Fréttablaðið - 08.05.2013, Side 44

Fréttablaðið - 08.05.2013, Side 44
8. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 32MENNING Steinunn G. Helgadóttir hafði getið sér orð sem myndlistarmaður þegar hún vann Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir rúmum tveimur árum fyrir ljóð sitt Kaf. Síðar sama ár kom fyrsta ljóðabók hennar út, Kafbátakórinn, sem hlaut góðar undir- tektir. Á dögunum kom út önnur ljóðabók Steinunnar, Skuldunautar og sem fyrr gefa Uppheimar út. Það er meiri tregi yfir ljóðunum í Skuldunautum en Kafbátakórnum. Tónn- inn er sleginn strax á kápunni, stílhreinn texti á dökkgráum myndlausum bak- grunni. Steinunn segir líka að það hafi verið erfiðara að yrkja þessa bók en þá fyrstu. „Þetta er líka spurning um hvernig maður er fyrirkallaður og það er meiri blús yfir þessum ljóðum en þeim í Kaf- bátakórnum.“ Í ljóðunum er glímt við spurningar um samband manns og nútíðar, um samband manns og náttúru, tengsl tíma og rúms, skáldskapar og tungumáls. „Mig langaði að fara í ferð í gegn- um tímann án upphafs og endis,“ segir Steinunn. „Það er að segja að ég var að leitast við að ná því fram að í rauninni byrjar engin saga eða endar á ákveðnum stað. Þess vegna ákvað ég að hafa ljóðin án titils, því það hefði einfaldlega verið of íþyngjandi.“ Efnistökin bera bakgrunni Steinunnar sem myndlistarmanni vitni enda segist hún ekki gera upp á milli þessara forma. „Hvort tveggja er mjög heillandi og oft finnst mér hreinlega erfitt að aðgreina þau, til dæmis hef ég notað orð í mynd- listarverkum.“ Hún yrkir þó meðal annars um muninn á mynd og orði; í ljóði um myndir sem deyja hver af annarri en „endurfæðast sem orð útþynnt í helvetica“. „Það sem ég á við er að þegar við horf- um í kringum okkur sjáum við svo margt, en þegar við reynum að túlka það með orðum grisjum við megnið af því út. Það tapast því alltaf eitthvað en á móti kemur að við einbeitum okkur að einhverjum ákveðnum atriðum í myndinni, sem gerir hana nýja og sjálfstæða, unna með öðrum verkfærum.“ bergsteinn@frettabladid.is Ferðalag um tímann án upphafs og endis Steinunn G. Helgadóttir hefur sent frá sér sína aðra ljóðabók, Skuldunauta. Steinunn lýsir bókinni sem ferðalagi um tímann og glímu við spurningar um samband manns og náttúru, tungumáls og skáldskapar. STEINUNN G. HELGADÓTTIR „[Þ]egar við horfum í kringum okkur sjáum við svo margt, en þegar við reynum að túlka það með orðum grisjum við megnið af því út.“ FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Frost við hliðið sót á ísnum exi heggur út dagana inn í kyrrðina blaðið er það mýksta sem hefur snert hann *** Bak við bláköflóttu flónelsskyrtuna slær hjarta þitt enn með átta millimetra filmunni á veggnum heima BÆKUR ★★ ★★★ Hinir réttlátu Sólveig Pálsdóttir JPV Sólveig Pálsdóttir sendi frá sér sína fyrstu bók, Leikarann, fyrir tæpu ári. Þar var á ferð nokkuð hefðbundinn krimmi sem lofaði góðu um framtíð höfundarins. Hinir réttlátu standa ekki alveg undir þeim væntingum, en jafnan er haft fyrir satt að önnur bók höf- unda standi þeirri fyrstu nokkuð að baki, svo vonandi segir það ekkert um framhald þessarar glæpasagnaraðar. Glæpasagnaröð segi ég, enda er hér sama lögguteymi að störfum og í Leikaranum. Áherslan hefur þó flust aðeins til, Guðgeir, stjórn- andi teymisins, hefur að mestu stigið til hliðar við kastljósið og eftirlátið Særós, samstarfskonu sinni, aðalhlutverkið í þessari bók. Andrés er hér í