Fréttablaðið - 16.05.2013, Side 73

Fréttablaðið - 16.05.2013, Side 73
FIMMTUDAGUR 16. maí 2013 | MENNING | 53 Jennifer Aniston er kynþokka- fyllsta kona allra tíma, ef marka má bandaríska tímaritið Men‘s Health. Á lista tímaritsins er Aniston talin kynþokkafyllri en margar af frægustu og vinsæl- ustu leikkonum sögunnar eins og Raquel Welch, Marilyn Monroe og Angelina Jolie. Sú síðast- nefnda keppti einmitt við Aniston um ást og athygli leikarans Brads Pitt svo eftir var tekið um allan heim fyrir nokkrum árum. Þegar Aniston sjálf, sem er 42 ára gömul, var spurð hverja hún teldi kynþokkafyllstu konu allra tíma nefndi hún tvær til sögunn- ar, frönsku leikkonuna Brigitte Bardot og bandaríska femínist- ann Gloriu Steinem. Aniston valin kynþokkafyllst JENNIFER ANISTON Leikkonan úr Friends þykir heitari en Raquel Welch og Marilyn Monroe. R&B-tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur samið mikið af kántrí- lögum að undanförnu. Þessu greindi söngvarinn frá í viðtali við Vibe. Kelly, sem sendi frá sér sína elleftu plötu, Write Me Back, á síðasta ári, útskýrði í viðtalinu að þetta flakk á milli tónlistar- tegunda væri tilraun til að sýna almenningi fram á að hæfi- leikar hans væru ekki einungis á sviði „kynferðislegra“ laga. „Ég er ánægður með að hafa fengið gjöf sem leyfir mér að skipta á milli akreina,“ sagði söngvarinn. R. Kelly semur kántrílög R. KELLY Vill sýna fram á að hæfileikar hans liggi víða. Ásgeir Trausti hitar upp fyrir Of Monsters and Men á tónleikaferð hljóm- sveitarinnar um Evrópu í sumar. Um er að ræða níu tónleika í París, Bretlandi, Danmörku, Þýskalandi og Belgíu. Ásgeir verður meira og minna á ferð og flugi um Evrópu í sumar. Auk þess að hita upp fyrir Of Monsters and Men kemur hann fram á hátíðunum Hróarskeldu og Wonderfestiwall í Danmörku, Pohoda í Slóvakíu, G! Festival í Fær eyjum og Haldern Pop Festival í Þýskalandi. Hér heima fá gestir Bræðslunnar, Keflavík Music Festival og Þjóðhátíðar í Eyjum að njóta tóna þessa unga tónlistarmanns. Ásgeir Trausti er núna staddur á tón- leikaferðalagi um Bretland þar sem hann hitar upp fyrir John Grant á tíu tón- leikum. Í gær spiluðu þeir í Manchester og í kvöld verða þeir á tónleikastaðnum Shepherds Bush Empire í London. Ásgeiri hefur verið vel tekið í Bretlandi og feng- ið góða dóma hjá þarlendum vefmiðlum. Platan Dýrð í dauðaþögn kemur út á ensku í haust erlendis. Tónleikaferð verð- ur farin til að fylgja henni eftir og hafa þrennir tónleikar í Danmörku verið stað- festir í október. Ásgeir hitar upp fyrir Monsters Ásgeir Trausti hitar upp fyrir Of Monsters and Men í tónleikaferð um Evrópu. UPPHITUN Ásgeir Trausti hitar upp fyrir Of Monsters and Men í Evrópu. Nýtt Fatabúð Hjálpræðishersins Garðastræti 6, Reykjavík Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 út á Granda Opið alla virka daga kl. 13.00 – 18.00 ... af notuðum fötum ... MIKIÐ ÚRVAL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.