Fréttablaðið - 16.05.2013, Qupperneq 28
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28
Á síðustu dögum hafa
birst í fjölmiðlum grein-
ar frá foreldrum þroska-
hamlaðra barna varðandi
inntökureglur í Kletta-
skóla, fyrrum Öskju-
hlíðarskóla. Í þessum
greinum hafa ýmsar
fullyrðingar verið sett-
ar fram. Af því tilefni er
rétt að eftir farandi komi
fram:
Í grein sem Ágúst
Kristmann skrifar á
visir.is 16. apríl segir Ágúst að
samkvæmt lögum sé það réttur
fatlaðra barna að ganga í sinn
heimaskóla en í tilvikum þroska-
skertra barna sé það skylda.
Samkvæmt lögum um grunn-
skóla er öllum börnum skylt að
sækja grunnskóla, fötluðum og
ófötluðum. Á heimasíðu skóla-
og frístundasviðs (www.skolarog-
fristund.is) kemur fram að lög-
heimili nemenda ráði því í hvaða
hverfis skóla þau eiga námsvist
en engu að síður eigi allir for-
eldra kost á að sækja um skóla
fyrir börn sín hvar sem er í borg-
inni.
Í sömu grein Ágústs Krist-
manns kemur einnig fram að val
foreldra um sérskóla hafi verið
tekið frá þeim árið 2010. Ekki er
alveg ljóst hvað Ágúst á við en
væntanlega hefur það með inn-
tökureglur Öskjuhlíðarskóla að
gera og sameiningu Safamýrar-
skóla og Öskjuhlíðarskóla í nýjan
sérskóla, Klettaskóla árið 2011.
Haldið hefur verið fram að sett-
ar hafi verið nýjar inntöku reglur
við Öskjuhlíðar skóla árið 2010.
Hið rétta er að í stefnu fræðslu-
ráðs frá 2002 (www.
skolar ogfristund.is) er
kveðið á um að Öskju-
hlíðar- og Safamýrarskóli
verði sameinaðir og að
þeir þjóni fjölfötluðum og
mikið þroska hömluðum
nemendum. Þróunin hafði
þá verið um skeið sú að
flestir nemendur með
væga þroskahömlun, sér-
staklega á yngri stigum,
voru í almennum grunn-
skólum.
Nýr sérskóli
Sú þróun hélt áfram á komandi
árum og setti starfshópur um
kennslu þroskahamlaðra nem-
enda fram nánari viðmið um
nemendahópinn árið 2008 sem
fræðslustjóri lagði til grund-
vallar í bréfi til skólastjóra í
borginni varðandi nánari skil-
greiningu innritunarreglna.
Sama ár var sveitarfélögum gert
að setja reglur um innritun og
útskrift nemenda úr sérskólum
og sérúrræðum með reglugerð.
Í grein Ástu Kristrúnar Ólafs-
dóttur á visir.is 18. apríl sl. segir
Ásta að Öskjuhlíðarskóli hafi
verið lagður niður árið 2008 og
síðan þá hafi sá hópur sem átti
inni í Öskjuhlíðarskóla verið
þvingaður í almenna skóla. Hið
rétta er að þegar Öskjuhlíðar-
skóli og Safamýrar skóli voru
lagðir niður 2011 héldu allir
nemendur skólanna áfram námi
í nýjum sérskóla, Klettaskóla.
Ráðgjafarhlutverk
Klettaskóli er grunnskóli og
sérskóli fyrir þroskahamlaða
nemendur. Hann þjónar öllu
landinu, starfar samkvæmt
lögum og setur sér reglur um
innritun og útskrift nemenda
eins og reglugerð um nemendur
með sér þarfir kveður á um. Skól-
inn hefur auk þess ráðgjafar-
hlutverk við almenna grunnskóla
um nám og kennslu þroska-
hamlaðra nemenda.
