Fréttablaðið - 16.05.2013, Page 46
Eurovision FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 20136
BBQ vængir fyrir 6
1 kg af kjúklingavængjum
1 lítil dós af kóladrykk
½ bolli heit sósa
¼ tsk. svartur pipar, mulinn
¼ tsk. cayenne-pipar
1 msk. sojasósa
Blandið heitu sósunni, kóla-
drykknum, kryddinu og soja-
sósunni saman í stóran pott
og bætið kjúklingavængjun-
um út í. Hitið grillið í meðal-
hita og setjið pottinn öðrum
megin á grillið og látið sós-
una malla við óbein-
an hita.
Þegar sósan byrj-
ar að malla skal
veiða vængina upp
úr með töng, skella
þeim beint á grillið og
elda í 8-10 mínútur.
Setjið þá síðan aftur í
sósuna og látið malla
í smá stund. Skellið
þeim þá aftur á grill-
ið og endurtakið þetta
á á tíu mínútna fresti í allt að
klukkutíma þar til sósan verð-
ur þykk.
www.bbq.about.com
Köld gráðostasósa til að
dýfa í
1/3 bolli kotasæla
½ tsk. hvítvínsedik
2 msk. mjólk
1 msk. marinn gráðostur
1/8 tsk. hvítur pipar
1 hvítlauksgeiri saxaður
Setjið kotasælu, edik, mjólk og
helminginn af gráðostinum í
matvinnsluvél ásamt piparn-
um og hvítlauknum. Blandið
á hægum hraða þar til sósan
er mjúk. Hellið í skál og bætið
restinni af gráðostinum út í og
hrærið. Kælið áður en borið
er fram.
www.telespoon.com
Björn og Benny hafa samið þema lag keppninnar, We Write The Story, sem verður
notað sem upphafslag hennar þegar
þátttökuþjóðirnar keppa til úrslita
á laugardagskvöldið kemur. Lagið
vinna þeir í samvinnu við sænska
plötusnúðinn og upptökustjórann
Avicii, sem aðallega annast útsetn-
ingu lagsins.
Ekki fór á milli mála að stjórn-
endur sænska sjónvarpsins SVT
voru ákaflega stoltir þegar þeir til-
kynntu fyrr á árinu að Björn og
Benny hefðu fallist á að semja
þema lag keppninnar í ár. Í tilkynn-
ingu frá stofnuninni segir að þegar
byrjað var að leggja drög að keppn-
inni í Malmö hafi það einmitt verið
ofarlega á óskalistanum að þess-
ir tveir helstu dægurlagahöfundar
Svíþjóðar leiddu saman hesta sína á
ný og semdu eitthvað bitastætt sem
auka mætti gildi keppninnar. Þeim
varð að ósk sinni.
Waterloo 1974
Björn Ulvaeus og Benny Anderson
hafa látið lítið fyrir sér fara á hinu
alþjóðlega dægurtónlistarsviði
undan farin ár. Þar hefur Avicii,
samstarfsmaður þeirra, hins vegar
farið mikinn og átt hvern stórsmell-
inn á fætur öðrum í samstarfi við
þekkta söngvara. Avicii heitir réttu
nafni Tim Bergling, 25 ára Svíi sem
gerðist snemma plötusnúður og fór
að endurhljóðblanda tónlist um 18
ára aldurinn.
Það voru sem sagt enn þá fimm-
tán ár í að Avicii liti í fyrsta sinn
dagsins ljós þegar ABBA sigraði
eftir minnilega í Eurovision-keppn-
inni 6. apríl 1974, fyrir hartnær fjór-
um áratugum. Hljómsveitin þótti
koma með ferskan blæ í keppnina,
þótt samanburðarfræðingar popp-
tónlistarinnar hafi löngu bent á að
sigurlagið Waterloo sverji sig ræki-
lega í ætt við breska glitrokkið sem
var mjög í tísku á fyrri hluta áttunda
áratugar síðustu aldar.
