Fréttablaðið - 11.06.2013, Qupperneq 26
KYNNING − AUGLÝSINGHestar ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 20134
LÉTTIR 85 ÁRA
Hestamannafélagið Léttir á
Akureyri fagnar 85 ára afmæli á
þessu ári en félagið var stofnað
árið 1928. Stofnfélagar voru
fimmtán. Afmælismót verður
haldið á fimmtudaginn kl. 18 þar
sem keppt verður í tölti, 25. júní
verður síðan keppt í skeiði. Skoða
má frekari viðburði á heimasíðu
félagsins lettir.is.
Samkvæmt heimasíðunni var
tilgangur félagsins að stuðla að
réttri og góðri meðferð á hestum,
efla áhuga og þekkingu á ágæti
þeirra og íþróttum, greiða fyrir
því að félagsmenn gætu átt hesta
og bæta reiðvegi frá Akureyri.
Þessum markmiðum hugðust
stofnfélagar ná með því að koma
skipan á hagagöngu og hirðingu
hesta í eigu félagsmanna, eignast
skeiðvöll, efna til kappreiða og
vinna að gerð reiðvega í nágrenni
Akureyrar.
Léttir er þriðja elsta hestmanna-
félag landsins, Hestamanna-
félagið Fákur í Reykjavík er elst,
stofnað 1922, en næstelst er
Hestamannafélagið Glaður í
Dalasýslu, stofnað 1928.
ÍSLENSKIR HESTAR TIL
FILIPPSEYJA OG NAMIBÍU
Þrír hestar voru sendir af stað til Filippseyja á sunnudag en það eru fyrstu ís-
lensku hestarnir sem fluttir eru þangað. Fyrirtækið Horseexport hefur umsjón með
flutningunum. Förinni er heitið til svínabóndans Chitos Aniban, sem hafði falast
eftir því að kaupa íslenska hesta eftir að hafa séð af þeim myndir á vefsíðunni www.
hestafréttir.is fyrr á þessu ári. Um er að ræða stóðhest, hryssu og veturgamalt tryppi.
„Aðdragandinn hefur verið langur, enda að ýmsu að hyggja við svona flutninga,“
segir Gunnar Arnarsson hjá Horseexport. „Aðalundirbúningurinn felst í því að fá öll
tilskilin leyfi og að hafa alla pappíra til reiðu. Þá þarf að stilla saman ferðaáætlun og
flug og þarf hún að standast allar dýraverndunarreglur.“
Gunnar segist fá margar skemmtilegar fyrirspurnir en hann hefur meðal annars flutt
hesta til Grænlands og Rússlands. „Ég hef meira að segja fengið fyrirspurn um að
flytja hesta til Namibíu og er það í vinnslu.“
VISSIR ÞÚ …
… að í heiminum öllum lifa um
75 milljónir hesta?
… að arabískir gæðingar hafa
einu rifbeini og einum hryggj-
arlið færra en aðrir hestar?
… að það tekur heilt ár fyrir hófa
að vaxa niður?
… að í Arizona er kúrekum
bannað að ganga með spora
um hótelanddyri?
… að hestar sofa lengur á sumrin
en veturna?
… að hestar eru jurtaætur?
… að hestakyn byrjaði að þróast
í Ameríku fyrir 60 milljón árum
en varð þar síðan útdautt
og kynnt aftur til sögunnar
af spænskum landsnáms-
mönnum?
… að hestar leggjast fyrir í aðeins
43,5 mínútur á dag?
… að engir tveir hestar eru ná-
kvæmlega eins?
… að folöld fæðast með mjólkur-
tennur og fá fullorðinstennur
eftir þriggja vetra aldurinn?
… að hestum mislíkar verulega
fnykur af svínum?
Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is
BARDAGI
ÁRSINS!
16. FEBRÚAR
Nú stígur Gunnar Nelson fram á stóra sviðið
og mætir hinum sterka Jorge Santiago i UFC.
NÓG AÐ GERAST
Í FORMÚLU 1
Það verður allt á fleygiferð í Formúlunni í sumar þar
sem hinir bestu í heimi takast á. Frábært sumar fyrir
áhugafólk þessarar stórkostlegu akstursíþróttar.
Í OPINNI DAGSKRÁ
HART TEKIST Á
Í SUMAR Pepsi-deildin hefur farið frábærlega af stað. Sum lið hafa farið betur af stað en önnur, eins og gengur og gerist, en það er nóg eftir af mótinu og fjöldi spennandi leikja framundan. Snilldartaktar, óvænt úrslit og
dramatík – í leiftrandi háskerpu.
SPENNAN MAGNAST
Í PEPSI-DEILDINNI
BORGUNAR-
BIKARINN
Það verða bikarleikir af bestu gerð í
Borgunar-bikarnum í sumar. Hverjir
koma á óvart? Hvaða lið fara alla leið?
Fylgstu með í allt sumar.
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
I0
14
8
8
1
NBA
Ert þú með HD sjónvarp? Tryggðu þér aðgang að
frábærri dagskrá í bestu mögulegu myndgæðum.
FÁÐU MEIRA ÚT ÚR SJÓNVARPINU
Línur eru farnar að skýrast í
NBA og aðeins fjögur lið eftir.
Þegar úrslit ráðast í Austur-
og Vesturdeildinni er svo
komið að ögurstundu,
úrslitunum sjálfum.
SUMAR-
MÓTIN
PEPSI-
MÖRKIN
Í Pepsi-mörkunum er farið yfir helstu atriði
leikja með þjálfurum og leikmönnum,
sérfræðingarnir rýna í tölfræði og skoða
vafaatriðin frá öllum sjónarhornum.
Flottir krakkar sýna snilldartilþrif í
stórskemmtilegum þáttum um
fótboltaiðkun æskunnar.