Fréttablaðið - 27.05.2013, Page 45

Fréttablaðið - 27.05.2013, Page 45
MÁNUDAGUR 27. maí 2013 | MENNING | 17 OG HOLL TÓ DÝRT fyrir fjölskyld una 749kr.pk. FS laxabitar, frosnir, 400 g DANS ★★★★ ★ Vorblótið Íslenski dansflokkurinn og Sinfóníu- hljómsveit Íslands DANSAR Í ELDBORG, IGOR STRAVINSKI Í 100 ÁR. LISTAHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR Verk Stravinskys, Petrúska, fjallar um þrjár brúður; Petrúsku (karl- kyns brúðu), Ballerínu og Mára, sem fyrir tilstilli töframannsins sem á þær geta dansað og búa yfir tilfinningum. Í danssköpun sinni við Petrúsku einbeitir Jorma Uotinen sér að persónum brúðanna og samskipt- um þeirra á milli. Hann undir- strikar að þetta eru strengjabrúð- ur og skapar hreyfingar í takt við það. Hver persóna hafði sinn eigin dansstíl sem lýsti vel karakter þeirra, sem var síðan undirstrikað með skemmtilegum búningum og lýsingu. Sviðsmyndin var einföld, aðeins þrír mislitir krossar, og því mæddi mikið á dönsurunum þrem- ur sem þurftu að fylla stóra sviðið í Eldborg með nærveru sinni. Þeim tókst það í lang flestum tilfellum sem þýddi margar skemmtilegar senur en þó vantaði aðeins upp á dýptina í karaktersköpuninni. Þannig var mismunurinn á Pet- rúsku og Máranum ekki málaður nægilega sterkum litum og sorg Petrúsku og sálarangist náði ekki að skila sér sem skyldi. Það fyrsta sem var eftirtektarvert við sýninguna á Vorblótinu var hvað dansflokkurinn hefur marga góða og vel menntaða karldans- ara innan sinna raða. Þeir fengu enda að njóta sín íklæddir svört- um jakkafötum innan um fjöl- marga kvendansara sem dönsuðu um sviðið í skærlitum samkvæm- iskjólum. Efni verksins; vorið, ástin, gleði, átök og fórnir var vel sýnilegt í danssköpuninni. And- stæður voru áberandi í verkinu rétt eins og í tónlistinni, sem birt- ist meðal annars í togstreitunni á milli einstaklingsins og hópsins. Þannig var á skemmtilegan hátt spilað með tilfinninguna fyrir því að tilheyra hópnum eða vera utan hans, annaðhvort gegn eigin vilja eða vegna eigin ákvarðana. Aðstandendur verksins velja að sleppa allri leikmynd en skapa í staðinn sterka umgjörð með skrautlegum búningum kven- dansaranna. Sjónrænt kemur það vel út en verkur upp spurn- ingar um stöðu kynjanna vegna stórs hlutverks karldansaranna. Í heild hafði verkið yfir sér kaótísk- an blæ þannig að á stundum var erfitt fyrir áhorfendur að velja á hvað þeir áttu að horfa. Þess á milli birtust svo mjög skýr- ar myndir á sviðinu sem greypt- ust í huga áhorfenda og sköpuðu fallegar andstæður við kaótíkina. Þetta skapaði hættu á að áhorfend- ur misstu athyglina þegar mest var um að vera á sviðinu en bauð líka upp á ímynd af fegurð iðandi mannlífs. Hreyfiforði verksins er krefjandi og túlkar á skemmtileg- an hátt skilin á milli hins mann- lega og hins dýrslega. Andstæður eru þannig áberandi í verki Láru og Melkorku, rétt eins og í tónlist Stravinskys, sem gefur því kraft og spennu. Sesselja G. Magnúsdóttir NIÐURSTAÐA: Út frá sjónarhorni dansins var Dansar í Eldborg áhrifarík sýning og það að takast á við tónlist Stravinskys og hafa sigur ber vott um færni danshöfundanna sem og dansaranna. Blótað í Hörpu ÁHRIFARÍK SÝNING Gagnrýnandi var hrifinn af samsýningu Íslenska dansflokksins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg um helgina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.