Fréttablaðið - 29.06.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.06.2013, Blaðsíða 20
29. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20 Þórdís tekur á móti mér í æfingagallanum enda nýkomin heim úr vinnunni í Hreyfingu þar sem hún hjálpar fólki að ná tökum á lífi sínu. En hvað er það sem hún leggur áherslu á í þjálfuninni? „Ég er ekki búin að finna íslenska orðið yfir það sem ég geri, en á ensku er það vitality trainer sem er einhvers konar orku- þjálfari,“ útskýrir Þórdís. „Þegar fólk kemur til mín er allt tekið fyrir, bæði hugur, líkami og umhverfi og það fólk sem í því er. Það er svo mis- jafnt hvar ójafnvægið liggur, við erum svo marghliða og það þarf að taka á öllu til að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Hvernig þú hugsar heima hjá þér getur haft áhrif á vinnuna þína, svo dæmi sé tekið. Og þegar ég byrja að þjálfa fólk gef ég smáatriðunum gaum því orsökin fyrir vanlíðan er yfirleitt hálffalin fyrir okkur. Ég reyni því að finna orsökina til að geta upprætt afleið- inguna hvort sem hún birtist í því að vera of þungur, of léttur, þung- lyndur, kvíðinn eða eitthvað annað.“ Þórdís hefur forn kínversk fræði að leiðarljósi í þjálfuninni, fór til Bandaríkjanna að læra Qi gong- meðferð og er komin með próf í henni. „Svo er ég líka að læra kín- versku hjá einkakennara til að ég geti skilið enn þá betur það sem ég hef áhuga á sem er jafnvægi. Enda tel ég að Kínverjar séu með góða reynslu í þeim efnum. Það takast á tveir andstæðir pólar á hverju ein- asta andartaki og við verðum að ná jafnvægi þar á milli.“ Vitlaus, feit og heimsk Hver var orsökin fyrir því að þú fórst að leggja svona mikla áherslu á að byggja sjálfa þig upp? „Ég var að vinna sem hefðbundinn einka- þjálfari og meðal þeirra sem voru hjá mér í þjálfun var Vigdís Finn- bogadóttir. Hún fór að segja mér frá Qi gong og það varð úr að ég fór í tíma hjá Gunnari Eyjólfssyni í Aflinum og heillaðist af þessum fræðum. Á þeim tíma var ég dálítið leitandi og að velta fyrir mér hvað ég vildi læra. Ég skráði mig í námið sem ég talaði um áðan og í leiðinni kláraði ég stúdentsprófið sem ég var búin að berja mig niður fyrir í 15 ár að hafa ekki klárað. Það skipti mig mjög miklu máli að sanna það að ég gæti víst lært.“ Stóðstu í þeirri meiningu að þú gætir það ekki? „Já, mér var sagt það alveg frá sjö ára aldri að ég væri vitlaus, feit og ljót og gæti ekki lært. Það var umsjónarkenn- arinn minn í Austurbæjarskólanum sem hamraði á því og krakkarnir í bekknum gripu það auðvitað á lofti og héldu áfram að leggja mig í ein- elti. Það var erfitt að vera lítil. Reyndar hefur mér fundist erfitt að vera til alveg síðan þá. Hins vegar er ég núna á þeirri skoðun að svona reynsla sé verkefni sem maður á að leysa og ef maður tekst ekki á við þau koma þau aftur og aftur með auknum krafti þangað til maður horfist í augu við þau. Svo lenti ég í því að vera nauðgað, þróaði með mér átröskun, bæði anorexíu og búlimíu, var beitt kynferðislegu áreiti, eins og flestar konur, og á endanum óx þetta mér yfir höfuð af því ég var sífellt á flótta undan þessu í stað þess að takast á við það.“ Langaði að deyja á hverjum degi Þórdís var mjög ung þegar hún varð ástfangin af manni og fylgdi honum til Japans þar sem hún bjó í tvö ár og sjö mánuði. Það samband var ofbeldisfullt en hún segir þó Japans- förina hafa verið byrjunina á bata- ferlinu. „Já, ég elti ástina til Japans, en svo reyndist hún bara ekki nógu góð svo ég kom heim aftur. Þetta var mjög stormasamt samband og mikið ofbeldi sem endaði með því að ég þurfti að flýja heim. Ég þekkti auðvitað engan í Japan og var týnd, en ég sé ekkert eftir því að hafa farið. Það var gaman að kynnast svona ólíkri menningu og í fyrsta skipti á ævinni fékk ég áhuga á því að hugsa eitthvað um sjálfa mig. Fór að æfa, létta mig og taka á líkam- lega forminu. Ég var einu sinni 98 kíló. Þarna tókst mér að grennast og styrkja mig líkamlega og hef haldið því áfram síðan.“ Eftir að Þórdís kom heim frá Japan leið henni mjög illa og það var á þeim tíma sem hún fór að þróa með sér anorexíu. „Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað reynslan í þessu sambandi hafði verið erfið. Þegar maður er ungur þá getur maður allt og skilur kannski ekki hvað maður er búinn að leggja á sig. En ofbeldið var auðvitað bara eitt af svo mörgu öðru sem var búið að ganga á í lífi mínu og leiddi mig á endanum inn í átröskun, kvíða, þunglyndi og dauðahugsanir. Mér leið alveg hræðilega og hugsaði um að deyja á hverjum einasta degi í tvö ár.