Fréttablaðið - 16.05.2013, Side 12

Fréttablaðið - 16.05.2013, Side 12
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 BEIN ÚTSENDING Í DAG, 16. MAÍ, KL. 8.30–10.00 E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 8 8 5 Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is TÆKIFÆRI Á NORÐURSLÓÐUM Fylgstu með fundi VÍB þar sem rætt verður um þau tækifæri sem kunna að bíða þjóðanna á norðurslóðum. Ýmsar breytingar eru að verða og hafa þegar orðið á norðurheimskautssvæðinu og á fundinum verður ljósi varpað á ný fjárfestingatækifæri sem þær hafa í för með sér og möguleika Íslendinga á að nýta þau. » Svend Hardenberg, athafnamaður og sveitarstjóri í Qaasuitsup, ræðir um fjárfestingatækifæri og heildarfjárfestingarþörf á Grænlandi. » Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir, fjallar um tækifæri íslenskra fyrirtækja í tengslum við uppbygginguna á Grænlandi. » Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri hjá Mannviti, fjallar um tækifæri Íslands á norðurslóðum. Fundarstjóri verður Martha Eiríksdóttir. » Markmið funda VÍB er að stuðla að upplýstri og faglegri umræðu um mikilvæg mál á sviði eignastýringar, viðskipta og efnahagsmála. Á www.vib.is má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu eða horfa á upptöku af honum síðar. EFNAHAGSMÁL Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti í gær- morgun ákvörðun sína um að halda vöxtum bankans óbreyttum. „Tónninn í yfirlýsingu peninga- stefnunefndarinnar er óbreytt- ur frá síðustu vaxtaákvörðun. Kemur það nokkuð á óvart þar sem með hliðsjón af bæði hægari hag- vexti og bættum verðbólguhorfum mátti vænta þess að nefndin myndi nefna möguleikann á lækkun stýri- vaxta,“ segir í umfjöllun Greining- ar Íslandsbanka í gær. Í yfirlýsingu peningastefnu- nefndarinnar er bent á að í sam- ræmi við hægari alþjóðlegan hag- vöxt hafi dregið úr hagvexti hér á landi og viðskiptakjör rýrnað. „Horfur eru á að innlendur hag- vöxtur verði í ár og yfir spátíma- bilið heldur minni en Seðlabank- inn spáði í febrúar, en eigi að síður nálægt meðalhagvexti undanfar- inna þriggja áratuga.“ Bati á vinnu- markaði er sagður halda áfram. Þá hafi verðbólga hjaðnað í takt við spár bankans, hún mælist nú 3,3%. „Mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu og verðbólguvæntingar eru þó hærri. Eigi að síður er því spáð að verðbólgumarkmiðið náist heldur fyrr en áður var gert ráð fyrir. Vegast þar á minni hagvöxt- ur og hærra gengi krónunnar ann- ars vegar og meiri hækkun launa og minni framleiðnivöxtur hins vegar,“ segir í yfirlýsingunni. - óká Í samræmi við hægari alþjóðlegan hagvöxt hefur hér dregið úr hagvexti og viðskiptakjör rýrnað: Vöxtum Seðlabankans haldið óbreyttum Samtök atvinnulífsins segja ákvörðun peningastefnunefndar Seðla- bankans um óbreytta stýrivexti umdeilanlega. Í tilkynningu SA eru rök fyrir vaxtalækkun sögð vega þyngra en rök fyrir óbreyttum vöxtum um þessar mundir. „Stærsti vandi íslensks efnahagslífs eru litlar fjárfestingar og þar af leiðandi slakar hagvaxtarhorfur. Vextir Seðlabankans skipta miklu máli um það hvort fjárfestingar atvinnulífsins taka við sér eða ekki,“ segir þar. Umdeilanleg ákvörðun MENNTUN Jón Gnarr borgarstjóri og Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, afhentu í byrjun vikunnar hvatningar- verðlaun fyrir metnaðarfullt fagstarf í leikskólum, grunn- skólum, frístundamiðstöðvum og skólahljómsveitum borgarinnar. Athöfnin fór fram í Tjarnarsal Ráðhússins. Sigrún Björnsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Ráðhússins, segir markmið hvatningar verðlaunanna að vekja athygli á því gróskumikla skóla- og frístunda starfi sem unnið er af starfsfólki skóla- og frístundasviðs og hvetja til nýbreytni og þróunar- starfs. Þrenn verðlaun voru veitt á hverju fagsviði; til leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs, auk tveggja samstarfsverkefna í hverfum sem hlutu sérstaka viðurkenningu. - ósk Hvatningarverðlaun til að vekja athygli á gróskumiklu starfi í skólum borgarinnar: Hvatt til nýbreytni og þróunar í skólastarfi VERÐLAUNUÐ Fjölmargir fengu hvatningarverðlaun fyrir metnaðarfullt skólastarf þegar þau voru afhent í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FERÐAÞJÓNUSTA Í dreifibréfi til fyrirtækja í ferðaþjónustu segist Vinnueftirlitið að gefnu tilefni vekja athygli á gildandi vinnu- tímaákvæðum. Bréfið, sem sent var fyrr í mánuðinum, fór einnig til samtaka atvinnurekenda, stétt- arfélaga og víðar. Bent er á að ákvæði sem varða vinnutíma hafi verið fest í lög til þess að vernda heilsu vinnandi fólks. „Rannsóknir hafa sýnt að næturvinna og óreglulegur vinnu- tími geta haft áhrif á athyglisgáfu og viðbragðsflýti. Það er því þýð- ingarmikið að nætur- og vakta- vinna sé skipulögð á þann hátt að sem minnst verði dregið úr eðlileg- um svefni og hvíld starfsmanns,“ segir í bréfinu. - óká Ónóg hvíld skerðir viðbragð: Fólk þarf að ná nægum svefni FERÐAMENN Á FERÐ Uppgangur ferðaþjónustu kallar á mikla vinnu í greininni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BANDARÍKIN Ekinn niður með bolta Seattle-búinn Richard Swanson lést samstundis þegar ekið var á hann á hraðbraut skammt frá borgarmörkum Lincoln City í Oregon. Swanson ætlaði að rekja fótbolta 16.000 kílómetra vega- lengd frá heimaborg sinni til Brasilíu þar sem HM í knattspyrnu verður haldin 2014. Með ferð sinni ætlaði hann að styrkja fátæk börn með boltagjöfum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.