Fréttablaðið - 16.05.2013, Síða 30

Fréttablaðið - 16.05.2013, Síða 30
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30 Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggð- ar á því sem er börnum fyrir bestu (úr 3. grein Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna). Ég á mér draum. Draum um samfélag sem býður öllum tæki- færi til farsældar og hefur rými fyrir alla. Þar sem byggt er á fyrirhyggju við sköpun raunverulegra úrræða sem hafa að markmiði að mæta veikindum og van líðan. Börnin eru fjársjóður framtíðar- innar og ber okkur sem nú berum ábyrgð á vel- ferð samfélagsins að hafa framtíðar sýn og sjá fyrir okkur hvaða eigin- leikum við viljum að þau búi yfir. Það kenn- um við þeim með okkar eigin lífs viðhorfum, samskipta háttum og gild- um og með því að skapa samfélag mannrétt- inda sem grundvallast á virðingu, hluttekningu og umhyggju. Þess konar samfélag leggur megin áherslu á bæði framúrskar- andi og öruggt alhliða heilbrigðis- kerfi sem hefur fagmennsku að leiðarljósi, og menntakerfi sem byggir á þeirri meginstefnu að það sé raunveru lega rými fyrir alla. Sam félaginu er stjórnað af hugrökkum og um leið auð- mjúkum leiðtogum, sem hafa yfirsýn yfir þarfir samfélags- þegnanna og búa yfir hæfni til að forgangsraða þeim. Þeir efla styrkleika þjónustunnar, sjá fram á veginn og setja sér raunhæf markmið í ljósi þarfa þjónustu- þeganna, kostnaðar og innan fjár- heimilda. Eigum langt í land Það eru því miður mýmörg dæmi um að við eigum langt í land með að hafa rými fyrir alla í sam- félagi okkar. Nægir þar að nefna úrræðaleysi gagnvart veikindum barna með geðraskanir, þar sem skortur á fjármagni og biðlisti eftir viðeigandi meðferð leiðir til þess að börnin bíða of oft of lengi. Það getur haft alvar legar afleiðingar með tilheyrandi van- líðan fyrir barnið sjálft, fjöl- skyldu þess, skólafélaga og aðra sem að barninu standa. Fyrstu skrefin í átt að betra samfélagi felast í að auka þekk- ingu á aðstæðum og þörfum sam- félagsþegna, og vilja og löngun til að bæta hag þeirra. Í nýút kominni skýrslu UNICEF: Réttindi barna á Íslandi: ofbeldi og forvarnir, er sýnt fram á að ofbeldi er helsta ógnin sem steðjar að íslenskum börnum. Ofbeldi hefur gríðar- leg áhrif á líf og velferð barna og í ljósi þess eru lagðar fram tillögur að margþættum for- vörnum í skýrslunni, sem byggja á því að samfélag okkar líði ekki ofbeldi. Þó að í þessu sambandi sem öðru varðandi umönnun barna gildi að meginábyrgðin hvílir á herðum foreldra, eru það skóla- og heilbrigðis kerfið sem eiga að vera fyrirmynd og leggja línurnar um hvernig skuli takast á við ofbeldi gegn börnum, því það þarf sannar lega heilt þorp til að ala upp barn. Til að takast á við aðsteðjandi vanda barna, hvort sem um er að ræða ofbeldi eða geð raskanir, er brýnt að nýta þekkingu og færni þeirra fagaðila sem nú þegar starfa að bættum hag barna í nærumhverfi þeirra og auka sam- starf milli heilbrigðis- og mennta- kerfis. Grundvallar atriðið er að þjónustan byggi á styrkleikum fjölskyldna, sé veitt af færum fagaðilum og hafi að markmiði að stuðla að velferð barna og fjöl- skyldna þeirra. Mikil vægast er að viðhorf allra sem að þess- um málum koma grundvallist á virðingu og samhygð gagnvart þjónustu þegunum. Fjölskylduteymi Eitt af þeim úrræðum sem eru þegar til staðar í nær umhverfi barna er Fjölskylduteymi Heilsu- gæslunnar í Glæsibæ sem var sett á laggirnar árið 2008. Í teym- inu eru fag aðilar frá Barna- og unglinga geðdeild Land spítalans, Þjónustu miðstöð Laugardals og Háa leitis, heimilislæknar, yfir- hjúkrunarfræðingur og sál- fræðingur Heilsugæslunnar í Glæsibæ og skólahjúkrunar- fræðingar Langholts- og Voga- skóla. Börnum sem þurfa á þjón- ustu að halda er vísað á teymið og þörfum þeirra mætt með samstarfi allra teymisaðila, sem hafa þau skýru markmið að búa börnunum aðstæður sem leiða til velferðar. Lykillinn að árangri þjónustunnar felst í viðveru fag- aðila í nærumhverfi barnanna, til dæmis að skólahjúkrunar- fræðingar séu aðgengilegir og til staðar fyrir börnin í skólanum: Réttir aðilar, á réttum stað, á réttum tíma. Skýrslu UNICEF og sláandi fréttum af afleiðingum úrræða- leysis gagnvart börnum með geðraskanir er ætlað að vekja almenning til vitundar um hinn bitra veruleika sem íslensk börn búa við. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að bregðast við, sýna fyrirhyggju og efla þjón- ustu í nærumhverfi barna og auka samstarf milli heil brigðis- og menntakerfis. Til þess þarf hæft og ástríðufullt starfs- fólk sem er leitt áfram af hug- rökkum stjórnendum velferðar- kerfisins. Stjórnendum sem eru með vitaðir um ábyrgð sína sem fyrirmyndir annarra varðandi lífsviðhorf og samskiptahætti, og sem byggja ákvarðanir sínar og forgangs röðun fjármuna á þeirri framtíðar sýn að á Íslandi njóti öll börn mannréttinda. Skólaheilsugæslan: Réttir aðilar á réttum stað HEILBRIGÐISMÁL Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skólahjúkrunar- fræðingur Lang- holtsskóla ➜ Börnum sem þurfa á þjónustu að halda er vísað á teymið og þörfum þeirra mætt með samstarfi allra teymisaðila, sem hafa þau skýru markmið að búa börn- unum aðstæður sem leiða til velferðar. MAÍ SKOÐU NARMÁ N Er kagginn kominn með skoðun? Keyrum örugg inn í vorið og látum skoða bílinn þar sem reynslan er mest! - örugg bifreiðaskoðun um allt land Fax: 570 9002 · Netfang; frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is Það er metnaður okkar hjá Frumherja að veita góða þjónustu h t ð kjö á k ðog ags æ r s o unum. BE TR I S TO FA N LUKKULEIKUR Komdu með bílinn í skoðun og freistaðu gæfunnar í Lukkuleik okkar. Eldsneytisvin in ngur að upphæð kr. 25.000 dreginn ú t í hverri v iku. 32 SKOÐUNAR- STÖÐVAR UM LAND ALLT MARS APRÍL MAÍ MA 3452013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.