Fréttablaðið - 16.05.2013, Page 25

Fréttablaðið - 16.05.2013, Page 25
FIMMTUDAGUR 16. maí 2013 | SKOÐUN | 25 Ein mesta meinsemd mennta- kerfis Íslendinga er hversu fáir nemendur velja starfs- og iðnnám. Félög atvinnurekanda hafa svo oft kallað á umbætur án þess að því hafi verið svarað að skömm er að. Ríki og sveitar- félög hafa ekki margar afsak- anir fyrir skorti á umbótum því raunin er að í kreppu sem góð- æri hefur einmitt verið skorið við nögl í þeim fögum grunn- skóla sem kynna iðngreinar fyrir nemendum. Alltaf virðist samt hægt að bæta við bóknáms- fögum. Í mörg ár hefur atvinnulífið þurft á að halda miklu fleira iðn- og starfsmenntuðu fólki en menntakerfið skilar frá sér. Samkvæmt nýrri menntakönn- un Samtaka atvinnulífisins og aðildarfélaga má áætla að fyrir- tæki landsins þurfi 4.500-7.000 starfsmenn með iðn- og starfs- menntun á næstu þremur árum. Alls hyggjast 46% fyrirtækja bæta við sig starfsmanni með iðn- eða starfsmenntun á næstu tólf mánuðum. Um 1.000-1.500 einstaklingar útskrifast árlega með sveinspróf og/eða starfs- menntun. Sá fjöldi sem útskrif- ast árlega stemmir engan veg- inn við þann fjölda sem iðn- og tæknifyrirtæki þarfnast. Í ofanálag hefur hlutfall þeirra sem fara í iðn- og starfsnám lækkað talsvert undanfarin ár. Á sama tíma hefja mun fleiri nám við bóknámsbrautir fram- haldsskóla heldur en ljúka. Með- alaldur er mun hærri hjá þeim nemum sem fara í iðn- og starfs- nám heldur en bóknám sem bendir til þess að iðn- og starfs- nám sé ekki fyrsta val nemenda. Bóknám fyrst? Vandinn er margþættur en okkur ber fyrst og fremst að horfa til þess að rannsóknir hafa sýnt að viðhorf foreldra og sam- félagsins er einn mikilvægasti þátturinn í ákvörðun um náms- val. Mun meiri líkur eru á því að nemandi hrekist frá skóla ef foreldrarnir styðja hann ekki í námi og námsvali. Við foreldrar verðum að líta í eigin barm. Getur verið að viðhorf okkar foreldra sé að það sé betra að reyna fyrst við bóknám því það megi alltaf fara í annað nám að loknu stúdentsprófi? Viðhorf foreldra til starfa í iðnaði hefur bein áhrif á hvaða framtíðarnám börnin sjá fyrir sér. Foreldrar þurfa að átta sig á því að það getur verið dýrkeypt að hlusta ekki vel á val og óskir unglings- ins þegar starfs- og námsval er annars vegar. Það getur kostað brotthvarf úr námi og neikvæða reynslu af skólakerfinu. Margar leiðir Tengingar á milli bóknáms- og iðnnámsfaga strax á miðstigi grunnskóla eru mikilvægar. Dæmi um þetta væri textíl- kennari og stærðfræðikennari sem settust niður og byggju til verkefni fyrir nemendur sem krefðist þess að þeir notuðu þær aðferðir sem unnið væri með á miðstigi í báðum fögum. Börnin kynnast á þennan hátt að það er ekkert annað hvort eða í list- og verkgreinum. Þekking og kunn- átta í báðum fögum nýtist þeim best til þess að skila góðri vinnu. Náms- og starfsráðgjöf verður að efla. Ef hún er kynnt til leiks nægilega snemma, t.d. við lok miðstigs grunnskóla, með áhugasviðskönnunum og grein- ingu á styrkleikum nemenda, er hægt að kynna þá þegar fyrir nemendum spennandi leiðir í náms- og starfsvali. Mikilvægt er að foreldrar fái líka aðkomu að þeirri vinnu, bæði til að heyra um væntingar og styrk- leika barnsins og til að veita skólanum stuðning við kynningu á ólíkum störfum. Samræmd próf í iðngreinum Margar hugmyndir eru til um umbætur og sumar hafa verið prófaðar. Lítil myndbönd um störf í ólíkum fyrirtækjum geta kynnt fjölbreytt störf á skemmtilegan hátt. Verkfæra- kistur fyrir iðn- og starfs greinar á yngstu stigum gætu gert börnum kleift að kynnast ólík- um störfum. Samstarf grunn- skóla og framhaldsskóla um að sýna nemendum á unglinga- stigi þær fjölmörgu brautir sem eru í boði hefur reynst vel hjá Reykjavíkur borg. Skóla stofur „á ferð“ fyrir iðngreinar sem erfitt er að kynna í grunnskólum er gömul og góð hugmynd sem þarf að ýta úr vör. Þrátt fyrir góðan vilja og fjölmargar hugmyndir er því miður minna um efndir. Eitt það mikilvægasta væri að yfirvöld menntamála viðurkenndu iðn- nám sem jafn mikilvæga mennt- un og bóknámsfögin og prófuðu samræmt í iðnnámi. Það þarf ekki að vera flókið að hanna samræmt könnunarpróf í fagi sem krefst þess af nemendum að prófstykki sé skilað. Líkur eru á að samræming á slíku verkefni á landsvísu krefðist mikillar og góðrar þekkingar í nær