Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.05.2013, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 08.05.2013, Qupperneq 58
8. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 46 FÓTBOLTI Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, bað í gær Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, afsökunar á hegðun sinni í hans garð á leik KR og Stjörn- unnar í Pepsi-deildinni á mánu- dag. Silfurskeiðin söng þá níðsöng um Bjarna í upphafi leiks sem nú hefur verið beðist afsökunar á. „Níðsöngvar um nafngreinda leikmenn andstæðinga eiga ekkert skylt við þá umgjörð sem á að vera í kringum íþróttir. Silfurskeiðin hefur beðið Bjarna Guðjónsson afsökunar á hegðun sinni. Fyrir hönd Stjörnunnar tek ég undir þá afsökunarbeiðni. Forráðamenn Stjörnunnar munu í samvinnu við stuðnings- menn leitast við að gera umgjörð- ina líflega og skemmtilega og koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Almars Guðmunds- sonar, formanns knattspyrnu- deildar Stjörnunnar, sem hann sendi frá sér í gær. Þóri Hákonarsyni, fram- kvæmdastjóri KSÍ, var ekki skemmt er Fréttablaðið heyrði í honum hljóðið í gær. „Ég hef heyrt af þessu máli og ég mun kanna hvernig þetta fór fram. Mér finnst það ekki vera sæmandi áhorfendum að vera með slíkan dónaskap ef þetta fór fram eins og menn segja. Mér finnst vera farið yfir strikið með svona orðbragði,“ sagði Þórir í viðtali áður en Silfurskeiðin gekkst við því að hafa sungið níðsönginn. Eftir leik var lítill afsökunar- tónn í Silfurskeiðinni. Þá skrifaði hún á Twitter að menn ættu að komast yfir þetta og að þetta væri hluti af leiknum. Annað hljóð var svo komið í strokkinn í gær. - hbg Báðu Bjarna afsökunar Silfurskeiðin bað Bjarna afsökunar á níðsöng. SILFURSKEIÐIN Er lífleg í stúkunni en viðurkennir að hafa farið yfir strikið í söng sínum um Bjarna Guðjónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Árni verður 19 ára gamall á morgun en hann stundar nám við Menntaskólann í Kópavogi samhliða því að spila fótbolta með Blikum. Hann er því á fullu í prófum þessa dagana og ganga þau ágætlega að hans sögn. Prófin voru svo sannarlega ekki að trufla hann í leiknum gegn Þór þar sem hann lék á als oddi. „Þetta var frábær byrjun hjá okkur og mér. Þetta var nákvæm- lega það sem bæði ég og liðið ætluð- um okkur,“ segir Árni og bætir við að frábær spilamennska Blikaliðs- ins hafi ekki komið honum á óvart. „Maður tekur út það sem maður hefur lagt inn og við höfum lagt mikið inn. Allir þrír framherjarnir skoruðu og liðið spilaði vel. Þetta gat því vart verið betra.“ Árni segist ekki geta lofað því að hann muni skora tvö mörk í hverjum leik en hann stefnir á að skora tals- vert fleiri mörk í sumar. „Ég setti mér það markmið fyrir mót að skora í það minnsta tíu mörk. Ef það gengur upp í sumar verð ég að setjast niður og setja mér ný markmið. Markmiðið hjá mér fyrir sumarið var að byrja alla leiki, vera lykilmaður í liðinu og skora tíu mörk,“ segir Árni en eftir því er tekið hvað hann hefur tekið miklum framförum milli ára. „Ég tók til í hausnum á sjálfum mér. Breytti mataræðinu og styrkti mig. Það er klárlega að hjálpa mér núna því ég er sterkari og fljótari en ég var. Það er ekkert mál því þetta er það skemmtilegasta sem ég geri Ætla mér að skora tíu mörk Hinn 18 ára gamli Árni Vilhjálmsson er leikmaður 1. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Þessi snaggaralegi framherji átti stjörnuleik gegn nýliðum Þórs og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hann ætlar sér stóra hluti í sumar. Stefnan er sett á tíu mörk sem og að vera í lykilhlutverki hjá góðu liði Breiðabliks. Á FERÐINNI Árni gerði varnarmönnum Þórs lífið afar leitt á Kópavogsvellinum um síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LIÐ UMFERÐARINNAR Hannes Þór Halldórsson KR Eiður Aron Sigurbjörnsson ÍBV Kristinn Jónsson Breiðablik Haukur Páll Sigurðsson Valur Björn Daníel Sverrisson FH Andri Rafn Yeoman Breiðablik Víðir Þorvarðarson ÍBV Elfar Árni Aðalsteinsson Breiðablik Árni Vilhjálmsson Breiðablik Atli Viðar Björnsson FH Í EDRÚHÖLLINNI, HÚSI SÁÁ EFSTALEITI 7 Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis! Á Uppstigningardag fögnum við stofnun Barnahjálpar SÁÁ og bjóðum öllum börnum og foreldrum á Barnahátíð SÁÁ, klukkan þrjú í Von. Mikki refur og Lilli klifurmús úr Hálsaskógi mæta og gera allt vitlaust. Íþróttaálfurinn kemur í heimsókn og Pollapönkararnir spila og sprella. Risastór hoppukastali verður á staðnum! FÓTBOLTI Þrjú efstu liðin í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og for- ráðamanna unnu öll leiki sína í 1. umferð Pepsi-deildar karla í ár. FH (spáð 1. sæti) vann Keflavík 2-1, KR (2. sæti) vann Stjörnuna 2-1 og Breiðablik (3. sæti) vann Þór 4-1. Þetta er í fyrsta sinn í átta ár þar sem þeim þremur liðum sem er spáð bestu gengi, tekst að vinna fyrsta leikinn sinn í mótinu. Það hefur ekki gerst síðan sumarið 2005 þegar FH, KR og Valur unnu öll leiki sína í 1. umferðinni. FH varð Íslands- meistari þetta sumar eins og spáð var, Valsmenn fóru upp um eitt sæti og tóku silfrið en KR-ingar lækkuðu sig um fjögur sæti og enduðu í sjötta sæti. Þetta er mikil breyting frá síðustu sumrum því 2010-2012 tókst aðeins einu liði af topp þrjú í spánni að vinna sinn leik og það lið, KR 2011, mætti einmitt öðru liði af topp þrjú (Breiðablik) í 1. umferðinni. - óój Öll þrjú stóðust pressuna BYRJAR VEL Í VESTURBÆ KR-ingar fagna á móti Stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI og ég vil ná árangri. Ég æfi skyn- samlega og eftir markmiðum í dag.“ Félagarnir ráða hvernig fagnað er Árni lék ekki bara vel heldur fagn- aði hann líka skemmtilega, í stíl við Emile Heskey, fyrrverandi landsliðsmann Englands, sem varð frægur fyrir það á sínum tíma. „Ég er með menn í þessum málum. Það eru félagar mínir sem ráða því hvernig ég fagna. Þeir komu þessa hugmynd og ég hugsaði bara af hverju ekki þegar ég skoraði. Þetta var skemmtilegt,“ sagði strák- urinn og hló dátt en hann á klárlega eftir að láta mikið að sér kveða á vellinum í sumar. henry@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.