Fréttablaðið - 16.05.2013, Síða 78
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 58
55
Íslandsmeistaratitla má
fi nna í verðlaunaskáp
Guðmundar. 20 í einliðaleik,
18 í tvíliðaleik og 17 í
tvenndarleik.
BORÐTENNIS „Ég vildi leyfa ein-
hverjum Kínverja að taka þetta.
Gefa þeim séns. Það má ekki allt-
af jarða þá,“ segir Guðmundur
hlæjandi um ástæðu þess að hann
gaf ekki kost á sér í tvö verkefni
íslenska landsliðsins í mánuðinum.
Landsliðið lauk keppni á HM í
París á mánudaginn en Smáþjóða-
leikarnir fara fram í Lúxemborg
í lok júní.
„Ég hefði viljað taka þátt í
heimsmeistaramótinu en það hent-
aði bara ekki,“ segir Guðmundur,
sem starfar hjá tengdaforeldr-
um sínum í Rafvörumarkaðnum
í Síðumúla. Hann segir enn jafn-
merkilegt að spila með landsliðinu
eftir öll þessi ár.
„Það er alltaf gaman að spila
en ég hef klárlega gert minna af
því undanfarin ár. Þegar maður
er alltaf að fara í svona landsliðs-
verkefni þarf maður stöðugt að
fá frí frá vinnu,“ segir Guðmund-
ur. Nóg sé að nota sumarfrísdaga
til þess að fara utan og spila með
félagsliði sínu í Hollandi.
„Það eru styttri ferðir svo ég
þarf bara að nota einn sumarfrís-
dag í staðinn fyrir kannski tíu sem
fara í landsliðsverkefnin.“
Reif sig úr treyjunni
Guðmundur varð hollenskur
meistari með liði sínu Taverzo frá
bænum Zoetermeer á dögunum.
Titillinn var langþráður því Guð-
mundur og félagar höfðu hafnað í
öðru sæti undanfarin tvö ár. Guð-
mundur reif sig bókstaflega úr
treyju sinni þegar sigurinn var í
höfn.
„Maður verður að sýna tilfinn-
ingar,“ segir Guðmundur hlæj-
andi og bætir við að um létt grín
hafi verið að ræða í bland við sig-
urgleði. Tímabilið í Hollandi er
tvískipt að því leyti að leikin er
undan keppni og úrslitakeppni
bæði fyrir jól og eftir jól. Deildar-
meistarar eru krýndir bæði fyrir
og eftir jól. Vinni sama liðið báðar
deildarkeppnirnar er liðið krýnd-
ur hollenskur meistari en ef tvö
lið verða deildarmeistarar mætast
liðin í hreinum úrslitaleik að vori.
Guðmundur og félagar töpuðu
þeim úrslitaleik síðustu tvö tíma-
bilin en í ár stóðu þeir uppi sem
sigurvegarar bæði um jólin og nú
í maí.
„Þetta er alveg fáránlegt kerfi,“
segir Guðmundur um fyrirkomu-
lagið, sem er í flóknari kantinum
eins og lesendur línanna hér að
ofan hafa mögulega áttað sig á.
„Þetta er gert til að fá fleiri
alvöru leiki yfir tímabilið. Aðal-
leikirnir eru þessir úrslitaleik-
ir og pælingin er ágæt. Þetta er
samt afar ruglingslegt,“ segir Guð-
mundur. Hann bætir við að fyrir-
komulaginu verði breytt í hefð-
bundnara form á næstu leiktíð.
Guðmundur spilar ekki alla leiki
Taverzo. Hann þarf að spila þrjá
leiki í deildinni til að vera lög-
legur í úrslitakeppninni. Hann
spilaði því aðeins fjóra leiki á vor-
tímabilinu að meðtöldum úrslita-
leiknum í síðustu viku. Honum
stendur til boða að spila með lið-
inu á næsta ári en hefur ekki gert
upp hug sinn.
Mætir ef einhver er með stæla
„Pælingin var að taka mér smá
frí fyrir jól og fara að spila aftur
eftir jól,“ segir Guðmundur og seg-
ist munu spila eitthvað erlendis.
„Það er ekki eins og ég sé orðinn
eitthvað eldgamall,“ segir íþrótta-
maðurinn, sem verður 31 árs í
júní.
Guðmundur varð Íslandsmeistari
í 20. skiptið í röð í mars og vann
auk þess þrefalt í sextánda skipti.
Hann varð fyrst Íslandsmeistari í
karlaflokki aðeins ellefu ára gam-
all. Á dögunum kom fram að hann
ætlaði að leyfa öðrum að vinna
titil inn á næsta ári.
„Ég er hættur við það. Mig lang-
aði bara í alla athyglina,“ grínast
Guðmundur. Hann segir ákvörðun
sína standa en segir þó hlæjandi:
„Ég gæti samt alveg mætt ef ein-
hver er með stæla.“ kolbeinntumi@365.is
Vildi gefa Kínverjunum séns
Guðmundur Stephensen gaf hvorki kost á sér í íslenska landsliðið á HM í París né Smáþjóðaleikana sem
fram fara í lok mánaðar. Borðtenniskappinn þrítugi, sem varð á dögunum hollenskur meistari með liði sínu
Taverzo, er ekki tilbúinn að fórna öllu sumarfríi sínu í landsliðsverkefni.
