Fréttablaðið - 29.06.2013, Page 12

Fréttablaðið - 29.06.2013, Page 12
29. júní 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Forsætisráðherra þeytti loftvarnaflautu sína í vik-unni. Tilefnið var að honum fannst sem ríkisstjórnin fengi ekki andrými fyrir loftárás- um stjórnarandstöðunnar. Trúlega er það mat ráðherrans rétt að í annan tíma hafa ríkisstjórnir ekki lent í jafn krappri vörn á fyrstu dögum sínum. Í því ljósi var ekki aðeins eðli- legt heldur nauðsynlegt að spyrna við fæti. Engin ríkisstjórn getur unað svo þröngri stöðu sem for- sætisráðherra lýsir. Loftárása- samlíkingin er aukaatriði í þeirri umræðu. Hitt er áhugaverðara að skoða hvort ríkisstjórnin hafi sjálf lagt af stað í þeirri andþröng sem forsætisráð- herra finnst hann vera í eða hvort sök- ina megi finna í ómálefnaleg- um vélráðum stjórnarandstöð- unnar sem kjósendur höfnuðu með rækilegum hætti á dögunum. Rétt greining ræður miklu um hvort ríkisstjórninni tekst að losa um öndunina. Þá athugun er ekki unnt að slíta úr samhengi við loforð Framsóknar flokksins um fulla og almenna endurgreiðslu á húsnæðis- lánaverðbólgu síðustu ára. Loforðið var tvöfalt. Það fól einnig í sér að kostnaðinn ætti hvorki að greiða með tekjum ríkissjóðs né að honum yrði velt yfir á almenning eftir leið- um seðlaprentunar og verðbólgu. Í jarðneskri tilvist er ekki unnt að fullnægja hvoru tveggja. Þetta þýðir að eigi að efna endur- greiðsluloforðið þurfa menn að loka augunum fyrir kostnaðarleysislof- orðinu. Eigi aftur á móti að standa við það er ekki um annað að ræða en gleyma hinu. Flokkur forsætis- ráðherrans gaf ekki meira andrými en þetta. Þegar leitað er skýringar á óvanalegri upphafsstöðu ríkis- stjórnarinnar er hana að finna í þessu. Betur er sefað illt en upp vakið Því fer hins vegar fjarri að stjórnarandstaðan hafi sýnt fulla ábyrgð. Eigi að komast hjá alvarlegum áhrifum á fjármálastöðugleika og hag heimilanna þarf að hjálpa Framsóknarflokknum að efna kostnaðar leysisloforðið en komast út úr endurgreiðsluloforðinu. Stjórnarandstaðan, sem fyrir kosningar varaði við þessum áformum, hagar málflutningi sínum nú á þann veg að halda Framsóknarflokknum sem fastast við endurgreiðsluloforðið en kærir sig kollótta þótt kostnað- urinn lendi á almenningi. Hér er hins vegar um svo ríka almanna- hagsmuni að tefla að til þess má ætlast að stjórnarandstaðan geri Framsóknarflokknum léttara að komast frá málinu. Þá spyrja menn eðlilega hvort ekki sé siðferðilega rangt að svíkja kosningaloforð. Alla jafna er það svo. En þegar virt er að ekki er í mannlegu valdi að efna kostnaðarhlið endurgreiðslulof- orðsins ætti að vera auðvelt að útskýra að almannahag sé betur borgið með því að láta hlutina ógerða. Betur er sefað illt en upp vakið. Samtök atvinnulífsins vöruðu Alþingi við með hófsömum hætti en miklum þunga. Sama gerði Seðlabankinn í umsögn sinni. Lét hann þó ógert að minnast á þá hættu sem lesa má út úr þingsályktunartillögu forsætis- ráðherra að málið verði leyst með seðlaprentun í sérstökum sjóði. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur fært sterk hagræn rök gegn efndum á loforði Framsóknar- flokksins. Það sama hefur Efna- hags- og framfarastofnunin gert. Hvort heldur litið er á umsagnir þessara innlendu samtaka og stofnana eða þeirra erlendu er hvergi að finna ómál- efnaleg rök sem ætla mætti að væru lituð af flærð stjórnarand- stöðu. Þeim þarf því að svara með öðrum hætti en gert hefur verið ætli stjórnin að skapa sér eðlilegt andrými. Óábyrg stjórnarandstaða Utanríkisráðherra hefur dregið aðildarumsóknina að Evrópusambandinu til baka í stjórnkerfinu og gagnvart þjóðinni en lætur hana standa með óútskýrðu hléi gagnvart Evrópu- sambandinu. Sá tvískinnungur er torskilinn nema tilgangurinn sé að halda í þá styrki sem umsóknar- löndum einum stendur til boða. Með þessari afstöðu er upptaka annarrar myntar útilokuð fyrir fram sem framtíðarlausn á gjald- miðilsvandanum. Þá hefur utan- ríkisráðherra gyrt fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna á fyrri hluta kjör- tímabilsins. Skoðanakannanir sýna að meiri- hluti kjósenda vill að aðildarvið- ræðurnar verði til lykta leiddar. Margir eru ósáttir við að þjóðin fái ekki undanbragðalaust að taka afstöðu til kosta og galla aðildar þegar samningur liggur fyrir. Sú meirihlutaósk hljóðnar ekki við loftvarnaflautur. Ríkisstjórnin gengur með þessu gegn sterkum vilja hópa fólks úr röðum stuðningsmanna sinna. Það er önnur skýring á takmörk- uðu andrými. En það er hennar eigin vöggugjöf. Vilji hún meira andrými þarf hún að gefa þjóð- inni færi á að ljúka þessu stærsta efnahags- og utanríkispólitíska álitamáli sem Ísland stendur and- spænis. Það fæst ekki með hurða- skellum á meirihlutann. Hurðum skellt á meirihlutann FRÁBÆRT TÆKIFÆRI Fjarðargötu 17, Hf. Sími 520 2600 as@as.is www.as.is Kári Halldórsson lögg. fasteignasali Lítið sumarhús á skógivaxinni eignarlóð (u.