sem Nýdönsk mun taka öll sín vinsælustu lög sem hafa tekið sér bólfestu í hjörtum fjölmargra aðdáenda sveitarinnar. Skemmtu þér Fram á nótt með Nýdanskri! Forsala fyrir viðskiptavini Íslandsbanka hefst þriðjudaginn 30. apríl en almenn miðasala 2. maí. Afslátturinn fæst þegar greitt er með greiðslukorti frá Íslandsbanka eða Byr í miðasölu Hörpu í síma 528 5050 eða á harpa.is og í miðasölu Hofs í síma 450 1000 eða á menningarhus.is. Einnig er hægt að nálgast miða á midi.is. Viðskiptavinir á póstlista Vildarklúbbsins hafa fengið afsláttarkóða í tölvupósti en til að nýta sér tilboðið er einnig hægt að nálgast afsláttarkóða hjá Þjónustuveri bankans í síma 440 4000 eða í næsta útibúi Íslandsbanka. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2013 Tónlist 12.15 Hádegistónleikar verða haldnir í Hafnarfjarðarkirkju. Douglas Brotchie leikur á bæði orgel kirkjunnar. Boðið verður upp á kaffisopa eftir tónleikana og aðgangur er ókeypis. 17.00 Í tilefni af Alþjóðlega djassdegin- um stendur Íslenska UNESCO-nefndin, í samstarfi við Tónlistarskóla FÍH, fyrir viðburði í Hörpu undir yfirskriftinni Hvað er djass? Einnig verða þennan dag djasstónleikar á Jómfrúnni, Kexi og Café Rosenberg. Aðgangur er ókeypis á alla viðburði. 20.00 Fyrstu tónleikar af fernum þar sem Karlakórinn Fóstbræður fagnar vori. Boðið er upp á fjölbreytta söng- dagskrá. Einsöngvari er Gissur Páll Gissurarson. 20.30 Hjaltalíndúettinn, Högni Egils- son og Sigrúður Thorlacius, kemur fram á tónleikum í Edrúhöllinni, Efsta- leiti 7 (SÁÁ-húsinu) ásamt tónlistar- manninum Pétri Ben og hljómsveit. Aðgangseyrir er kr. 500. 20.30 Kvintett danska Hammond-orgel- leikarans Kjeld Lauritsen og íslenska saxófónleikarns Sigurðar Flosasonar koma fram á jazzkvöldi á KEX. Tón- leikarnir eru haldnir í tengslum við Alþjóðlega jazzdaginn 2013 á vegum UNESCO. 21.00 Hljómsveitin Moses Hightower leikur á Græna hattinum. Nini Wilson, betur þekktur sem Árni Vilhjálms úr FM Belfast, hitar upp. 21.00 Alþjóðlegi djassdagurinn verður haldinn hátíðlegur á Café Rosenberg með dagskrá í tilefni dagsins. 21.30 Hr. Halli leikur og syngur á tón- leikum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,Frakka- stíg 8. Á eftir skemmtir DJ. Gunni til klukkan 03. Aðgangseyrir er 500.kr. Félagsstarf 20.00 Félagsvist spiluð hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík Stangarhyl 4. Fyrirlestrar 12.00 Steinunn Guð- mundardóttir þjóðfræð- ingur og safnkennari við Þjóðminja- safn Íslands flytur erindi um Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva í ÞJóðminjasafninu. Erindið kallar hún Sameiningartákn eða sundrungar- afl? Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid. is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. „Spilaborgin fjallar um það hvað gerist þegar ungur maður finnur fulla tösku af peningum, ásamt dularfullri flösku og illa kveðnu ljóði,“ segir Ásta Gísladóttir, höf- undur leikverksins sem Hugleik- ur er með á fjölunum á Eyjarslóð 9. Aðal persóna verksins er maður á þrítugsaldri sem býr heima hjá mömmu sinni. Hann er ekki að vinna og hún heldur sig við rúmið. „Þau eru hálfgert í eigin heimi, eyða öllum dögum saman og hann býr til spilaborgir í bókstaflegri merkingu. En einn daginn finnur hann tösku fulla af peningum og þá fer í gang atburðarás sem rask- ar þeirra ró,“ lýsir Ásta. Hún segir unga konu koma við sögu, tvær slettirekur úr nágrenninu og ósýni- legan vin sem sé með puttana í öllu saman. „Hlutirnir fara ekki eins og maður ætti kannski helst von á. Þótt þeir virki einfaldir úr fjar- lægð þá eru þeir það ekki þegar til kemur,“ segir hún. Þetta er fyrsta leikrit Ástu í fullri lengd en hún skrifaði leik- ritið Rokk ásamt þremur öðrum fyrir nokkrum árum. Leikstjórar eru þeir Sigurður H. Pálsson og Þorgeir Tryggvason, báðir gamal- kunnir Hugleiksmenn. Níu leikarar taka þátt í sýningunni, Ásta segir þá blöndu nýgræðinga, reynslubolta og afreksfólks úr öðrum félögum. Hægt er að bóka miða á vef leik- félagsins, www.hugleikur.is. - gun Þegar peningarnir koma óvænt Spilaborg er nýjasta leikrit Hugleiks. Það var frumsýtd um liðna helgi og önnur sýning er í kvöld í húsnæði félagsins að Eyjarslóð 9 í Reykjavík. HÖFUNDURINN „Verkið gengur út á það hvernig allt fer úr skorðum þegar peningar koma óvænt inn í líf fólks,“ segir Ásta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.