algjöru auka- hlutverki og sömuleiðis Guðrún sem er fjarri góðu gamni í barn- eignar leyfi. Særós reynist ekki vera eins áhugaverð persóna og leit út fyrir í Leikaranum, nánast stöðluð lýs- ing á barni úr alkóhólískri fjöl- skyldu sem tekið hefur að sér hlut- verk hetjunnar og skarar fram úr í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Samskipti hennar við yngri systur sína, Anitu Rós, sem fá mikið pláss í sögunni þar sem Anita tengist grunuðum hópi hval- friðunarsinna, eru vægast sagt drepleiðinleg og fyrirsjáanleg. Öllu verra er þó að glæpamálið sjálft er óspennandi og illa undir- byggt, lítill stígandi í framvind- unni og persónur sem við sögu koma afar óljósar og illa mótaðar. Glæpamálin eru reyndar fleira en eitt því sagan hverfist um tvö mál; myrtan mann á golfvelli og mótmælaaðgerðir hvalavina sem felast í sprengingum og mót- mælum við veitingahús sem selja hvalkjöt. Smám saman tengjast málin tvö þó og grunur lögregl- unnar beinist að ákveðnum hópi hvalfriðunarsinna. Lausn málsins er einnig ansi langsótt og ótrú- verðug og satt best að segja heldur sagan lesandanum engan veginn við efnið, sem er ansi stór ljóður á ráði spennusögu. Tískan í spennusagna ritun ræður hér miklu, þar sem áherslan hefur smátt og smátt verið að fær- ast frá glæpunum sjálfum og yfir á ýmis vandamál rannsóknar- manna, en engu að síður verður að undirbyggja ástæður glæpanna á mun vandaðri hátt en hér er gert ef glæpasagnaunnendur eiga að fá hvötum sínum svalað. Sundur- lausar lýsingar á fólki sem lítið kemur sögunni við, eins og kaffi- húsastarfsfólki á Húsavík og ekkju fórnarlambsins á golf vellinum, auka enn á samhengis leysið og þjóna engum tilgangi í framvindu sögunnar. Betur hefði því blað- síðuplássi verið varið undir bak- grunnslýsingar á þeim persónum sem eru drifkraftar rannsóknar- innar en um þær fær lesandinn nánast ekkert að vita fyrr en í síð- ustu köflunum. Í heild er sagan ákaflega seig- fljótandi og óáhugaverð og veldur miklum vonbrigðum. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Heldur slöpp glæpa- saga þar sem alltof mikið púður fer í lýsingar á atriðum sem ekki koma sögunni við. Hvalavinir skreppa í golf ILMUR STE- FÁNSDÓTTIR myndlistarmaður og Davíð Þór Jónsson tónlistarmaður komu í gær flygli fyrir í strætó sem verður vettvangur uppákomu þeirra á Listahátíð í Reykja- vík. Hún felst í ökuferð þar sem Davíð Þór spilar og Ilmur ekur um bæinn. „Ég ætla aðallega að aka við sjávarsíðuna,“ segir Ilmur, sem keypti sér strætó og tók meirapróf fyrir uppákomuna. Davíð Þór mun leika tónlist af ýmsu tagi en þrennir tónleikar eru á dagskrá hjá þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nýtt og spennandi tónlistarævintýri í bland við þjóðleg rímnadanslög munu lifna við í höndum Sinfóní- unnar og Benedikts Erlingssonar leikara. Myndskreytingum úr ævin- týrinu verður varpað upp á stórt tjald meðan á flutningi stendur. Ævintýrið Veiða vind er komið út á bók hjá Forlaginu, í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns. Jón Leifs Íslensk rímnadanslög Kári Bæk Veiða vind Atli K. Petursen Ólavur riddararós Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Benedikt Erlingsson sögumaður Luttakarar úr Klaksvík Dansifelagið gestir frá Færeyjum ÁLFAR OG RIDDARAR www.sinfonia.is » www.harpa.is » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar Lau. 11. maí » 14:00 Í STRÆTÓ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.