Waterloo var þó síður en svo
fyrstu afskipti liðsfólks ABBA af
Eurov ision-keppninni. Benny
sendi til dæmis árið 1969 lagið Hej
Clown í Melodifestivalen, undan-
keppni Eurovision, en hafði ekki er-
indi sem erfiði. Tveimur árum síðar
sendu þeir Björn og Benny tvö lög í
viðbót í undankeppnina og enn eitt
árið 1972, en eitthvað voru Svíar
seinir að kveikja á hæfileikum þess-
ara tilvonandi vonarstjarna sinna á
dægur flugusviðinu.
Leiðin til heimsfrægðar
Árið 1973 var kvartettinn ABBA
orðinn til og enn einu sinni skyldi
reynt við Eurovision-frægðina.
Það var einkum Stikkan Ander-
son, umboðsmaður sveitarinnar,
sem hafði á því óbilandi trú að leið-
in til heimsfrægðar lægi í gegnum
sigur í Euro vison-keppninni. Það
ár reyndi ABBA fyrir sér með laginu
Ring Ring. Enn voru Svíar seinir að
kveikja. Lagið náði einungis þriðja
sæti í Melodifestivalen og heims-
frægðin lét bíða eftir sér.
Stikkan hóf þegar eftir með ófar-
irnar með Ring Ring að leggja drög
að þátttöku ABBA í keppninni næsta
ár. Síðla árs 1973 bauð sænska sjón-
varpið ABBA síðan að verða fulltrúi
Svía í keppninni vorið 1974, ef rétt
lag fyndist. Þeir Björn og Benny
sömdu nokkur lög og var ákveðið
að Waterloo yrði sent í keppnina.
Lagið var útsett í svipuðum anda og
Ring Ring og nú var ekki að sökum
að spyrja: Waterloo sigraði með
glæsibrag. Útgáfufyrirtækið var til-
búið með samninga við erlend fyrir-
tæki þannig að lagið kom út víða um
heim og æddi upp vinsældarlista
strax um vorið. Ferill ABBA, helstu
„útflutningsvöru“ Svía um árabil, og
lagahöfundanna Björns og Bennys
var tryggður um alla framtíð.
Björn og Benny
í Eurovision á ný
Svíarnir Björn Ulvaeus og Benny Anderson, sem gerðu
garðinn frægan með ABBA í eina tíð, ætla að
endur nýja kynnin við Eurovision-söngvakeppnina í ár.
Á næsta ári eru fjörutíu ár frá því að ABBA-flokkurinn kom, sá og sigraði í Eurovison-
söngkeppninni. MYND/GETTY
ABBA-flokkurinn náði heimsfrægð eftir sigurinn í Eurovision 6. apríl 1974. Á myndinni
eru Agnetha Faltskog og Björn Ulvaeus, Anni-Frid Lyngstad og Benny Andersson.
MYND/GETTY
Naslað yfir Eyþóri
Grillaðir kjúklingavængir eru ljúffengir með kaldri gráðostasósu og tilvalið
partísnakk yfir Eurovision. Eins hentar sósan vel með niðurskornu grænmeti,
selleríi og gulrótum.
www.gengurvel.is
Ég er einn þeirra manna sem tóku þátt í að reyna
ProStaminus á sínum tíma og sé ekki eftir því.
Ég tók 2 töflur á kvöldmatartíma í einn mánuð. Ég fann smátt og smátt að
þvagbunan styrktist til muna og salernisferðum á nóttunni fækkaði verulega.
ProStaminus virkaði sem sagt vel á mig en samt sem áður ákvað ég að taka
ekki meira inn að sinni.
Eftir að ég tók mér hlé fór bunan versnandi og næturferðum
á salernið fjölgaði aftur með tilheyrandi svefntruflunum og
orkuleysi og þá ákvað ég að hefja aftur inntöku á ProStaminus
og árangurinn lét ekki á sér standa. Bunan styrktist strax og
salernisferðum á nóttunni fækkaði og ég hef lofað sjálfum
mér því að halda áfram að taka ProStaminus því líðanin er
miklu betri og árangurinn framar vonum.
Pétur Maack Pétursson -
69 ára fyrrum sendibílsstjóri
og nú parkinssonsjúklingur
er spennandi nýjung sem
er fyrst og fremst ætluð karlmönnum sem hafa
einkenni góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli
sem getur valdið vandræðum við þvaglát.
P
R
E
N
T
U
N
.IS
fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða