Fréttablaðið - 16.05.2013, Side 37

Fréttablaðið - 16.05.2013, Side 37
 | FÓLK | 3TÍSKA Valdir eru bestu og verstu búningarnir og tískulöggur hika ekki við að gagnrýna eða hrósa. Sumir búninganna eru eftirminnilegri en aðrir og margir þykja hryllilegir. Oftast leggja keppendur mikið upp úr því að vekja athygli á sviði, bæði hvað varðar klæðnað og sviðsfram- komu þótt lögin skipti auðvitað öllu máli. Það má þó með sanni segja að keppnin speglar yfirleitt tísku þess tíma þegar lögin eru flutt. Þannig má glöggt skoða fatastíl keppenda fyrr á árum með það fyrir augum að forvitnast um tískustíl þess árs sem keppnin fór fram. Hér má sjá nokkur dæmi valin af handahófi frá keppninni undanfarin ár en það virðist færast í aukana að kvenkepp- endur klæði sig á kynþokkafullan hátt til að vekja athygli. Sumir eru þó í efnismeiri fötum en aðrir en Jóhanna Guðrún var einmitt gagnrýnd fyrir bláa kjólinn sem hún klæddist. Hann þótti minna á kjóla sem skrautbrúður klæðast. FÖTIN SKIPTA MÁLI Í EUROVISION GLAMÚR Það eru ekki bara lögin sem vekja athygli í Eurovision-keppninni. Mikið er rætt og ritað um fatastíl keppenda ár hvert og sitt sýnist hverjum. Kvenkeppendur virðast mun léttklæddari síðustu ár en tíðkaðist áður fyrr. YFIRGENGILEGT Jóhanna Guðrún þótti standa sig afar vel á sviðinu en blái kjóllinn þótti ekki mjög smart og var hún gagnrýnd fyrir hann. Kjóllinn þótti vera of „yfirþyrmandi“. Jóhanna keppti í Moskvu árið 2009. SENJÓRÍTUR Þessar fáklæddu spænsku stúlkur kepptu í Úkraínu í maí árið 2005. Þær þóttu djarflega klæddar og frekar eins og magadansmeyjar en spænskar senjórítur. PÚKÓ Flytjendur Póllands í keppninni 2007 í Helsinki í Finn- landi vöktu athygli fyrir búninga sem þóttu hneykslanlegir. ÖFGAFULL Svetlana Lobodato keppti í Eurovision árið 2009 í Moskvu. Hún þótti í djörfum búningi og kynþokkafull á svið- inu. Öfgafull sviðsframkoma virðist hafa vakið nokkra athygli á laginu í Moskvu sem dugði þó ekki til sigurs. BABÚSKUR Rússnesku ömmurnar þóttu krúttlegar á svið- inu í sínum hræðilegu búningum þótt ekki næðu þær árangri í keppninni í Bakú í Aserbaídsjan árið 2012. TÍSKAN 2013 Vel er fylgst með fatastíl keppenda þessa árs en á einni aðdáendasíðunni mátti lesa að keppnin væri óvenju svört og hvít hvað fötin varðaði að þessu sinni. Save the Children á Íslandi Eurovisionpartý í Flash 30 % afsláttur af öllum vörum Fimm-laugard Breska húðvörulínan NIP+FAB frá Rodial er náttúruleg og án allra parabena. Varan er bæði vönduð og ódýr og hentar öllum húðgerðum. NIP+FAB hefur algjörlega slegið í gegn og er sem dæmi notað af mörgum helstu stjörnum Hollywood um þessar mundir meðal annars leikkonunum Kristen Stewart, Kelly Brook, Angeliu Jolie og Charlize Theron. Náttúrulegar húðvörur án parabena bæði fyrir andlit og líkama sem gefa frábæran árangur NIP + FAB KYNNING 16. og 17. maí, í Lyfju Lágmúla, Laugavegi, Smáratorgi og Smáralind. 20 % kynningarafsláttur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.