Fréttablaðið - 29.06.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.06.2013, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, s. 512 5432, sverrirbs@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Saga og Jökull eru aðal-persónur í nýju smáforriti (appi) sem Markaðsstofa Vesturlands og íslenska fyrirtækið Locatify úr Hafnarfirði hafa ný- lega gefið út í samvinnu við níu ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi. Smáforritið ber nafnið Saga og Jökull eftir aðalpersónunum og inniheldur sögur og ratleiki sem tengjast ýmsum viðkomustöðum á Vesturlandi. Vi lborg Þ. Guðbjartsdótt ir og Kristján Guðmundsson hjá Markaðs stofu Vesturlands segja aðstandendur verkefnisins vonast til þess að smáforritið auki áhuga barna og unglinga auk foreldra þeirra á ólíkum viðkomustöðum á Vesturlandi. „Þegar búið er að hlaða smáforritinu niður í sím- ann eða spjaldtölvuna geta not- endur valið um níu staði á Vestur- landi. Upp kemur kort af þessum stöðum og hægt er að hlusta á ævintýri Sögu og Jökuls á leiðinni á viðkomandi stað. Síðan þegar mætt er á staðinn er hægt að fara í ratleik á þeim öllum. Smáforritið byggir á Sögu sem er níu ára stelpa sem ferðast um landið með for- eldrum sínum. Á einu ferðalaginu hittir hún Jökul álfastrák og þau lenda í ýmsum ævintýrum víða um Vestur land. Allir níu staðirnir eiga það sameiginlegt að bjóða upp á eitthvað sérstaklega spennandi fyrir fjölskyldumeðlimi á öllum aldri.” Skemmtilegir ratleikir Meðal viðkomustaða Sögu og Jökuls eru Þjóðgarðurinn Snæfells- jökull, Grundarfjörður, Stykkis- hólmur, Landnámssetrið og Eddu- veröld í Borgarnesi, Bjarteyjarsand- ur í Hvalfirði, Reykholt, Eiríksstaðir í Dölum og Gljúfrasteinn í Mos- fellsdal. „Í Þjóðgarðinum Snæ- fellsjökli gefst krökkum meðal annars tækifæri til að fara í ratleik á Gufuskálum og á Grundar firði leiðir ratleikurinn gesti um álfa- byggðina en fjölmargir álfar búa í stokkum og steinum þar. Á Gljúfra- steini leiðir ratleikur gesti um nokkra af uppáhaldsstöðum Hall- dórs Laxness og á Eiríksstöðum fer ratleikurinn fram að hluta inni í bæ Eiríks rauða sem var uppi fyrir meira en 1.000 árum.“ Smáforritið um Sögu og Jökul er ætlað fyrir iPhone-síma og iPad- spjaldtölvur auk síma með Android- stýrikerfi. Það er hægt að sækja án endurgjalds inn á vef Locatify, www. locatify.com, á www.vesturland. is og inn á App Store og Play Store. Nánari upplýsingar um smáforritið má finna á vef Markaðsstofu Vestur- lands (vesturland.is) og Locatify (www.locatify.com). Á ferð með barni og álfastrák Ferðalangar á leið um Vesturland geta nú sótt smáforrit sem inniheldur sögur, fróðleik og ratleiki um nokkra staði á Vesturlandi. Aðstandendur þess vonast til að smáforritið auki áhuga fjölskyldna á Vesturlandi sem viðkomustað. Kristján Guðmundsson og Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir hjá Markaðsstofu Vesturlands vonast til þess að smáforritið auki áhuga fólks á Vesturlandi. Víðs vegar um landið má finna heitar laugar. Listinn er langur en hér eru dæmi um nokkrar. Fleiri laugar og frekari upplýsingar má fá á www.attavitinn.is og www.islandihnotskurn.is Hellulaug Laugin er um 500 m frá þjónustu- miðstöðinni í Flókalundi, á Vest- fjörðum. Hún er falin neðan við barð í fjöruborðinu og best er að ganga að henni austan frá. Engin búningaaðstaða er við laugina. Grettislaug Þessi heita laug, um 42-43 °C, er við Reykjaströnd í Skagafirði vestan verðum. Önnur stærri laug er skammt frá. Þarna er aðstaða fyrir ferðamenn og tjaldstæði. Stóragjá Hlý og notaleg náttúrulaug í ná- grenni Mývatns. Hún er milli stórra kletta, mjög nálægt þjóð- veginum á gatnamótunum við Reykjahlíð og tjaldstæðin. Ráðlegt er að ráðfæra sig við landeigendur Reykjahlíðar áður en haldið er í laugina, því stundum eru aðstæður ekki boðlegar. Engin búningaaðstaða er á svæðinu. Laugarfellslaug Til að komast að lauginni er ekið um Snæfellsveg á Fljótsdalsheiði og beygt austur afleggjara sem liggur niður með Laugará. Eigandi laugarinnar er Prestsetra- sjóður. Vígðalaug Í lauginni voru menn skírðir til forna. Hún er af mörgum talin búa yfir yfirnáttúrulegum lækningar- mætti. Laugin er við Laugarvatn. Landmannalaugar Einn þekktasti ferðamanna- staður Íslands. Hægt er að fara í Landmannalaugar með því að fara Fjallabaksleið nyrðri eða um Landmannaleið. Leiðirnar eru ekki ætlaðar fólksbílum en hægt er að fara þær á smájeppum. Engin aðstaða til fataskipta er á svæðinu. Krossneslaug Steinsteypt útisundlaug við Kross- nes í Norðurfirði á Ströndum. Þangað fara ungskáld gjarnan að kvöldlagi og yrkja um ástina. Búningsklefar og sturtur eru á staðnum. Töfrar líka. Laugar í náttúrunni Víða um land má finna heitar laugar. Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.isFERÐAFÉLAG ÍSLANDS Seiðmagn óbyggðanna Ferðafélag Íslands hefur gefið út Seiðmagn óbyggðanna, ferðaþætti eftir Gerði Steinþórsdóttur. Einstakar ferðalýsingar Gerðar að mestu byggðar á greinum hennar sem birtust í Morgunblaðinu undir heitinu ,,Á slóðum Ferðafélags Íslands.“ Fæst á skrifstofu FÍ Mörkinni 6 og í helstu bókabúðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.