Fréttablaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 16 3 SÉRBLÖÐ Bílar | Hestar | Fólk Sími: 512 5000 11. júní 2013 135. tölublað 13. árgangur Nafna-app slær í gegn Yfir tvö þúsund manns hafa sótt sér nýtt app fyrir íslensk mannanöfn. Nýbakaðir foreldrar áttu hugmynd- ina. 2 Hvalaskoðun Samtök ferðaþjónust- unnar vilja stækkun hvalaskoðunar- svæðis í Faxaflóa. 4 Nýjung í Kauphöllinni Sex nýjar skuldabréfavísitölur verða kynntar í Kauphöllinni í dag. 8 Færri félagslegar íbúðir Það væru mistök að byggja jafn margar sam- liggjandi félagslegar íbúðir í dag og gert var í Breiðholti á sínum tíma segir Óskar D. Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts. 12 Það á eftir að koma ljós hvort sú staða sem uppi er núna hafi varanleg áhrif á tekjumyndun virkjunarinnar Haraldur Flosi Tryggvason stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur MENNING Fyrrverandi ráðherra, Guðni Ágústsson, safnar sögum af sjálfum sér í sagnabálk. 34 SPORT Ágúst Þór Jóhannsson lands- liðsþjálfari hefur þegar sett stefnuna á Evrópumeistaramótið 2014. 30 Skyrta Kr. 2.490.- KRINGLUNNI • SÍMI 551 3200 Gallabuxur Verð frá kr. 2.490.- Heimilis RIFINN OSTUR 370 g ÍSLENSKUR OSTUR 100% SPJALDTÖLVUR FYRIR SUMARIÐ iPad mini 58.990 MENNING Lag Grétu Karenar Grétarsdóttur, Nothing, vakti á dögunum athygli stjörnubloggar- ans Perez Hilton, sem birti upp- töku af laginu á hinni vinsælu síðu sinni, Perezhilton.com. Þar líkir hann Grétu Karen við söngkonuna heimsfrægu Taylor Swift og hrós- ar laginu sjálfu í hástert. „Ég held að hann sé bara að líkja mér við Taylor Swift út af öllum þessum ástarlögum sem hún hefur samið,“ segir Gréta Karen. Lagið samdi hún ásamt Daniel Capellaro og nú hafa um 114 þúsund manns skoðað myndbandið á Youtube. Gréta Karen hefur verið búsett í Los Angeles í rúmlega fjögur ár þar sem hún hefur stundað tónlist- arnám við Musicians Institute. - mmm / sjá síðu 34 Vekur athygli í Hollywood: Hilton hrifin af Grétu Karen www.kaupumgull.is – Upplýsingar og tímapantanir: Sverrir s. 661-7000 Græddu á gulli Í Kringlunni alla daga frá kl. 11-18Nánar á bls. 27 SKOÐUN Teitur Guðmundsson læknir skrifar um hégóma, hrörnun og hamingju. 17 ORKUMÁL Hugsanlegt tekjutap Orkuveitu Reykjavíkur vegna sex megavatta minni afkastagetu Hellisheiðarvirkjunar er tæplega fjórtán milljónir króna á mánuði ef ekki er gripið til aðgerða. Það eru tæplega 163 milljónir á ársgrund- velli en sú upphæð tvöfaldast á hverju ári án aðgerða. Þetta kemur til vegna nauðsyn- legra kaupa Orkuveitunnar á orku frá Landsvirkjun til að vega upp framleiðslutapið og uppfylla samn- inga um orkuafhendingu. Orkuveit- an vill leggja gufulögn frá Hvera- hlíð til að bæta upp tapið, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir rekstur og orkuöflun fyrir jarðgufuvirkjanir vera flókið lang- tímaverkefni. „Það á eftir að koma í ljós hvort sú staða sem uppi er núna hafi varanleg áhrif á tekjumyndun virkjunarinnar.“ Spurður um skuldbindingar Orkuveitunnar vegna virkjunar- innar segir Haraldur að enn sem komið er sé ekkert uppi á borðinu sem kippi stoðunum undan rekstri virkjana á Hellisheiði. Hann segir að gagnvart Norðuráli verði staðið við gerða samninga. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðn- aðarráðherra sagði í fréttum Stöðv- ar 2 að það væri vitað að gefa ætti nýtingu jarðvarma góðan tíma, og því væri besta nýtingin að blanda saman vatnsafls- og jarðvarma- virkjunum. Þess vegna teldi hún ríkisstjórnina á réttri leið í endur- skoðun rammaáætlunar með það í huga að færa „ákjósanlega vatns- aflsvirkjunarkosti í nýtingarflokk“. Fulltrúar Vinstri grænna í umhverfis- og samgöngunefnd og atvinnuveganefnd hafa óskað eftir sameiginlegum fundi nefndanna vegna frétta af vanda virkjunar- innar. - shá / sjá síðu 6 Hundruð milljóna þarf til að bæta tap Orkuveitan þarf að kaupa orku af Landsvirkjun vegna skertra afkasta í Hellisheiðar- virkjun. Stjórnarformaður segir að staðið verði við gerða samninga við Norðurál og hagsmunir almennings varðir. Iðnaðarráðherra vill áherslu á vatnsaflsvirkjanir. Bolungarvík 13° NA 5 Akureyri 18° SSA 4 Egilsstaðir 17° SA 6 Kirkjubæjarkl. 12° A 6 Reykjavík 16° A 10 Bjart norðan og austan til en rigning með köflum sunnan- og suðvestanlands. Strekkingur með S-strönd en annars hægari. Hiti 10 til 20 stig. 4 STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vill að Alþingi feli ríkisstjórn- inni að framkvæma aðgerða- áætlun í tíu liðum „sem varða nauðsynlegar aðgerðir vegna stöðu heimilanna“, eins og Sig- mundur sagði í fyrstu stefnuræðu sinni sem forsætisráðherra. „Í aðgerðaáætluninni verður fjallað um undirbúning almennr- ar skuldaleiðréttingar, höfuðstóls- lækkun verðtryggðra hús- næðislána, möguleikann á stofnun sérstaks leiðrétt- ingarsjóðs ef önnur fjár- mögnun gengur of hægt og setningu svokallaðra lyklalaga,“ sagði Sig- mundur á Alþingi í gær- kvöldi. Með lyklalögum vísar forsætisráðherra til laga- setningar sem gera mun íbúðar- eigendum kleift að skila einfaldlega lyklunum að yfirveðsettum heimilum sínum. Meðal annarra skrefa er að kanna möguleika á að sekta fjármálafyrir- tæki vegna tafa á endur- útreikningi lána. Leggja á fram tillögur og frum- vörp samkvæmt aðgerða- áætluninni í haust. - gar / sjá síðu 4 Ríkisstjórnarflokkarnir leggja fram aðgerðaáætlun vegna stöðu heimilanna: Skuldaleiðréttingar og lyklalög SIGMUNDUR D. GUNNLAUGSSON RANNSÓKNIR Íslensk erfðagreining áætlaði arfgerðir 280 þúsund ein- staklinga án þess að afla nauðsyn- legs samþykkis segir Persónuvernd og leggur fyrir ÍE að koma því í lag. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir ekki um það að ræða að arf- gerðir umræddra 280 þúsund ein- staklinga hafi verið greindar. Til þess þurfi lífsýni. „Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa hins vegar getið sér til um arf- gerðir mikils fjölda einstaklinga án þess að fyrir liggi upplýst sam- þykki enda eru ágiskanir um fólk ekki persónuupplýsingar,“ segir Kári sem kveður úrskurð Persónu- verndar „með öllu óskiljanlegan“. - gar / sjá síðu 10 Íslensk erfðagreining: Áætlaði arfgerð óvitandi fólks KÁRI STEFÁNSSON Segir synjun um leyfi óskiljanlega. Á SJÓ Það viðraði vel til sjóferða hjá krökkunum sem sóttu siglinganámskeið hjá siglingaklúbbnum Nökkva á Akureyri í gær. Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði fyrir siglingu seglbáta, kajaka, kanóa og árabáta. Rúmlega 200 krakkar sækja námskeiðið á hverju sumri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.