Fréttablaðið - 16.05.2013, Side 22
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 22
„Þáttur hjólamenningar í öryggi hjól-
andi er vanmetinn. Í þeim löndum þar
sem öryggi hjólandi er mest er ekki bara
góður aðbúnaður fyrir hjólandi, heldur
er þar líka rík hjólamenning,“ segir Árni
Davíðsson, formaður Landssamtaka hjól-
reiðamanna.
Samtökin hafa útbúið leiðbeiningar
fyrir umferð hjólandi á stígum og götum.
Markmiðið er að auka öryggi hjólandi í
umferðinni og draga úr núningi við aðra
vegfarendur.
Árni segir að umferð hjólandi hafi ríf-
lega tvö- til þrefaldast á fáum árum sam-
tímis því sem gangandi vegfarendum
hafi fjölgað. „Þetta eru jákvæðar fréttir
en aukinni umferð hefur fylgt meiri
núningur milli þessara vegfarendahópa.
Sveitarfélögin og ríkisvaldið þurfa að
bregðast við og ráðast í gerð sérstakra
stíga og reina fyrir hjólandi til að tryggja
þeim greiða og örugga leið. Þar sem
umferð réttlætir ekki slíkt er mikilvægt
að lagfæra núverandi stíga.“
Hjólamenninguna á Íslandi þarf að
bæta, að sögn Árna. „Við sem hjólum
ættum að reyna að tileinka okkur góða
hjólamenningu. Stilla þarf hraðanum
í hóf á stígunum því að þeir eru oftast
hannaðir fyrir hæga gangandi umferð
með blindhornum og kröppum beygjum.“
Brögð eru að því að hjólreiðamenn noti
ekki bjölluna til að láta gangandi vegfar-
endur vita að þeir séu á ferð fyrir aftan
þá. „Ég hef heyrt þá skýringu að margir
séu ragir við að nota bjölluna þar sem
þeim finnist þeir vera að hrekja gangandi
vegfarendur frá. Þetta er misskilningur.
Það er nauðsynlegt að nota bjölluna og
það á að gera með góðum fyrir vara eða
í 50 m fjarlægð frá gangandi vegfarend-
um,“ segir Árni. ibs@frettabladid.is
Ekki hika við að nota bjölluna
Hjólreiðar hafa tvö- til þrefaldast á fáum árum. Landssamtök hjólreiðamanna hafa gefið út leiðbeiningar fyrir
hjólandi vegfarendur. Þáttur hjólamenningar í öryggi hjólandi er vanmetinn, segir formaður samtakanna.
Dekkin Hjólið rúllar betur ef
réttur loftþrýstingur er í dekkj-
unum og það springur síður.
Ef dekkið er orðið gamalt og
morkið er rétt að skipta um.
Bremsurnar Í upphafi hverrar
ferðar ætti að taka í brems-
urnar. Þegar púðar slitna er
gjarnan hert á þeim með því
að skrúfa sérstakar stilliskrúfur
við bremsuhandföngin þar
sem barkinn kemur úr þeim.
Ef púðarnir eru orðnir slitnir
og/eða mikið misslit í þeim
ætti að skipta um þá.
Gírarnir Gírar eiga að skipta
auðveldlega og greiðlega á
milli. Slitin keðja og tannhjól
að aftan geta valdið lélegri
skiptingu eða að keðjan
hrökkvi úr sumum gírum. Þá
ættu menn að láta skipta um
keðju og tannhjólakrans.
Smurning Hjólið endist betur
og það verður léttara að hjóla
ef það er vel smurt. Gott er að
nota létta smurolíu sem fæst
í hjólabúðum. Keðjan er það
sem smyrja þarf oftast. Þá er
gott að smyrja gírskiptana
fram og aftur og í bremsurnar.
Fleiri upplýsingar er að finna
á fjallahjolaklubburinn.
is, lhm.is, hjolreidar.is og
hjolafaerni.is.
Leiðbeiningar Landssamtaka
hjólreiðamanna má sjá á
lhm.is.
➜ Hafið hjólið í lagi
OFT Á HJÓLINU Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, hjólar
tvisvar til þrisvar í viku í vinnuna allan ársins hring. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hagkaup verður að greiða 500
þúsund króna stjórnvaldssekt fyrir
brot á eldri ákvörðun Neytenda-
stofu. Málið snýr að Tax Free-
auglýsingum Hagkaups á síðasta
ári, en Neytendastofa kvað þá á
um að prósentuhlutfall afsláttar-
ins yrði að koma fram á þeim.
Auglýsingarnar voru meðal annars
birtar í gluggum verslunarinnar í
Skeifunni og Smáralind og því var
Hagkaup sektað.
Fyrirtækið kærði ákvörðunina
til áfrýjunarnefndar neytenda-
mála og taldi Neytendastofu hafa
brotið gegn meðalhófsreglu stjórn-
sýslulaga og tjáningarfrelsi sínu.
Áfrýjunarnefnd neytendamála
hefur þó úrskurðað að brotið hafi
verið gegn fyrri ákvörðun og að
fjárhæð sektarinnar skuli standa.
Þá fellst nefndin ekki á að með
ákvörðuninni hafi verið brotið á
tjáningarfrelsi Hagkaup. Frá þessu
er greint á vef Neytendastofu.
Hagkaup sektað og
synjað um sýknu
SÆTA SEKT Hagkaup hefur verið
dæmt til greiðslu 500 þúsund króna
vegna auglýsinga sem birtust í gluggum
verslunarinnar.
Öll brúðhjón fá
glæsilega svuntu
með nöfnum sínum
og brúðkaupsdegi
ísaumuðum.
Íslensk kennslubók í matreiðslu fylgir!
Gildir um hrærivélar.
FOR THE WAY IT´S MADE
Nýjar
vörur
Þau brúðhjón sem koma við í verslun okkar
og skrá sig á brúðargjafalista fá nöfnin sín
sjáfkrafa skráð í pott. Í lok sumars verða heppin
brúðhjón dregin út og hljóta þau að launum
nýju KitchenAid matvinnsluvélina, nýju
KitchenAid brauðristina, nýja KitchenAid
blandarann og nýja KitchenAid
töfrasprotann, samtals að verðmæti
um 200 þúsund krónur.