Fréttablaðið - 16.05.2013, Side 58
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
Veruleikinn
getur tekið á sig
ýmsar myndir og ég
lít á þetta sem hreint
og beint raunsæi.
Þetta gengur ekki út
á einhverjar brellur;
baráttan í bókinni er
raunveruleg en ekki
af öðrum heimi.
ÚR BRÚNNI
Jón Atli vinnur
með framleiðundum
þáttanna vinsælu.
➜ Spurður út í myndina sem
hann er að vinna með fram-
leiðendum dansk-sænsku
spennuþáttanna Brúin, sem
voru sýndir hér á landi í fyrra
við miklar vinsældir, verst Jón
Atli frekari frétta. „Þetta er enn
á því stigi að það er best að
segja sem minnst í bili.“
Börnin í Dimmuvík segir frá aldr-aðri konu sem sem fer á æsku-slóðirnar í ónefndu plássi úti á landi til að fylgja bróður sínum til grafar. Um leið reikar hugur hennar aftur til ársins 1930,
þegar sultur svarf að heimilinu í miklu
harðæri. Voveiflegir atburðir taka að gerast
eftir að móðirin fæðir andvana fyrirbura,
sem er dysjaður í grennd við smábýli fjöl-
skyldunnar í Dimmuvík.
Jón Atli segir að hugmyndin að bókinni
hafi sprottið út frá öðru verkefni, kvikmynd
sem hann vinnur að með framleiðendum
Brúarinnar.
„Umfjöllunarefnið þar er allt annað en
varð engu að síður til þess að ég fékk áhuga
á þessu efni, harðindunum og neyðinni sem
fólk bjó við. Það var svo móðir vinar míns
sem sagði mér frá því hvernig fólk hefði
komið hvert öðru til hjálpar þegar hungur
eða aðrir erfiðleikar steðjuðu að, en gætti
sín á að gera það á þann hátt að fólk gat
haldið áfram reisn sinni. Og þessi fortíð
er ekki svo langt undan, innan við manns-
aldur. Það er enn á lífi fólk sem fæddist í
torfbæjum.“
Til að ljá bókinni trúverðugleika segist
Jón Atli hafa leitast við að fanga sér tungu-
tak þess tíma sem bókin gerist á.
„Ég vildi líka ná fram ákveðinni skynjun
sem mætir manneskjunni þegar hún hefur
takmarkaðar upplýsingar; þegar hún hefur
ekki aðgang að veröldinni heldur er heimur-
inn bundinn við afmarkaðan stað, í þessu
tilfelli lítinn fjörð.“
Það er dimmur og ísjárverður andi yfir
bókinni. Jón Atli þvertekur þó fyrir að
þetta sé draugasaga.
„Alls ekki. Veruleikinn getur tekið á sig
ýmsar myndir og ég lít á þetta sem hreint
og beint raunsæi. Þetta gengur ekki út á
einhverjar brellur; baráttan í bókinni er
raunveruleg en ekki af öðrum heimi.“
Börnin í Dimmuvík er nóvella, eða stutt
skáldsaga. Jón Atli á að baki fleiri bækur
en hefur fyrst og fremst gert sig gildandi
sem leikskáld og handritshöfundur. Hann
segir nóvelluformið henta sér.
„Það liggur mjög nálægt því sem kallað
er „treatment“ og eru eins konar drög að
kvikmyndahandriti. Enda hafa óteljandi
kvikmyndir verið gerðar eftir nóvellum;
þær eru að mörgu leyti mjög hentugar til
þess.“ bergsteinn@frettabladid.is
MENNING
Hvað kom fyrir börnin í Dimmuvík?
Jón Atli Jónasson sendir frá sér bókina Börnin í Dimmuvík, ískyggilega nóvellu sem gerist að mestu árið 1930. Bókin spannst út frá
vinnu Jóns Atla með framleiðendum sjónvarpsþáttanna Brúin, sem sýndir voru á Íslandi í fyrra.
➜ Aðrar bækur
Jóns Atla
Brotinn taktur
(smásögur) 2004
Í frostinu
(skáldsaga) 2005
Ballaðan um
Bubba Morthens
(svipmynd) 2006
JÓN ATLI
Hugmyndin að
bókinni börnin í
Dimmuvík spratt
upp úr öðru verkefni.
www.facebook.com/OpticalStudio
Umboðs- og dreifingaraðili Ray Ban á Íslandi
Ný sending komin af
Ray•Ban sólgleraugum
Mikið úrval
Sýningarnar Huglæg landakort/
mannshvörf og Gersemar verða
opnaðar í Listasafni Íslands á
föstudag. Sú fyrrnefnda dregur
upp mynd af hinni miklu fjöl-
breytni, sem finna má í tjáningu
listamanna frá smáríkjum
Evrópu, þjóðum með innan við
milljón íbúa, óháð landfræðilegri
legu og stærð landa þeirra. „Með
blað- og bóklist að vopni takast
þessir listamenn á við langa hefð
einstæðrar útgáfustarfsemi, sem
miðlun skapandi samskipta,“ segir
í tilkynningu safnsins en fjörutíu
listamenn frá fimmtán löndum
eiga verk á sýningunni.
Sú síðarnefnda, Gersemar, er
sýning úr safneign sem standa
mun í sumar. Undir samheitinu
Gersemar verður hægt að sjá
íslensk málverk og teikningar frá
19. öld og fyrri hluta 20. aldar –
árdögum nútímalistar í landinu.
Listamenn
smáþjóða sýna
HUGLÆG LANDAKORT/MANNS-
HVÖRF Opnun í Listasafni Íslands á
föstudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN