Fréttablaðið - 11.06.2013, Page 23

Fréttablaðið - 11.06.2013, Page 23
HESTAR ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013 Kynningarblað Heimsmeistaramót íslenska hestsins, reiðnámskeið, útbúnaður og sleppitúrar. Hafliði Halldórsson hefur farið á öll heimsmeistaramót íslenska hestsins frá því hann keppti á mótinu í fyrsta sinn árið 1987. Hann hefur komið að mótinu sem keppandi, var í fjöldamörg ár aðstoðar- maður Sigurðar Sæmundssonar landsliðs- einvalds og síðustu tvö skiptin hefur hann deilt þeirri stöðu með Einari Öder Magnús- syni. Í ár ber hann titilinn einsamall og því fylgir nokkuð álag, enda mikið starf að velja saman besta liðið. „Starf landsliðseinvaldsins er marg- snúið. Í vetur hefur það snúist um að búa til æfinga plan sem nýtist knöpum á úr- tökumótum sem hefjast á þriðjudag (í dag) í Reykjavík. Ég hef staðið fyrir fræðsluerind- um og sett upp æfingaprógrömm. Meðal annars var fenginn virtur reiðkennari frá Portúgal, Julio Borba, auk Rúnu Einarsdótt- ur og Olil Amble til að halda námskeið fyrir ungmenni og fullorðna knapa,“ segir Haf- liði en tekur fram að hann velji ekki sjálfur allt landsliðið heldur sé stór hluti knapa sem komist inn á mótið með því að vera efstir á úrtökumótum. „Síðan er það mitt að full- velja í landsliðið og eru það fjórir eða sex knapar. Ég var til dæmis að koma að utan núna þar sem ég hef verið að fylgjast með Íslendingum sem búa þar,“ segir Hafliði en fullskipað landslið verður kynnt til leiks þann 9. júlí. Í því verður 21 knapi. „Þetta eru sjö fullorðnir og fimm ungmenni, auk þess sem þrír heimsmeistarar hafa rétt á að verja sinn titil. Það eru Bergþór Eggertsson, Jóhann Skúlason og Eyjólfur Þorsteinsson en ég þarf aftur á móti að samþykkja þeirra hestkost,“ upplýsir Hafliði. Við þetta bæt- ast svo sex kynbótahross. „Eigendum efstu hesta í hverjum aldursflokki hryssa og stóð- hesta er boðin þátttaka. Ef eigendur hafna boðinu er þeim næstu í röðinni boðið að koma,“ segir Hafliði og hefur ekki áhyggj- ur af gæðum hrossanna. „Það er að koma berlega í ljós núna þegar kynbótasýning- ar eru rúmlega hálfnaðar að við erum með gríðarlega sterkan flota sem kemur til með að fara.“ Haf liði segir keppnisferðina enga skemmtiferð þó að vitanlega sé góð stemn- ing meðal keppenda. „Við leggjum upp úr aga og viljum að knapar séu vel undirbúnir og vel hvíldir,“ segir Hafliði sem fær til liðs við sig frægar handboltakempur, þá Guð- mund Guðmundsson, fyrrverandi lands- liðsþjálfara, og Alfreð Gíslason, til að halda fyrirlestra fyrir liðið. „Við verðum mættir mjög tímanlega á mótssvæðið. Knapar koma viku fyrir mót en hestarnir fara með flugi til Belgíu níu dögum fyrir mótið,“ segir Hafliði. Hann telur mikilvægt að hestarn- ir nái að jafna sig en þó sé ekki gott að þeir mæti of snemma því þá sé hætta á að þeir fái sótt, eins og algengt er þegar hestar koma úr einangruninni á Íslandi. Hafliða líst afar vel á að mótið sé haldið í stórborginni Berlín í ár. „Persónulega held ég að þetta verði eitt stærsta mót sem hald- ið hefur verið fyrir íslenska hestinn,“ segir hann en gert er ráð fyrir 25-30 þúsund gest- um á mótið og telur Hafliði að Íslending- ar verði þrjú til fjögur þúsund talsins. „Ég hef ekki komið á svæðið sjálfur en af tölvu- myndum að dæma er líkt og maður sé kom- inn til Rómar. Ef maður trúir og treystir á hvernig Þjóðverjar vinna þá verður þetta vel skipulagt og flott mót.“ Persónulega held ég að þetta verði eitt stærsta mót sem haldið hefur verið fyrir íslenska hestinn Býr sig undir heims meistara mót Hafliði Halldórsson landsliðseinvaldur mun standa í ströngu á næstunni en fyrir dyrum stendur heimsmeistaramót íslenska hestsins í Berlín 4. til 11. ágúst. Hafliði sér um að velja í landsliðið en 21 knapi heldur utan og keppir fyrir Íslands hönd. Jóhann Skúlason á Hnokka frá Fellskoti varð heimsmeistari í tölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Austurríki árið 2011. Hann er því sjálfkjörinn á mótið í ár til að verja titil sinn. Hafliði Halldórsson og Einar Öder Magnússon, landsliðseinvaldar á HM 2011, kampakátir með íslenska fánann og verðlaunagrip að loknu vel heppnuðu heimsmeistaramóti í Austurríki. Íslenska landsliðið á síðasta heimsmeistaramóti árið 2011 í Austurríki.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.