Fréttablaðið - 16.05.2013, Page 4

Fréttablaðið - 16.05.2013, Page 4
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 LÖGREGLUMÁL Tíu ára stúlka úr Vestur bænum sýndi á þriðjudag einstaka yfirvegun með því að vísa lögreglu á slóð manns sem neyddi hana með valdi upp í bíl sinn og hún segir hafa brot- ið á henni kynferðislega. „Stúlkan var á heimleið úr skóla á þriðja tímanum eftir hádegi þegar ókunnugur maður tók hana með valdi og setti í aftursæti bifreið- ar sem hann var á. Ekið var með stúlkuna á afvikinn stað í útjaðri höfuðborgarsvæðisins, en þar er maðurinn talinn hafa brotið gegn stúlkunni,“ segir í frétt lögreglunnar í gær. Eftir að hafa brotið á stúlkunni er maðurinn sagður hafa ekið með hana aftur í Vesturbæ Reykjavíkur og hleypt henni þar út en þó fjarri heimili hennar. „Þaðan gekk hún til síns heima. Á meðan frelsissviptingin stóð yfir hafði maðurinn í frammi grófar hótanir við stúlkuna,“ segir lögreglan. Þakka stúlkunni handtökuna Þegar stúlkan náði loks heim til sín og gat skýrt foreldrum sínum frá því sem hafði gerst hringdu þeir á lögreglu, sem síðar flutti telpuna til skoðunar á sjúkrahús. „Bíllinn fannst nokkru síðar við heimili mannsins í austurborginni, en maðurinn var innandyra í húsinu,“ segir lögreglan, sem handtók manninn og fékk í gær úrskurðaðan í tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögreglan segir að handtöku mannsins megi þakka stúlkunni sjálfri, sem þrátt fyrir hræðilega lífsreynslu hafi gefið greinargóða lýsingu á manninum, bílnum sem hann var á og leiðinni sem hann ók. Hann hafi áður komið við sögu lögreglu, þó ekki vegna mála af þessum toga. Þá undirstrikar lögreglan að mál eins og þessi séu afar fátíð. „Mikilvægt er að foreldr- ar ræði yfirvegað við börn sín um þessi mál og kenni þeim hvernig bregðast á við ef þau lenda í slíkum aðstæðum,“ segir í fréttinni. gar@frettabladid.is / hanna@frettabladid.is Braut gegn stúlku sem felldi hann síðan á bílnúmerinu Tíu ára stúlku var rænt og misþyrmt kynferðislega af karlmanni í Vesturbænum í fyrradag. Stúlkan tók eftir bílnúmeri kvalara síns svo hann náðist. Lögregla hvetur fórnarlömb til að muna atriði varðandi ofbeldismenn. Í VESTURBÆNUM Foreldrar í Vesturbænum eru slegnir vegna ofbeldismannsins sem nam tíu ára stúlku á brott í bíl og braut gegn henni og hótaði á grófan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVÍÞJÓÐ Lagt er til í nýju nefndar- áliti að reglur vegna húsbygginga í Svíþjóð verði rýmkaðar. Ein- staklingar geta mögulega stækkað hús sitt eða sumarbústað um 15 fermetra án þess að fá til þess sér- stakt byggingarleyfi. Nefndinni var falið að kanna hvort í núver- andi reglum væru ónauðsynlegar hindranir fyrir húsbyggingum. Ferlið í sambandi við húsbygg- ingar í Svíþjóð hefur þótt of langt og menn hafa haft áhyggjur af því hversu lítið er byggt. - ibs Nýtt nefndarálit í Svíþjóð: Rýmri reglur um byggingar BANDARÍKIN Candy Crush vinsælastur Candy Crush Saga hefur velt Angry Birds úr sessi sem vinsælasti tölvu- leikur heims. Visir.is segir frá. Leikurinn trónir nú á toppi meðal tölvuleikja á Facebook, iOS og í sölu á Android Play-búðinni. Um 15 milljónir manna spila Candy Crush á Facebook á degi hverjum. ➜ Í kjölfar ábendingar lögreglunnar um að ræða við börn um hugsanleg viðbrögð við því ef reynt er að nema þau á brott veltu margir for- eldrar fyrir sér hver skilaboðin til barnanna ættu að vera. Þessu svarar lögreglan á Facebook-síðu sinni. „Eitt af því sem gert hefur verið í fræðslu til barna um viðbrögð í slíkum tilvikum er að benda þeim á að taka vel eftir öllu og reyna til dæmis að muna bílnúmer eða taka eftir öðrum auðkennum,“ segir lögreglan og bætir við: „Í raun er engin rétt leið til að bregðast hér við. Aðalmálið er ef til vill að ræða við börnin sín um þessi mál á yfirveguðum nótum til að gera börnin ekki skelkuð. Hvernig það er gert er væntanlega undir hverju og einu foreldri komið.