Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 29.06.2013, Qupperneq 4
29. júní 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 MATUR OG DRYKKUR ER 18% DÝRARI á Íslandi en sem nemur meðaltali í ríkjum ESB. 20% kaupa oft ast hamborgara. 1818 Svo gæti farið að upplýsinga- númerið 118 verði breytt í 1818 á næsta ári. 42,5% Íslendinga kaupa oft ast pizzu þegar þeir ætla að fá sér skyndibita. ÁHÖFNIN Á HÚNA, hljómsveit Mugisons, Jónasar Sigurðssonar og fl eiri mun halda sextán tónleika um allt land í sumar. 16 Rétt tæplega 2.300 þátt- takendur frá 70 löndum eru skráðir á ársþing Evrópu- samtaka tannréttingsérfræð- inga sem fór fram í Hörpu. 2.300 ALLS 88 HLAUPAR- AR hlupu upp og niður Esjuna í Mt. Esja Ultra- hlaupinu. Íslendingar úts krif- ast 30,7 ára að með- altali úr grunn námi í háskóla, rífl eg a fj órum árum s einna en gengur og g erist í OECD-ríkjunum . ALLS 1.859 einstaklingar brautskráðust frá Háskóla Íslands síðasta laugardag. 22.06.2013 ➜ 28.06.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00 FA S TU S _E _1 5. 05 .1 3 Vönduð ítölsk hönnun á útistólum sem henta vel við íslenskar aðstæður. Veðurþolnir og sterkir úr hágæðaplasti, en engu að síður léttir og staflanlegir. Litir: Grár - mosagrænn Glæsilegir ítalskir útistólar FÉLAGSMÁL „Við hjónin búum í Fjóluhvammi, og erum alveg miður okkar yfir þessu,“ segir Berglind Elfarsdóttir, sem er ósátt við afstöðu nokkurra íbúa götunnar til starfsemi drengja- heimilis í götunni. Þessi afstaða Berglindar birtist í athugasemd hennar við frétt Fréttablaðsins á miðvikudag um að íbúar í Fjóluhvammi í Hafnar- firði kvörtuðu undan því að Vina- kot ehf. ræki þar í götunni heimili fyrir drengi í vanda. Ekki hefur náðst tal af Berg- lindi. Í áðurgreindri athugasemd sinni segir hún fleiri í götunni en þau hjónin vera miður sín yfir afstöðu þeirra sem kvörtuðu. Kvörtunin er sett fram á grund- velli þess að rekstur drengjaheim- ilisins sé atvinnustarfsemi og eigi því ekki heima í íbúðargötu. „Það hefur ekki nokkur maður rætt þessi mál við okkur, og þessi börn eru velkomin í götuna okkar vegna,“ skrifar Berglind, sem kveðst vona að heimilið verði flokkað eins og önnur búsetu- úrræði fyrir þá sem á þurfi að halda, svo sem sambýli fyrir fatlaða og fleira. „Skammist ykkar þið sem berið ábyrgð á að draga götuna okkar og hennar íbúa inn í ykkar persónulegu skoðanir,“ skrifar Berglind Elfarsdóttir við fréttina á Facebook. Móðir stúlku sem býr á öðru heimili Vinakots í Hafnarfirði segir í athugasemd við sömu frétt að það sé frábært að heyra að ekki séu allir íbúar við Fjóluhvamm á þessari skoðunn. „Mér þætti hræðilegt ef dóttir mín myndi lenda á götunni aftur. Án Vinakots veit ég ekki hvar hún hefði endað,“ skrifar móðirin. Eins og fram hefur komið er staða drengjaheimilisins með til- liti til skipulagsmála til skoðunar hjá lögmanni á bæjarskrifstofum Hafnarfjarðar. Forstöðukonur Vinakots hafa boðið nágrönnunum á kynningarfund á mánudag og segjast vonast eftir að málið leysist í sátt. gar@frettabladid.is Kona í Fjóluhvammi fordæmir nágranna Athugasemdir íbúa í Fjóluhvammi