Fréttablaðið - 30.04.2013, Page 38

Fréttablaðið - 30.04.2013, Page 38
30. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 26 Við bjóðum góða þjónustu Við bjóðum námsstyrki www.facebook.com/ Islandsbanki.Namsmenn cebook.ndu okkur á FaFin Tveir styrkir til framhaldsskólanáms hvor 100.000 kr. Fjórir styrkir til háskólanáms (BA/ BS/ B.Ed) hver 300.000 kr. Fjórir styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi hver 500.000 kr. Árlega veitir Íslandsbanki tíu félögum í Námsvild námsstyrki. Tekið er á móti umsóknum til 3. maí 2013 Sótt er um á vef Íslandsbanka, www.islandsbanki.is. Johnny Depp er í viðræðum um að leika í söngvamyndinni Into The Woods í leikstjórn Robs Marshall. Myndin verður gerð eftir ævintýrasöngleik þeirra Stephens Sondheim og James Lapine. Depp á að leika mann sem ferðast inn í skóg með eigin- konu sinni í leit að norninni sem lagði á þau álög. Á ferðalaginu hitta þau ýmsar persónur úr Disney- ævintýrunum, þar á meðal Öskubusku, Jóa úr Jóa og baunagrasinu og Rauðhettu. Meryl Streep hefur verið orðuð við hlutverk nornar- innar. Johnny Depp í söngvamynd CLINT EASTWOOD Leikstjórinn og fyrr- verandi leikarinn ætlar ekki að setjast í helgan stein. NORDICPHOTOS/GETTY JOHNNY DEPP Leikarinn er í viðræðum um að leika í Into The Woods. Clint Eastwood vill halda áfram að leikstýra kvikmyndum þangað til hann verður 105 ára gamall. Eastwood, sem er 82 ára, hefur ekki í hyggju að setjast í helgan stein í náinni framtíð. Helst vill hann halda áfram að gera kvikmyndir næstu tuttugu árin. „Hvaða portúgalski leikstjóri er 105 ára og enn að gera myndir? Það hlýtur að vera draumur allra. Væri það ekki frábært að vera 105 ára og enn að búa til myndir?“ sagði Eastwood á kvikmyndahátíðinni Tribeca í New York og átti þar við Manoel de Oliveira. Kappinn segist aldrei nota orðið „action!“ þegar hann byrjar tökur á atriðum í myndum sínum. „Ég segi alltaf „af stað þegar þú ert tilbú- inn“ í staðinn fyrir hið hefðbundna „action!“. Orðið „action!“ er of nei- kvætt. Það er eins og flugeldur sem er sprengdur til að koma öllum af stað,“ sagði hann. Eastwood bætti við að leikstjór- ar væru dálítið eins og þjófar. Þeir reyndu að herma eftir öðrum varð- andi tökur á atriðum. „Maður verð- ur að stela miklu. Maður verður að hafa glæpsamlegan hugsunarhátt ef maður ætlar að verða leikstjóri.“ Vill verða 105 ára leikstjóri Clint Eastwood er ekki á þeim buxunum að hætta að leikstýra á næstunni. Sóttust eft ir sviðsljósinu Fjölmargir krakkar lögðu leið sína í Þjóðleikhúsið í gær er það var opnað fyrir skráningar í áheyrnarprufur fyrir leikritið Óvitarnir. Sýningin verður sett upp í haust en á dögunum var auglýst eft ir krökkum á aldrinum 8-14 til að fara með hlutverk. Gunnar Helgason, leikstjóri sýningarinnar, bjóst við að um tvö þúsund krakkar myndu skrá sig til leiks enda eft irsóknarvert að leika í þessu klassíska leikriti eft ir Guðrúnu Helgadóttur. SPENNTIR Hallgrímur Ingi Ólafsson og Hallgrímur Haraldsson. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FYLLTU ÚT EYÐUBLÖÐ Ágúst Beinteinn Árnason og Svava Þóra Árnadóttir voru einbeitt að fylla út eyðublöð. BROSANDI Birta Björnsdóttir, Aldís Óska Davíðsdóttir og Lára Kristín Jensdóttir. GLAÐIR Ingibjörg Magnúsdóttir fylgdi þeim Sigurjóni Birni og Rúnari Torfasyni í skráninguna. VINIR Arnþór Páll Hafsteinsson og Jóhann Egill Jóhannsson. BEÐIÐ Í RÖÐ Fjölmargir spenntir krakkar skráðu sig til leiks í áheyrnarprufur fyrir Óvitana, en leikritið verður sett upp í Þjóðleikhúsinu í haust.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.