Við Klettaskóla starfar fag-
ráð sem metur umsókn sér-
hvers nemanda um skólavist
eins og var í Öskjuhlíðarskóla
áður. Tillögur fagráðs taka m.a.
mið af fötlun nemandans, stöðu
hans í námi og hvort aðstæður
og möguleikar í skólanum og
náms hópnum séu líklegar til
að stuðla að fram förum hans í
námi, félagslega og í almennum
þroska. Í einstaka tilvikum getur
mat fagráðs verið að aðstæður
sérskólans séu ekki líklegar til
að veita viðkomandi nemanda
þá námslegu og félagslegu örvun
sem hann þarf og meiri mögu-
leikar séu til að mæta þeim í
öðrum aðstæðum. Hvort sem um
er að ræða samþykki eða synjun
á umsókn um skólavist eru til-
lögur fagráðs ávallt settar fram
innan þeirra reglna sem gilda
um innritun nemenda og með
hagsmuni hans, þroska og náms-
legar þarfir að leiðarljósi.
Að gefnu tilefni
Því hefur verið haldið
á lofti á undanförnum
árum, undir forystu for-
setans, að við yrðum að
tryggja matvælaöryggi.
Og með hverju? Jú, með
því að borga með sauð-
fjár- og kúabændum.
Takið eftir; ekki kjúk-
linga-, svína- eða græn-
metisræktendum. Bara
með meme og mumu.
Munið! Rollubeit stuðl-
ar að ofbeit og gróður- og
jarðvegseyðingu. Mjólkin
virðist viðriðin krabbamein og
ofnæmi, svo ekki sé meira sagt.
Og hvað kostar þetta þjóðina?
Jú, marga milljarða á ári og toll-
vernd á innfluttar matvörur.
Hvað annað? Jú, styrki alls konar,
ár eftir ár. Snjóþyngsli, kal, of
þurr sumur, of blaut sumur,
ónýtar girðingar, sölutregða á
kindakjöti, of hátt áburðarverð
og svo framvegis. Munið, ríkið
borgar jú í Bjargráðasjóð.
Væri nú ekki skynsamlegra að
nota þessa peninga í annað, t.d. í
landgræðslu, skógrækt og græna
geirann? Og væri það ekki líka
skynsamlegra að stuðla að auk-
inni kjúklinga- og svínakjöts-
framleiðslu? Að selja kjötið úr
landi er „út úr kú“. Að borga með
framleiðslu á kindakjöti, stuðla
þar með að ofbeit, gróður og
jarðvegseyðingu og flytja það svo
síðan úr landi er bara heimska og
ekkert annað.
Það þarf að fækka kindum svo
mikið að nægi bara á innanlands-
markað og síðan ætti að velja
bestu héruð landsins undir roll-
urnar og hafa þær allar í fjár-
heldum girðingum, beitarhólf-
um. Ef þessi búskapur viðhelst
úti um allar jarðir, og ekki í beit-
arhólfum, er hætt við að sunnu-
dagssteikin týnist á fjöllum. Það
sýnir sig að sauðfjárbúskapur
er auðsjáanlega mjög óarðbær
búgrein og óhagstæður gróðri
landsins. Hvers vegna í ósköpun-
um eigum við þá að halda áfram
að borga með honum?
Þar fyrir utan fylgir þessum
styrktu búgreinum alveg hroða-
leg sjónmengun um allt land,
haugar af snjóhvítu, glampandi
plasti úti um tún og engi, með-
fram þjóðveginum eða upp á bæj-
arhólnum. Þarf ekkert leyfi fyrir
svona plastbyggingum? Hefur
fyrirbærið farið í umhverfis-
mat? Ég er reyndar mjög sátt við
græna plastið sem þeir eru farnir
að nota hér í nærsveitum mínum.
Hjá hvíta plastinu vildi ég óska að
væru manir í kring með gróðri
efst sem neðst. Það væri flott.
Stokkum upp í landbúnaðinum!
Hið meinta
matvælaöryggiMENNTUN
Ragnar
Þorsteinsson
sviðsstjóri skóla- og
frístundaráðs
LANDBÚNAÐUR
Margrét
Jónsdóttir
eft irlaunaþegi í
Norðvesturkjör-
dæmi
➜ Við Klettaskóla starfar
fagráð sem metur umsókn
sérhvers nemanda um
skólavist eins og var í
Öskjuhlíðarskóla áður.
➜ Það þarf að fækka
kindum svo mikið að
nægi bara á innan-
landsmarkað og síðan
ætti að velja bestu
héruð landsins undir
rollurnar og hafa þær
allar í fjárheldum
girðingum, beitar-
hólfum.
GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
STINGDU þÉR
AF ÖLLU fyrir
sundið til
mánudags20%