Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 50
KYNNING − AUGLÝSINGKrakkar FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 20134 Rathlaup er hlaupaíþrótt sem gengur út á að nota kort og áttavita til að fara á milli stöðva sem merktar eru inn á kort. Málið snýst síðan um að vera sem fljótastur að fara á milli,“ segir Gísli Örn Bragason í Rathlaupsfélaginu Heklu. Félagið mun í sumar bjóða upp á ókeypis námskeið í rathlaupi í Öskjuhlíð. Námskeiðið er ætlað krökkum á aldrinum 10 til 14 ára. „Við byrjum á að kenna krökkunum hvernig maður les af korti og smáþyngjum síðan verkefnin,“ upplýsir Gísli en fyrir utan að skemmta sér í skóg- inum í Öskjuhlíð læra krakkar að ferðast öruggir og bjarga sér úti í náttúrunni. Rathlaup á sér ekki langa sögu á Íslandi en það er upprunnið í Skandinavíu. „Þar kallast íþrótt- in orientering og er afar vinsæl, sérstaklega í Noregi og Svíþjóð,“ segir Gísli og bætir við að keppt sé í íþróttinni og meðal annars hald- in heimsmeistaramót. Rathlaupsfélagið Hekla kynnti Íslendingum sportið árið 2010. „Við höfum verið að byggja upp fé- lagið síðan. Höfum byggt upp kort og þekkingu en ætlum nú að auka starfið og fjölga iðkendum,“ segir Gísli en einn liður í því er að kynna sportið fyrir ungu fólki með fyrr- greindum námskeiðum. Í boði verða þrjú námskeið. Þau standa yfir í fjóra daga í tvo tíma hvern dag, frá klukkan 16.30 til 18.30. Námskeiðið er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig því 16 til 20 krakkar komast á hvert nám- skeið. Nánari upplýsingar og skrán- ingar eru á www.rathlaup.is. Einnig er hægt að skrá sig gegnum netfangið gbragason@gmail.com. Frítt námskeið í rathlaupi Rathlaupsfélagið Hekla heldur rathlaupsnámskeið fyrir krakka í Öskjuhlíð í sumar. Rathlaup er nýleg íþrótt á Íslandi en hefur lengi verið stunduð í Skandinavíu. Rathlaup er íþrótt. Í rathlaupi fá iðkendur kort sem á eru merktir nokkrir staðir. Þegar komið er á vissan stað er klippt í kortið með sérstakri klemmu til að staðfesta að sá staður sé búinn. Krakkarnir munu læra að rata um skóginn í Öskjuhlíð með korti og áttavita. Sumarið í Kaldárseli verður ævintýri. Við ætlum að sprey ta ok kur á stult- um, hjóla á einhjólum og gera hressandi æfingar á fjölbreytt- um sirkus leiktækjum,“ upplýsir Hreiðar Stefánsson, formaður stjórnar sumarbúða hjá KFUM og KFUK í Kaldárseli. Að venju bjóðast vönduð og skemmtileg námskeið og sumar- búðir á vegum KFUM og KFUK í sumar. Hæst ber nýtt sirkus- leikjanámskeið sem unnið er í samvinnu við Cirkus Flik-Flak, stærsta barnasirkus Norður- landa. „Si rk usná mskeiði n verða haldin í Kaldárseli þar sem for- ingjar okkar njóta leiðsagn- ar þjálfara Cirkus Flik-Flak frá Óðins véum,“ útskýrir Hreiðar sem árið 1979 kynntist Tommy Harding, stofnanda Cirkus Flik- Flak. „Þá vorum við Tommy á nor- rænu KFUM-móti í Noregi þar sem mikill vinskapur myndað- ist á milli danskra og íslenskra ungleiðtoga. Síðar, þegar Tommy stofnaði sirkusinn, óskaði hann eftir aðstoð við undirbúning að heimsókn til Íslands og hefur hópurinn tvisvar áður komið til landsins, árin 2003 og 2007.“ Í þriðju heimsókn Cirkus Flik- Flak til Íslands í sumar mun sirkusinn sýna listir sínar víða um land, meðal annars á Húsa- vík, Akureyri, Sauðárkróki, Snæ- fellsbæ, Mosfellsbæ og Reykjavík. „Í Kaldárseli gefst okkur tæki- færi til að læra sirkusfræðin af reyndum þjálfurum og í fram- haldi verða haldin sérstök sirkus- námskeið með leikjaformi í sum- arbúðunum í Kaldárseli,“ upp- lýsir Hreiðar um námskeiðin sem haldin verða í júlí til viðbótar við hefðbundna sumarbúðadagskrá. „Á námskeiðunum leggjum við áherslu á vináttu, kærleika og virðingu barnanna fyrir hvert öðru. Dagskráin er fjölbreytt; leikir, útivist, stuttar ferðir um nágrennið og fræðsla um lífið og tilveruna út frá kristilegu sjónar- miði. Sérstök áhersla verður á leiki og æfingar í sirkusleiktækj- um, eins og einhjólum, stultum, jafnvægisleiktækjum, trúðagríni og öðrum sirkustengdum leikj- um,“ segir Hreiðar. Rúta fyrir námskeiðin legg- ur upp frá Lækjarskóla í Hafnar- firði k lukkan 8 en foreldrar sækja börnin daglega í Kaldár- sel klukkan 17. „Í lok námskeiðs höldum við sirkussýningu þar sem börn- in sýna fjölskyldum sínum hvað þau hafa lært,“ segir Hreiðar. Sirkus-leikjanámskeið fyrir sex til níu ára börn hefst 8. júlí og fyrir níu til tólf ára þann 19. júlí. Skráning í sumarbúðir og námskeið KFUM og KFUK fer fram á www.kfum.is eða í síma 588 8899. Nánar á www.kfum.is Sirkus í Kaldárseli Spennandi sirkus-leikjanámskeið í samvinnu við Cirkus Flik-Flak, stærsta barnasirkus Norðurlanda, verða í sumarbúðum KFUM og KFUK í sumar. Það verður ósvikið fjör og gaman á sirkus-leikjanámskeiðum KFUK og KFUM í Kaldárseli í sumar. Kostir Donna-frjósemisprófsins ■ Án aukaverkana ■ Hefur ekki áhrif á kynlíf ■ Þarf ekki að nota flóknar líkamshita- töflur ■ Auðvelt og snyrtilegt í notkun ■ Er fyrirferðarlítið og hægt að nota hvar sem er og hvenær sem er ■ Eykur öryggi við að ákvarða frjósam- asta tíma konunnar og eykur líkur á þungun ■ Einfalt, hraðvirkt og ódýrt ■ Gefur möguleikann á að fylgjast með hormónamagninu daglega (estró- genmagni) og hvort egglos á sér stað eða ekki Donna-frjósemisprófið er auðvelt í notkun og hægt að nota hvar og hvenær sem er. Fæst eingöngu í apótekum. Nánari upplýsingar á www.icecare.is icecare@icecare.is Handhæg smásjá til að kanna egglos og frjósemi út frá munnvatni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.