þ.b. ½ hektari) í frábæru litlu sumarhúsahverfi rétt hjá Flúðum (Reykjaból). Sumarhúsahverfið á bæði heitavatns- og kaldavatnsholu. Bústaðurinn er skemmdur en allar undirstöður, gólf, grind og þak eru að mestu í lagi. Búið er að hreinsa húsið inn að grind. Búið er að undirbúa pláss fyrir stækkun hússins. Allar lagnir að bústaðnum eru nýjar, rafmagns, kalda- og heitavatns. Frárennslislagnir og ný rotþró frágengin. Miklir möguleikar á að gera fallegt hús á frábærum stað. Verð aðeins 4,9 milljónir Hafið samband við Kára hjá Ás, kari@as.is – 520 2600 V ið setningu Alþingis fyrir rúmum þremur vikum sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að hægur gangur í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og viðræður hans við „fjölmarga evrópska áhrifamenn“ hefðu sannfært hann um að í raun væri ekki ríkur áhugi á því hjá ESB að ljúka viðræðunum. Niðurstaða forsetans var „að litlu kann að skipta hvort Ísland kýs að halda viðræðum áfram; mótaðilann virðist í reynd skorta getu eða vilja til að ljúka þeim á næstu árum“. Einhverra hluta vegna gengur illa að fá staðfestingu hjá evrópskum áhrifamönnum á að þetta sé afstaðan gagnvart aðildarumsókn Íslands. Viku eftir að forsetinn tók að sér að flytja þingi og þjóð þennan boð- skap ráðamanna í ESB ítrekaði Stefan Füle, stækkunarstjóri sambandsins, að ásetningur þess um að klára málið væri óbreyttur. „Við höfum ekki aðeins viljann, heldur einnig getuna til að ljúka viðræðunum,“ sagði Füle. Viku síðar sagðist David Lidington, Evrópumálaráðherra Bret- lands, verða að vera „virðingarfyllst ósammála“ forseta Íslands. Fjölgun aðildarríkja væri ekki efst á verkefnalista sambandsins. „En ég hef ekki orðið var við nokkra tregðu til að halda áfram og ljúka ferlinu,“ sagði Lidington. Fjórum dögum síðar lýsti Helle Thorning-Schmidt, forsætis- ráðherra Danmerkur, yfir eindregnum stuðningi Dana við ESB- aðild Íslands og sagði að það hefði ævinlega verið ósk Dana að gróið lýðræðisríki og náin vinaþjóð eins og Íslendingar yrði með Dönum í ESB. Daginn eftir tók Joachim Gauck, forseti Þýzkalands, á móti sínum íslenzka starfsbróður í Berlín og tók það fram í ræðu að hann gæti ekki látið kvöldið líða án þess að undirstrika að Þýzka- land styddi aðild Íslands af fullum þunga og það yrði Þjóðverjum mikil ánægja að geta boðið Ísland velkomið sem aðildarríki. Þegar þarna var komið sögu var forsetanum greinilega farið að þykja yfirlýsingaflóðið frá evrópskum áhrifamönnum eitt- hvað óþægilegt og hann sagði í samtali við RÚV: „Ég sagði í þingsetningar ræðunni að það væri margt sem að benti til þess að og það væri mín ályktun eftir viðræður við marga og það hefur nú styrkst í þessari heimsókn að af ýmsum ástæðum sem að ég rakti í ræðu minni meðal annars þeirri að ekki væri unnt að ljúka viðræðum nema að ljóst væri að verulegur stuðningur væri meðal Íslendinga fyrir aðild. Því það er á vissan hátt óábyrgt af okkur sem þjóð að fara í alvöru, að fara í viðræður við alvörusamband eins og Evrópusambandið svona í einhverjum leikaraskap bara til þess að kanna nú hvað við kannski fengjum út úr því.“ Þetta er alveg rétt sjónarmið hjá forsetanum, efnislega. En rangt hjá honum að það hafi verið þetta sem hann sagði í þingsetningar- ræðunni. Hann sagði allt annað, og nú hefur maður gengið undir manns hönd í ESB að hrekja það kurteislega. Forsetinn ætti að láta evrópska ráðamenn sjálfa um að túlka afstöðu aðildarríkjanna til ESB-aðildar Íslands. En hann hefur rétt fyrir sér um að það á ekki að sækjast eftir aðild að ESB í neinum hálfkæringi. Sem yfirlýstasti stuðningsmaður beins lýðræðis á Íslandi hlýtur hann þá að styðja að þjóðin fái sem fyrst að greiða atkvæði um það hvort halda eigi aðildarviðræðunum áfram. Forsetinn vindur ofan af fyrri ummælum um ESB: Ólafur og áhrifamennirnir Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.