í Hafnarfirði við starfsemi heimilis þar fyrir unglinga í vanda falla ekki öllum íbúum í geð. Móðir stúlku á öðru heimili Vina- kots segir frábært að ekki séu allir íbúar í Fjóluhvammi andvígir heimilinu þar. FRÉTTABLAÐIÐ Á MIÐVIKUDAG Fjölmargir sendu athugasemdir inn á Vísi við frétt um að íbúar í Fjóluhvammi teldu rekstur drengjaheimilis ekki eiga heima í götunni. Ekki taka allir íbúarnir undir þessar kvartanir. EGYPTALAND, AP Stuðningsmenn Mohammeds Morsi forseta efndu í gær til útifunda í tilefni þess að eitt ár er liðið frá því að hann tók við embættinu. Andstæðingar hans flykktust hins vegar einnig út á götur, alls tugir þúsunda, og kom víða til átaka með þeim afleiðingum að einn maður lét lífið og tugir slösuðust. Andstæðingar Morsis hafa boðað fjöldamótmæli á sunnudaginn. - gb Bæði stuðningsmenn og andstæðingar héldu út á götur: Tugir þúsunda vilja Morsi burt ÓSÁTTIR Andstæðingar MorsiS vilja aðra byltingu. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Fjölskyldur á aldr- inum 35 til 49 ára skulduðu mest allra aldurshópa í lok árs 2011, samkvæmt skýrslu Hagstofunnar. Skuldir aldurshópsins námu 809,3 milljörðum króna (43 pró- sentum heildarskulda) og höfðu dregist saman um 7,6 prósent. „Um 19 prósent fjölskyldna skulduðu ekkert í árslok 2011. Af skuldsettum fjölskyldum skuldaði helmingur sex milljónir króna eða minna og 90 prósent minna en 31,4 milljónir króna,“ segir Hagstofan. Greining Íslandsbanka bendir á að samkvæmt skýrslunni hafi eig- infjárstaða 67 prósenta fjölskyldna verið jákvæð í lok árs 2011. - óká 35 til 49 ára skulda mest: Skuldir drógust saman milli ára VIÐSKIPTI Hagar högnuðust um 837 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Til samanburðar var 628 milljóna króna hagnaður á fyrsta árs- fjórðungi 2012. Vörusala Haga á ársfjórðungn- um nam 18,4 milljörðum króna og jókst um ríflega milljarð milli ára. Rekstrarhagnaður var 1.168 milljónir en var 953 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Í fréttatilkynningu frá Högum segir að rekstur félagsins á árs- fjórðungnum hafi verið umfram áætlanir. Þá séu horfur í rekstri félagsins í takt við árangur þess á síðastliðnu ári. - mþl Árshlutauppgjör Haga: Hagnaður Haga að aukast Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Mánudagur Breytileg átt, 3-8 m/s. FREMUR SVALT Helgarveðrið verður tíðindalítið, vindur tiltölulega hægur og horfur á stöku skúrum í flestum landshlutum, síst suðaustanlands. Það er heldur svalt í veðri miðað við árstíma og heldur svalara norðan til en sunnanlands. 8° 3 m/s 9° 7 m/s 12° 6 m/s 9° 5 m/s Á morgun 3-8 m/s og stöku skúrir síðdegis. Gildistími korta er um hádegi 13° 9° 12° 7° 7° Alicante Aþena Basel 26° 31° 25° Berlín Billund Frankfurt 20° 17° 20° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 14° 17° 17° Las Palmas London Mallorca 26° 21° 26° New York Orlando Ósló 28° 31° 16° París San Francisco Stokkhólmur 22° 24° 18° 9° 3 m/s 10° 7 m/s 11° 5 m/s 9° 6 m/s 8° 6 m/s 9° 5 m/s 4° 3 m/s 11° 8° 13° 9° 10° FÉLAGSMÁL „Við myndum aldrei taka inn neinn sem væri ógn við umhverfi sitt,“ segir Jóhanna Fleckenstein, forstöðukona í Vinakoti, um kvörtun íbúa í Fjóluhvammi í Hafnarfirði sem eru ósáttir við að í einu einbýlis- húsa götunnar sé rekið heimili fyrir unglinga í vanda. Íbúarnir segja að um sé að ræða atvinnustarfsemi sem eigi ekki heima í íbúðahverfi. Einn íbúi í götunni sem ekki vill láta nafns getið segir málið eiga sér forsögu. Í húsinu hafi um árabil verið rekin frönsk ferða skrifstofa sem leigt hafi húsnæðið. Því hafi fylgt ónæði. Íbúinn segir málið einfaldlega snúast um þá spurningu hvort menn geti leigt húsið sitt undir fyrirtæki í íbúðabyggð. Það hafi ekkert með leigjendurna að gera sem slíka, þeir séu ágætis fólk. Skipulagsfulltrúi bæjarins er sammála nágrönnunum en full- trúar í skipulagsráði telja málið ekki skýrt og frestuðu í gær afgreiðslu þess þar til álit lög- manns lægi fyrir. Vinakot opnaði heimili fyrir drengi í Fjóluhvammi fyrir tveimur mánuðum og fyrir stúlkur annars staðar í Hafnar- firði í desember. Jóhanna forstöðukona í Fjóluhvammi undir strikar að leyfi séu fyrir starfseminni bæði frá slökkvi- liði og heilbrigðisfulltrúa. Ekki sé um vistheimili að ræða heldur búsetuúrræði og því hafi engar sérstakar breytingar verið gerð- ar á húsnæðinu. Aðeins einn til tveir séu þar til heimilis í einu og starfsmenn oftast tveir eða þrír. Í Fjóluhvammi sé nú aðeins einn unglingspiltur. „Mér skilst að það sem aðal- lega hafi truflað nágrannana sé að lögreglan hefur verið kölluð hingað fjórum sinnum á þessum tveimur mánuðum. Ég held að þau hafi aldrei orðið fyrir neinni annarri upplifun sem tengist drengnum,“ segir Jóhanna, sem kveður Vinakot ætla að bjóða nágrönnunum á kynningarfund. „Þetta er bara heimili fyrir börn sem eru með flókinn vanda og eiga ekki í mörg hús að venda. Við viljum reyna að ná sátt og vinna þetta með nágrönnunum en ef það fer að halla á hag barnsins verðum við að finna aðra lausn,“ segir Jóhanna. gar@frettabladid.is Nágrannar vilja unglinga- heimili úr einbýlishúsagötu Nágrannar Vinakots, heimilis fyrir unglinga í vanda, í Fjóluhvammi í Hafnarfirði telja slíka starfsemi ekki leyfilega í götunni. Skipulagsfulltrúi tekur undir þetta. Aðeins einn drengur býr nú á heimilinu. Fyrirtækið Vinakot ehf. er úrræði ætlað börnum á aldrinum tólf til átján ára sem glíma við fjölþættan hegðunarvanda og þurfa til dæmis búsetu, meðferð, stuðning og ráðgjöf til að ná tökum á lífi sínu. Markhópurinn er börn og ungmenni sem af ýmsum ástæðum hafa ekki náð að fóta sig þrátt fyrir ítrekuð inngrip. Heimild: Heimasíða Vinakots Vinakot fyrir börn FJÓLUHVAMMUR Nágrannar eru ósáttir við rekstur unglingaheimilis í einbýlishúsi sem Vinakot leigir í götunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Mér skilst að það sem aðallega hafi truflað nágrannana sé að lögreglan hefur verið kölluð hingað fjórum sinnum á þessum tveimur mánuðum. Jóhanna Fleckenstein, forstöðukona Vinakots í Fjóluhvammi Skammist ykkar þið sem berið ábyrgð á að draga götuna okkar og hennar íbúa inn í ykkar persónulegu skoðanir. Berglind Elfarsdóttir í Fjóluhvammi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.