öllum fögum. Með slíku prófstykki sæju allir að bóknám og iðnám eru ekki andstæðir pólar. Að endingu snýst þetta um viðhorf. Viðhorf stjórnmála- manna til að fjármagna fjöl- breyttari námstækifæri. Viðhorf foreldra til að sjá þau spennandi, kröfuhörðu og fjölbreyttu störf sem finnast í iðnaði. Og viðhorf kennara til að tengja saman verkefni með skrúfum, gráðu- boga, lími og Íslandssögu. Sá fjöldi sem útskrif- ast árlega stemmir engan veginn við þann fjölda sem iðn- og tækni- fyrirtæki þarfnast. Í DAG Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Þvingur, lím og stærðfræðijöfnur Þegar ég hugsa u m í s l e n s k stjórnmál verður mér oft hugsað til þessa málsháttar. Nú eru kosning- ar nýafstaðnar og tveir flokkar fengu samtals meirihluta þing- manna. Það er eðlilegt að þess- ir flokkar hugsi til samstarfs um stjórnarmyndun. En hvað gerist? Formenn þessara flokka, trúlega í fylgd einhverra aðstoðarmanna, setjast niður í ein- hverju sumarhúsi einhvers stað- ar á landinu og ræða stefnumálin. Fréttamenn fá af og til einhverjar ábendingar um hvað sé rætt en allt virðist þetta á léttu nótunum. Örlögin ráðin Mér er spurn: er ekki verið að tala um framtíð íslensku þjóðarinnar, er ekki verið að tala um hvernig þjóðin eigi að forðast gjaldþrot næstu fjög- ur árin? Hvað vorum við að kjósa? Kusum við ekki stjórnmálaflokka eða kusum við bara formennina? Hafa flokkarnir ekki samninga- nefndir sem koma að stjórnar- myndun? Ég veit ekki betur en samn- inganefndir atvinnurekenda og verkalýðs félaga búi til kjara- samning að loknu verkfalli og að allir viti hverjir sitji í þessum samn- inganefndum. Fundir þeirra geta verið langir og harðir og tekið heilu næturnar enda er gert ráð fyrir að farið verði eftir þessum samning- um. Með stjórnar myndun á Íslandi virðist þessu allt öðruvísi farið. Hér setjast ein hverjir höfðingjar saman á af viknum stað, hvort sem er úti í Viðey, í Þingvalla bænum eða í sumar húsi einhvers staðar í vor- blíðunni og gera samning sem skipt- ir engu máli því að það ætlar hvort sem er enginn að fara eftir honum. Aðalatriðið er að foringjarnir setji upp sitt fallegasta bros fyrir myndavélarnar þegar þeir standa úti á einhverjum tröppum og til- kynna þjóðinni að örlög hennar séu nú ráðin næstu fjögur árin. Flokk- arnir sem að stjórninni eiga að standa munu svo samþykkja sátt- málann án þess að segja múkk því að það er ekki siður á Íslandi að gagnrýna það sem höfðingjarnir segja. Hnípin þjóð í vanda mun svo halda út næstu árin. Í mesta lagi verður eitthvað bankað á tunnur á Austurvelli en það er aldrei tekið mark á slíku enda ekki ástæða til. Stjórnmálaflokkur er stefna Alþingi Íslendinga virðist vera furðulegur vinnustaður. Í einfeldni minni hélt ég að þar sætu full trúar fólksins sem væru kosnir til að fylgja þeirri stefnuskrá sem flokk- ur þeirra lagði fyrir kjósendur. Ég sem kjósandi hef engan áhuga á að kjósa einhverja sérstaka persónu, það eina sem ég get gert með kross- inn minn er að setja hann við þá stefnu sem mér er mest að skapi. En stjórnmálaflokkur er fyrir mig ígildi ákveðinnar stefnu. En nú gerist það að alþingismaður skipt- ir um flokk á miðju kjörtímabili. Hver kaus hann til þess? Á hann ekki frekar að segja af sér ef hann getur ekki fylgt stefnunni lengur? Það er kannski ekki furða að marg- ir Íslendingar treysta ekki Alþingi. Margt er skrítið í kýr- hausnum STJÓRNMÁL Reynir Vilhjálmsson eðlisfræðingur og kennari á eft ir- launum ➜ Hér setjast einhverjir höfðingjar saman á afvikn- um stað, hvort sem er úti í Viðey, í Þingvallabænum eða í sumarhúsi einhvers staðar í vorblíðunni og gera samning sem skiptir engu máli því að það ætlar hvort sem er enginn að fara eftir honum. opnihaskolinn.is opnihaskolinn@opnihaskolinn.is Sími 599 6200 SKAPAÐU ÞÉR SÉRSTÖÐU Á VINNUMARKAÐI Kynningarfundur um lengri námskeið Opna háskólans í HR á haustönn föstudaginn 17. maí kl. 9–10. LENGRI NÁMSKEIÐ HAUSTIÐ 2013: Ábyrgð og árangur stjórnarmanna Markþjálfun Rekstrar- og fjármálanám PMD-stjórnendanám Stjórnun aðfangakeðjunnar NÝTT Stafræn markaðssetning NÝTT Verðbréfamiðlun Verkefnastjórnun Viðurkenndir bókarar Þróun viðskiptaferla Hvar: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 2. hæð. Opið fyrir umsóknir til 5. júní

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.