AUGUN Á KÚLUNNI Guðmundur í kunnuglegri stellingu í uppgjöf á Íslandsmótinu í mars. Hann verður að óbreyttu á meðal
áhorfenda á Íslandsmótinu í TBR-húsinu að ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GOLF Í vikunni var undirritað
samkomulag á milli Golfsambands
Íslands og Íslandsbanka um barna-
og unglingastarf sambandsins í
sumar. Barna- og unglingamótar-
aðir sumars ins munu því bera
nafn Íslandsbanka en fyrstu mótin
fara fram um helgina, bæði í aðal-
mótaröðinni og áskorendamóta-
röðinni.
Mikill uppgangur hefur verið í
golfíþróttinni á meðal barna og
unglinga hér á landi og komast
aðeins 144 bestu kylfingar
landsins í aðalmótaröðina. Þar
er skipt í karla- og kvennaflokk,
sem og þrjá aldursflokka. Meðal
þeirra fjölmörgu ungu og efnilegu
kylfinga sem Ísland á er Saga
Traustadóttir (á mynd), 15 ára
kylfingur úr GR. Hún var viðstödd
undirritun samstarfsins ásamt
Herði Þorsteinssyni frá GSÍ og
Hólmfríði Einarsdóttur frá Íslands-
banka.
Fyrsta mótið í aðalmótaröðinni
fer fram í Þorlákshöfn um helgina
en alls fara fram sjö mót í sumar,
það síðasta í byrjun september-
mánaðar. Keppt verður í áskor-
endamótaröðinni á Húsatóftarvelli
í Grindavík á morgun.
Golfvertíðin hefst um helgina
Þróttur R. - ÍBV Leiknir R. - Ármann
Magni - Þróttur V. Valur - Fram
Fylkir - Völsungur Álftanes - Víkingur Ó.
FH - Keflavík HK - Breiðablik
KV - Víkingur Reykjavík SIndri - Ýmir
Hamar - Tindastóll Grótta - Höttur
ÍA - Selfoss KR - Grindavík
BÍ/Bolungarvík - Reynir S. Þór - Stjarnan
32 liða úrslitin
FÓTBOLTI Dregið var í 32-liða
úrslit Borgunarbikarkeppni karla
í gær en liðin tólf úr Pepsi-deild
karla voru þá í fyrsta sinn í hatt-
inum. Alls verða þrír innbyrðis-
slagir á meðal liðanna í efstu
deild, þar af mætast Reykjavíkur-
stórveldin Fram og Valur.
Þá munu einnig eigast við
grannliðin og erkifjendurnir í
Kópavogi, HK og Breiðablik.
Staða liðanna er þó ólík í Íslands-
mótinu en Blikar þykja til alls
líklegir í Pepsi-deildinni á meðan
HK-ingar eru í 2. deild.
Grannaslagir
í bikarnum
BORGARSLAGUR Úr leik Vals og Fram í
Pepsi-deildinni í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í íslenska kvenna-
landsliðinu í körfubolta ætla ásamt KKÍ að halda
stelpubúðir í Keflavík á laugardaginn en þá er
öllum körfuboltastelpum, 10 ára og eldri,
boðið að koma á æfingu sem verður
skipulögð og stjórnað af leikmönnum
og þjálfurum landsliðsins. Æfingin
mun taka um tvo tíma og eftir hana
fá stelpurnar bæði pitsuveislu í boði
Dominos og svo tækifæri til að fylgjast
með æfingu A-landsliðsins. Eftir þá æfingu
munu landsliðsstelpurnar síðan vera til taks
til að svara spurningum en kvennalandsliðið
er á leiðinni á Smáþjóðaleikina í Lúxemborg.
Æfingin hefst klukkan 10.00 en skráning fer
fram á kkk@kki.is og í síma 514-4100.
Stelpubúðir í Kefl avík á laugardaginn
FÓTBOLTI Víkingar úr Ólafsvík
hafa samið við spænska
varnarmanninn Kiko Insa
og króatíska varnarmanninn
Mate Jujilo sem báðir verða
löglegir fyrir leikinn á móti
Keflavík í Pepsi-deildinni í
kvöld. Framherjinn Arnar Már
Björgvinsson er einnig kominn á
láni frá Blikum.
Þetta þýðir að leikmenn
af tíu þjóðernum eru nú í
leikmannahópi Ólsara. Auk
Íslendinga hafa spilað með liðinu
tveir Bosníumenn, einn Pólverji,
einn Slóveni, einn Serbi, einn
Letti og einn Tógómaður auk þess
að Færeyingurinn Karl Lökin var
á bekknum í báðum leikjunum.
- óój
Tíu þjóðir eiga
mann í Víkingi
DAMIR MUMINOVIC Serbinn skoraði á
móti Stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Branislav Ivanovic
tryggði Chelsea sigur í
Evrópudeildinni í gærkvöldi
þegar hann skoraði sigurmarkið
í úrslitaleiknum á móti Benfica
þegar komið var fram í
uppbótartíma. Chelsea vann
leikinn 2-1 og hefur því orðið
Evrópumeistari tvö ár í röð því
liðið vann Meistaradeildina í
fyrra.
Fernando Torres skoraði fyrsta
mark leiksins á 60. mínútu en
Óscar Cardozo jafnaði úr víti
á 68. mínúta eftir að það var
dæmdi hendi á César Azpilicueta.
Juan Mata átti stoðsendinguna
á Torres og hann lagði líka upp
sigurmarkið á þriðju mínútu í
uppbótartíma en Ivanovic skoraði
þá með frábærum skalla. - óój
Chelsea aft ur
Evrópumeistari
MAÐUR KVÖLDSINS Branislav Ivanovic skoraði sigurmarkið og hér er hann
með bikarinn að ofan og uppi á slánni til hægri. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
SPORT