Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.05.2013, Blaðsíða 8
8. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 LEIGJENDANÁMSKEIÐ Neytendasamtökin standa fyrir námskeiði fyrir leigjendur Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað leigjendum en einnig þeim sem leigja út íbúðarhúsnæði. Kynnt verða helstu atriði húsaleigulaga og nokkur algeng vandamál sem upp geta komið skoðuð sérstaklega: Hvernig leigusamning er best að gera ? Hvað eru húsaleigubætur? Hver á að sjá um viðhald og framkvæmdir? Hvernig er best að kvarta við leigusala? Hvernig er hægt að segja leigusamningi upp? Námskeiðið fer fram 15. maí nk. frá kl. 19.30-21.30 hjá Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7. Þátttökugjald er kr. 2.000 - Nánari upplýsingar og skráning á www.ns.is. Betl ekki bannað í Noregi 1 NOREGUR „Við getum ekki bannað fátækt og hungur og við verðum að sætta okkur við að sjá betlara á götunum.“ Þetta segir dómsmálaráðherra Noregs, Grete Faremo, í grein í Dagbladet í Noregi. Betlarar eiga hins vegar að gera grein fyrir sér hjá lögreglunni. Samkvæmt nýrri áætlun stjórn- valda á að verja tíu milljónum norskra króna til að reisa snyrti- aðstöðu fyrir betlara. Auðveldara á að verða að vísa úr landi borgurum Evrópusambandsríkja sem framið hafa afbrot. Seld mansali til Svíþjóðar 2 SVÍÞJÓÐ Talið er að 166 börn hafi verið seld mansali í Svíþjóð á árunum 2009 til 2011. Erfitt þykir þó að segja til með vissu um fjöldann þar sem mörg barnanna hverfa áður en mál þeirra koma til rannsóknar. Yngstu börnin eru þriggja til fjögurra ára og hafa þau verið notuð í þjófn aðar leiðöngrum. Táningsstúlkur hafa verið látnar stunda vændi. Þjóðaratkvæði mögulegt 3 DANMÖRK Þjóðaratkvæða-greiðsla verður kannski haldin í Danmörku vegna þátttöku Dana í sameiginlegum evrópskum Einkaleyfadómi. Þetta tilkynnti Helle Thorning-Schmidt forsætis- ráðherra í gær. Dómsmálaráðu- neytið hefur úrskurðað að þátttaka Dana í slíkum dómstól sé fullveldis- framsal samkvæmt 20. gr. stjórnar- skrárinnar. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin verði þátttakan ekki samþykkt á þingi með ákveðnum meirihluta á þingi. SÓMALÍA Sjóránum undan ströndum Sómalíu hefur fækkað mikið á síðustu misserum en sjó- rán á svæðinu voru mikið vanda- mál á árunum 2008 til 2010. Árin 2009 og 2010 áttu sér stað um 50 sjórán hvort ár en nú er svo komið að skipi hefur ekki verið rænt á svæðinu í tólf mánuði. Samkvæmt skýrslu Samein- uðu þjóðanna er bætt ástand á svæðinu einkum rakið til þriggja þátta: aukinnar gæslu herskipa, aðgerða keníska hersins gegn herskáum íslamistum í Sómalíu og meiri aðgátar skipaeigenda. Þá hefur árásum á skip á svæð- inu einnig fækkað, úr ríflega 100 árið 2011 í 24 í fyrra. - mþl Sjórán við Sómalíu: Sjóræningjar stöðvaðir SJÓRÁN ÁRIÐ 2009 Franska skipinu Tanit var rænt af sómölskum sjóræn- ingjum í apríl 2009. NORDICPHOTOS/AFP DANMÖRK Lögreglan í Hjörring á Sjálandi fann þrjátíu dauða hunda í frysti í íbúðarhúsi einu á mánu- dag. Lögregla kom þangað til að fjarlægja fjóra hunda sem hús- ráðandi hélt án leyfis, að því er segir í dönskum miðlum. Í frystigeymslunni fundust 25 hvolpar og fimm full vaxnir hundar. Síðustu ár hafa ná- grannar margoft kvartað undan miklum fjölda af hundum, allt upp í 27 í einu, og var maðurinn sviptur leyfi til hundahalds í síð- asta mánuði. Ekki er enn ljóst hvernig hund- arnir voru aflífaðir, en rannsókn stendur yfir. - þj Sláandi fundur í Hjörring: Þrjátíu dauðir hundar í frysti LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður- nesjum hafði um helgina afskipti af tæplega fertugri konu sem ók um án þess að hafa endurnýjað ökuskírteini sitt. Var þetta í átt- unda skiptið sem lögregla stöðv- ar akstur konunnar vegna þessa. Þá var sautján ára stúlka stöðvuð þar sem hún ók í umdæminu. Hún reyndist vera án ökuréttinda og viðurkenndi brot sitt. Að auki hafði hún tekið bílinn ófrjálsri hendi. - kh Lögreglan stöðvaði konu: Án ökuréttinda í áttunda sinn FÓLK Aðstandendur kaffihússins GÆS biðla til almennings um að leggja þeim til kaffibolla. Þeir taka fegins hendi á móti bollum af öllum stærðum og gerðum frá þeim sem vilja hjálpa til við að koma kaffihúsinu af stað. Þessa dagana er unnið hörðum höndum að því að undirbúa opnun kaffihússins sem verður 1. júní næstkomandi. Ráðgert er að kaffihúsið verði