Fréttablaðið - 30.04.2013, Page 43

Fréttablaðið - 30.04.2013, Page 43
ÞRIÐJUDAGUR 30. apríl 2013 | SPORT | 31 HANDBOLTI „Ég kem ekkert heim alveg strax. Krakkarnir þurfa að klára skólann og svona fyrst. Ég fer svo að taka kassana fram. Ég er eðlilega ekkert að vaða í atvinnutilboðum hérna,“ sagði handboltaþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson léttur og hló við. Hann var á dögunum rekinn frá kvennaliði Viborg, sem er stór- veldi í kvennahandbolta. Óskar Bjarni samdi við karlalið Viborg fyrir tímabilið en í desember var hann beðinn um að taka kvenna- liðið að sér sem hann og gerði. Það fékk síðan ekki farsælan endi eins og áður segir. „Þetta er búið að vera mikið bíó en hrikalega lærdómsríkt ár. Það er ekki hægt að segja annað. Ég sé ekki eftir neinu samt. Margir ættingjar höfðu áhyggjur af því að mikið hefur gengið á. Ég hef upplifað allt á þessu ári. Var fyrst með lið þar sem voru engar kröfur og skipti ekki máli þó svo að við töpuðum yfir í að stýra liði þar sem kröfurnar voru gríðarlegar. Ég er búinn að kynnast karla- og kvennaboltanum á einu ári,“ sagði Óskar Bjarni. Fáránleg tímasetning Þegar hann tók við kvennalið- inu sleppti hann ekki hendinni af karlaliðinu strax og hann viður- kennir að það hafi verið mistök. „Ég var áfram með strákana samviskunnar vegna. Þann tíma hefði ég getað nýtt til þess að kynna mér kvennaboltann betur en ég var alls ekki nógu mikið inni í honum. Tímasetningin á upp- sögninni var samt fáránleg og ég var ekki sáttur við hana.“ Það hefur verið mikil keyrsla á Óskari. Hann valdi að fara með landsliðinu á Ólympíuleikana eftir að hann tók við starfinu í Dan- mörku. Hann varð því að vinna hratt er hann kom til Danmerkur og svo þurfti hann aftur að byrja upp á nýtt. Hann segist því hafa fundið fyrir því núna að hann væri orðinn nokkuð þreyttur. „Ég tek að sjálfsögðu ábyrgð á mörgu sem þjálfari en liðið var ekki nógu gott og í raun fjórða besta liðið í deildinni. Það kom svo á daginn að liðið komst ekki í úrslit þrátt fyrir að þeir sögðu mér upp.“ Framtíðin er óráðin hjá Óskari og fjölskyldu og hann hefur ekki verið að leita að nýju starfi. „Hugurinn leitar heim núna. Í byrjun langaði mig jafnvel að halda áfram í Evrópu fyrst ég er kominn út. Jafnvel prófa Þýska- land eða eitthvað. Fara í harkið. Ég er til í að ganga í gegnum svona en ég veit ekki hvort ég nenni að láta fjölskylduna gera það. Það er ansi mikið að vera með fjög- ur börn og standa í þessu öllu. Ég nenni ekki að vera í hverju sem er samt,“ sagði Óskar Bjarni sem hefur engu að síður líkað vistin vel í Danmörku og þar hefur fjölskyld- unni liðið vel. „Þýskaland hefur oft heillað mig en ég er ótalandi á þýsku og það er verra. Ég talaði norsk/dönsku hérna og það var ekki að hjálpa mér. Maður þarf að vera sterkur í tungumálinu. Annað er asnalegt. Þess vegna leitar hugurinn mest heim núna.“ Óskar Bjarni segist ekki hafa heyrt frá neinu liði á Íslandi sem er í leit að meistaraflokksþjálfara. „Ég hef fengið símtöl að heim- an en það tengist aðallega yngri flokkum. Flestir meistaraflokkar eru búnir að klára sín mál. Mín stefna er samt að þjálfa áfram enda hef ég gaman af því og að vera rekinn styrkti mig bara.“ henry@frettabladid.is Hugurinn leitar heim núna Handboltaþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson gekk í gegnum mikið síðasta vetur og nú þegar tímabilinu er að ljúka er hann án vinnu. Hann þjálfaði bæði karla- og kvennalið danska liðsins Viborg og var rekinn frá kvennaliðinu um daginn. Óskar hefur áhuga á því að vera áfram erlendis en býst við því að koma heim. Á HEIMLEIÐ Óskar Bjarni býst við því að flytja aftur heim í sumar. Hann er í leit að nýrri vinnu eftir mikið ævintýri í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 7 3 6 KEX klikkar ekki Pétur Marteins og Gunnar kokkur á KEX taka á móti þúsundum erlendra og innlendra ferðalanga í hverjum mánuði. Sumir ferðast yfir hálfan hnöttinn og vantar afslappaða gistingu meðan aðrir koma gangandi í mat, drykk eða á tónleika. Það eru alltaf hundrað hlutir í gangi á KEX og þess vegna þurfa kerfin að vera traust og örugg. Fyrirtæki Með Símavist er fyrirtækið í sterkara sambandi FÓTBOLTI Real Madrid þarf að blása til sóknar þegar liðið tekur á móti Borussia Dortmund í síð- ari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þjóðverjarnir gulklæddu unnu 4-1 sigur í fyrri leiknum þar sem Robert Lewandowski skoraði öll mörkin fjögur. „Við getum uppfyllt draum fjöl- margra stuðningsmanna okkar. Við verðum að halda rétt á spilun- um,“ segir Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund. Madrid-liðar þurfa að skora að lágmarki þrisvar en með Portú- galann Cristiano Ronaldo innan- borðs getur allt gerst. „Það vita allir að Cristiano er alltaf tilbúinn í slaginn. Sama hvaða leikur það er. Við þurfum samt sérstaklega mikið á honum og mörkunum hans að halda í þessum leik,“ segir liðsfélagi hans, Sami Khedira. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. - ktd Þurfa mörk frá Ronaldo MARKI FAGNAÐ Ronaldo skoraði markið í fyrri leiknum sem gæti reynst gulls í gildi. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.