Fréttablaðið - 16.05.2013, Side 48

Fréttablaðið - 16.05.2013, Side 48
Eurovision FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 20138 SÖNGVAKEPPNIN Í SAMFÉLAGSMIÐLUM Aðdáendur Eurovision-keppninnar þurfa ekki lengur að stóla á sjónvarps- útsendingar og dagblöð til að fylgjast með keppninni og uppáhalds flytjendum sínum. Nú geta þeir fylgst með keppninni allan sólarhringinn á flestum stærri samfélagsmiðlum. Opinbera Facebook-síðu keppninnar má finna undir Euro- visionSongContest þar sem stöðugt er verið að setja inn nýjar fréttir, myndbönd og ljósmyndir. Twitter-notendur geta kíkt á síður keppninnar Eurovision og Eurovisionpress til að sjá skemmtileg tíst. Opinber Instagram-síða keppninnar er undir heitinu Eurovision og þar má finna mikið magn skemmtilegra ljósmynda af keppendum og úr undankeppnum. Myndavefurinn Pinterest býður einnig upp á sérstaka síðu fyrir keppnina undir Eurovision 2013. Auk þess halda ýmsir kepp- endur úti eigin síðum á ýmsum samfélagsmiðlum. Opinberan vef keppninnar má svo finna á www.eurovision.tv en hann fékk metaðsókn á síðasta ári. Nú er búið að uppfæra vefinn og gera hann aðgengilegri snjallsímum og spjaldtölvum. Ríkissjónvarpið heldur einnig úti vefnum www.ruv.is/eurovision. SANDRA KIM VERÐUR ALLTAF YNGST Sandra Kim er enn yngsti keppandinn sem unnið hefur Eurovision en hún var 13 ára þegar hún vann árið 1986. Hún mun halda þeim titli hér eftir þar sem árið 1990 voru settar reglur um aldurstakmark í keppnina, þátttakendur verða að vera orðnir 16 ára. Reglan var sett eftir að tvö börn, 11 og 12 ára, tóku þátt í keppninni árið áður. Emil Ramsauer er aftur á móti elsti keppandi í sögu Eurovision en hann er 95 ára gamall. Hann leikur á bassa með svissneska keppnisliðinu í ár. Rússnesku ömmurnar sem kepptu á síðasta ári áttu aldursmetið fram að þessu en sú elsta þeirra var 86 ára. HIN ÓBORGANLEGA LYNDA WOODRUFF Þeir sem fylgjast með skemmti- atriðum Eurovision-keppninnar munu ekki komast hjá því að kynnast afar skemmtilegum sjónvarpskarakter. Sá heitir Lynda Woodruff og er leikin af Söruh Dawn Finer. Finer er fædd og uppalin í Sví- þjóð en á enskumælandi foreldra. Hún er söngkona, lagahöfundur og leikari. Persónu Lyndu Woodruff, sem á að vera bresk og talar með afar breskum og tilgerðar- legum hreim, mótaði Finer fyrir sænska Melodifestivalen árið 2012 en Finer var einmitt kynnir keppninnar. Lynda kom fyrst fram í skopatriði á lokakvöldi keppninnar. Lynda er uppskrúf- aður og litríkur persónuleiki, kann lítið fyrir sér og fer ítrekað vitlaust með staðreyndir. Hin skondna persóna Lyndu er nú tengd Eurovision sterkum böndum, í það minnsta í hugum Svía. Hún kynnti til að mynda nið- urstöður sænsku kosninganna í aðalkeppni Eurovision í fyrra. Hún var áberandi á Melodifestivalen í ár og kemur fram í skopatriðum bæði í kvöld og á laugardaginn. Sarah Dawn Finer í gervi Lyndu Woodruff sem skemmtir áhorfendum Eurovision í ár með skemmtilegum skopatriðum. BAYERN VS. DORTMUND ÚRSLITIN RÁÐAST Í ÞRÍVÍDD Í SMÁRABÍÓI LAUGARDAGINN 25. MAÍ KL. 18:45 Húsið opnar kl. 16:00 og að sjálfsögðu verður barinn opinn. Miðaverð 2.500 kr, 3D gleraugu ekki innifalin. MIDASALAN HEFST Í DAG KL. 10! Miðasala fer fram á Miði.is og eMiði.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.