opið í sumar og hugsanlega lengur ef vel gengur. Fimm starfsmenn verða á kaffihúsinu en þeir hafa þróað hugmyndina og undirbúið stofnun kaffihússins í námi sínu í Háskólanum. Verkefnið byggir á samn- ingi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og á félagslegum skilningi á fötlun. Lögð verður áhersla á að hæfileikar hvers og eins fái að njóta sín og manngerðum hindrunum í samfélaginu rutt úr vegi. Tekið verður á móti kaffibollunum í Ráðhúsi Reykjavíkur milli klukkan 14 og 16, á uppstign ingar- dag, fimmtudaginn 9. maí, og eru allir hvattir til að leggja verkefninu lið. - hó Undirbúningur opnunar kaf ihússins GÆS í fullum gangi: Fólk beðið um að leggja til bolla GÆS Fimmmenningarnir sem standa að kaffihúsinu. Frá vinstri: Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Unnur Jónsdóttir, María Þ. Hreiðarsdóttir, Gísli Björnsson og Lára Steinarsdóttir. MENNTAMÁL Stundakennarar við Háskóla Íslands hafa fengið nóg af langvarandi aðgerðaleysi skólans og búa sig undir aðgerðir næstu skóla- önn. Þetta staðfestir Eiríkur Valdi- marsson, formaður Hagstundar, hagsmunafélags stundakennara. „Við erum að hugsa okkar gang og höfum velt fyrir okkur að gerðum,“ segir Eiríkur og á þá við í formi vinnustöðvunar eða verkfalls. „Krafan er einföld en við viljum að komið sé fram við stundakennara líkt og aðra kennara Háskólans,“ segir Eiríkur. Yfir 2.000 stundakennarar starfa við Háskóla Íslands. Stéttin er hins vegar ekki fastráðin og nýtur því ekki almennra réttinda á vinnu- markaði. Kennararnir hafa engan veikindarétt og búa við mjög ótraust vinnuumhverfi, þar sem þeim getur verið skipt út fyrirvaralaust. Nemendum við Háskóla Íslands hefur fjölgað talsvert eftir hrun. Kenn- urum við stofn- unina hefur þó ekki fjölgað í sama hlutfalli svo notast er við þjónustu stunda- kennara til að brúa bilið. Stundakennarar sinna nú um þriðjungi allrar kennslu við skólann. Þetta segir Eiríkur að sé ekki lengur viðunandi. „Við höfum því fengið aukna ábyrgð við kennslu og ástæða þess er í sjálfu sér ein- föld, við erum ódýrt vinnuafl en á sama tíma afar hæft starfsfólk og oftar en ekki einstakir sérfræðingar á þeim sviðum sem við kennum á.“ Eiríkur segir engan stuðning að finna meðal stjórnenda skólans. Málefni stundakennara hafi verið borin undir umboðsmann Alþingis fyrir rúmu ári en þaðan hafi verið lítið um viðbrögð. Nú segir Eiríkur að mælirinn sé fullur og þörfin á aðgerðum aukist dag hvern. Komi til þess að stundakennarar leggi niður vinnu sína er ljóst að það gæti haft djúpstæð áhrif á skólastarfið. „Hvers kyns aðgerðir sem við grípum til munu koma til með að vekja mikla athygli, þar sem kennsla og yfirferð prófa fjöl- margra nemenda er í okkar höndum. Stundakennarar sem eru aðeins á tímakaupi gætu hæglega hætt að kenna án nokkurra skuldbindinga. Sömuleiðis hyggjumst við jafnvel sleppa því að fara yfir próf, sleppt því að skila einkunnum. Við munum mögulega grípa til slíkra aðgerða.“ maria@frettabladid.is Stundakennarar íhuga vinnustöðvun Langvarandi kurr meðal stundakennara við Háskóla Íslands gæti brotist út í verk- falli á næstu önn ef ekki verður hlustað á kröfur þeirra. Yfir 2.000 stundakennarar eru við skólann og komi til aðgerða mun það hafa djúpstæð áhrif á skólastarfið. STUNDAKENN- ARAR HUGSA SINN GANG Yfir tvö þúsund stundakenn- arar kenna við Háskóla Íslands. EIRÍKUR VALDIMARSSON DANMÖRK Tveir baldnir drengir, sex og sjö ára gamlir, voru s taðnir að verki í Nykøbing á Falstri snemma í gærmorgun þar sem þeir höfðu tekið bifreið traustataki og ekið nokkurn spöl. Frá þessu segir í dönskum miðlum. Drengirnir, sem búa á stofnun, læddust út um miðja nótt og tóku með sér lykla að Toyota Aygo. Þeir höfðu komist um þrjá kílómetra að heiman þegar veg farandi stöðv- aði þá. Piltarnir báru í samtali við lög- reglu að þeir hefðu fylgt umferðar- reglum í hvívetna og alltaf stöðvað á rauðu ljósi. Þeim var ekið heim, en málið mun víst ekki hafa nein frekari eftirmæli en gott tiltal. - þj Ævintýrahugur ungra pilta: Barnungir bíl- þjófar gómaðir HEILSA Sýking veldur bakverk Rannsóknir danskra sérfræðinga sýna að lækna má bakverk fólks í 40 pró sentum tilvika með sýklalyfjameð- ferð og dragar þar með úr dýrum og áhættusömum aðgerðum. Niðurstöð- urnar hafa vakið heimsathygli. NORÐURLÖND 1 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.