“ Þeir formenn foreldrafélaga grunnskóla í Vesturbænum sem rætt var við í gær segja alla slegna yfir tíðindunum. Þau snerti alla foreldra. Dalla Jóhannsdóttir, formaður foreldrafélags Vesturbæjarskóla, bendir á hversu vandmeðfarið sé að leiða ung börn í sannleika um slíka hluti. „Auðvitað á að ræða þetta við börn en þau geta orðið ofsahrædd og varla treyst sér til að ganga eðlilega heldur hreinlega hlaupa í og úr skólanum.“ Hún kveður Vesturbæjarskóla hafa leitað til lögreglu fyrir áramót vegna manns sem sagt var að reynt hefði að lokka börn í bíl sinn. „Þau vildu fá einhvern frá lögreglunni til að tala við krakkana en fengu þær upplýsingar að lögreglan hefði engan til að ræða slík mál við börn.“ Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðis- brotadeildar lögreglunnar, segir málið litið mjög alvarlegum augum. Málið sé í rannsókn og það eigi eftir að tala við stúlkuna. „Dómari fær beiðni frá okkur mjög fljótlega um dómsviðtal,“ segir Björgvin. Ekki gera börnin skelkuð DALLA JÓHANNSDÓTTIR VIÐ ÞEKKJUM TILFINNINGUNA 216,4796 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,94 123,52 187,15 188,05 158,29 159,17 21,234 21,358 20,999 21,123 18,42 18,528 1,1966 1,2036 183,27 184,37 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 15.05.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is LEIÐRÉTT Ofsagt var í frétt Fréttablaðsins á þriðjudag að fara ætti fram á Land- spítalanum rannsókn á því hvort „stað- göngudúkka“ kynni að „auka lífslíkur og efla þroska fyrirbura“. Leyfi hefur hins vegar fengist til þess að kanna hvort dúkkan hafi róandi áhrif á börn. LÖGREGLUMÁL Ríkissaksókn- ari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort ákært verður í máli Barkar Birgissonar og Annþórs Kristjáns Karlssonar sem grun- aðir eru um að hafa valdið dauða fanga á Litla-Hrauni sem lést í klefa sínum þann 17. maí 2012. Lögreglan á Selfossi sendi málið til Ríkissaksóknara þann 18. apríl síðastliðinn eftir eina umfangsmestu sakamálarann- sókn síðustu ára. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksókn- ari segir málið vera í vinnslu hjá embættinu. - hó Mál Barkar og Annþórs: Engin ákvörð- un um ákæru Í HÉRAÐSDÓMI Vararíkissaksóknari segir málið í vinnslu. Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Strekkingur vestast. MILT FRAM UNDAN Í dag ríkja norðlægar áttir með úrkomu norðaustanlands en á morgun snýst vindur í suðlægar áttir. Þá þykknar heldur upp sunnantil og um helgina lítur út fyrir rigningu sunnan- og vestanlands en bjartara veðri norðanlands. 2° 7 m/s 6° 8 m/s 10° 7 m/s 11° 9 m/s Á morgun 3-8 m/s en hvessir heldur síðdegis. Gildistími korta er um hádegi 9° 6° 7° 14° 10° Alicante Aþena Basel 21° 24° 15° Berlín Billund Frankfurt 26° 20° 20° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 19° 18° 18° Las Palmas London Mallorca 22° 15° 18° New York Orlando Ósló 24° 28° 21° París San Francisco Stokkhólmur 17° 17° 14 9° 8 m/s 7° 15 m/s 3° 6 m/s 2° 10 m/s 3° 9 m/s 4° 8 m/s 1° 8 m/s 10° 5° 7° 4° 5° UMHVERFISMÁL Heilbrigðiseftir- lit Reykjavíkur telur að skýring- in á mengun í settjörn í Mjódd og Kópavogslæk sé fundin og sé afleiðing af viðhaldsframkvæmd- um á þaki bílageymslu í Selja- hverfi. Ummerki eru um að tölu- vert af óhreinindum hafi farið út í regnvatnskerfið við þá aðgerð. Mengunarefnið var blanda af við- gerðaefni, fíngerðu dufti og vatni. Heilbrigðiseftirlitið fékk ábend- ingu frá borgarbúa um að þegar það rigndi föstudaginn 10. maí hafi vatn sem skolaðist af planinu í ofanvatnsniðurföll verið mjólkur- litað. Vatnið hefur síðan skilað sér í settjörn sem tekur við ofanvatni en vegna þess hve auðleyst duftið er barst mengunin í Kópavogslæk. Heilbrigðiseftirlitið vill vekja athygli á að óheimilt er að valda mengun í ofanvatni. Því þurfa verktakar og aðrir sem standa í framkvæmdum utandyra að gæta varúðar og gera það sem í þeirra valdi stendur til að valda ekki mengun í regnvatnslögnum. - shá Kópavogslækur litaðist af viðgerðaefni frá framkvæmdum í Seljahverfi: Mengun rakin til bílageymslu KÓPAVOGSLÆKUR Vatnið var snjóhvítt í þó nokkuð langan tíma vegna meng- unar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.