“ Kann ekki á ástina Nokkrum árum eftir heimkomuna kynntist Þórdís Ólafi William Hand og saman eignuðust þau dótturina Vigdísi Grace. Sambandið entist ekki og hún segist hafa vorkennt sjálfri sér óskaplega að vera ein- stæð móðir. „Okkar líf saman gekk ekki upp, en við bjuggum þessa stelpu til og hún er algjört ljós. Ég held við sjáum hvorugt eftir því. Mér fannst hins vegar mjög erfitt að vera mamma fyrstu þrjú árin. Fannst svo óréttlátt að ég væri ein og fór í píslarvottarhlutverk gagn- vart sjálfri mér. Þannig gerði ég auðvitað allt miklu erfiðara en það hefði getað orðið. Í dag elska ég hins vegar móðurhlutverkið, það er svo endalaust gefandi.“ Þú hefur ekki verið neitt sér- lega heppin í ástamálunum? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Ég kann ekki alveg á ástina. Mér finnst karlmenn skrítnir og ég skil þá ekki alveg. Ég er dálítið intensíf og elska mikið þegar ég elska þannig að þeim finnst ég full dramatísk, en ég held það sé bara vegna þess að ég er svo ástríðufull. Ég hendi mér út í hlutina og geri þá hundrað prósent þegar ég hef áhuga á einhverju og ætla mér ekki að hætta að vera sú sem ég er.“ Fór loks að hlusta Sá eiginleiki kom að góðu haldi þegar Þórdís fór að vinna í sjálfri sér, en hún segir þó eitt atriði hafa skipt sköpum. „Það breyttist ekkert fyrr en ég fór að hlusta og fókusa og taka eftir því sem var beint fyrir framan mig. Eftir að ég lærði það og fór að einbeita mér að þeim verkefnum sem eru í lífi mínu á hverju mómenti fór loksins að rofa til. Það er aðalástæðan fyrir því að mér líður vel í dag og finn ekki fyrir neinni þjáningu. Ég tekst á við fortíðina með því að leysa þau verkefni sem lífið réttir mér jafnóðum, því við fáum þau endalaust. Síðan vandi ég mig af sjálfsvorkunninni, það var eigin- lega erfiðast. Að þurfa að hætta að láta mömmu vorkenna mér, það var svakalegt,“ segir hún hlæjandi. „Núna er ég að æfa mig í að segja mína skoðun. Það tekur á, ég hef alltaf jánkað öllu sem ögrar mér. Ég þurfti alveg að ríghalda mér í borðið til að það liði ekki yfir mig þegar ég sagði í fyrsta sinn mína skoðun.“ Er þetta svona einfalt, þarf fólk ekki að búa sér til eitthvert prógramm til að vinna í vanda- málum sínum? „Prógrammið sem ég er með eru öll andartökin sem mæta mér í lífinu. Ég upplifi lífið eins og stöðugt vatnsrennsli. Ég fæ öll þessi verkefni upp í hendurnar og get æft þetta. Ég lít á þetta sem muninn á milli hárrar orkutíðni og lágrar orkutíðni. Ef maður vill vera á lágri orkutíðni ræktar maður með sér ákveðna eiginleika eins og til dæmis að vera alltaf neikvæður og vorkenna sjálfum sér fyrir hvað allt er erfitt. En mér tókst þetta ekkert á einum degi og þetta var oft ógeðslega erfitt. Það er erfitt að komast út úr þeim vítahring að upp- lifa sig sem fórnarlamb aðstæðna og umhverfis, en það er hægt og eftir því sem maður horfist í augu við fleiri verkefni og tekur á þeim verður maður sterkari og sterkari. Frasinn um að góðir hlutir gerist hægt er algjör mýta og ég skil ekki hverjum datt þessi setning í hug.“ Þú ert líka dugleg að ögra sjálfri þér er það ekki? „Mér finnst mjög spennandi að reyna við eitthvað nýtt. Ég er til dæmis mikið í sjó- sundi og það er algjör orkugjafi. Ég var um tíma með Stefáni Mána rit- höfundi og hann kynnti mig fyrir sjósundinu. Við syntum mikið saman en síðan slitnaði upp úr sam- bandinu og ég hélt áfram að synda ein. Mörgum finnst það reyndar mjög skrítið að ég geti synt í sjón- um á öllum árstímum þar sem ég er hræðileg kuldaskræfa og sef með hitateppi, en við erum öll full af andstæðum. Ég var til dæmis mjög sterk líkamlega þegar mér leið sem verst innra með mér. Það sést ekkert alltaf utan á okkur að við séum að ganga í gegnum hel- víti. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að við getum öll komist út úr okkar einkahelvíti og það er dásam- leg tilfinning þegar maður finnur að maður hefur umbreytt því sem hefur dregið mann niður í öll þessi ár. Maður verður samt ekkert full- kominn og heldur áfram að gera helling af mistökum. Málið er bara að leyfa sér að læra af þeim og vera kurteis við sjálfan sig. Það getur enginn gert fyrir okkur.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Vann sig út úr helvíti Þórdís Filipsdóttir orkuþjálfari er í dag ímynd hreysti og lífsfyllingar en leiðin að því marki hefur hvorki verið bein né breið. Eftir margra ára einelti, átröskun og afleiðingar ofbeldis tók hún sér tak, fór að hlusta og fókusa á smáatriðin í lífinu með hjálp kínverskra fræða og árangurinn leynir sér ekki. Nú þjálfar hún aðra í að ná jafn- vægi og vinna bug á fylgikvillum fortíðarinnar. TEKST Á VIÐ ÖGRANIR „Mörgum finnst það reyndar mjög skrítið að ég geti synt í sjónum á öllum árstímum þar sem ég er hræðileg kuldaskræfa og sef með hitateppi.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þórdís er dóttir Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar og segist alltaf hafa verið rosalega stolt af því og aldrei orðið fyrir áreiti þess vegna. „Í eina skiptið sem mér fannst það erfitt var eftir eitthvert áramótaskaupið þar sem hafði komið fyrir setningin „Ég heiti Steingrímur, ég er flón“ og krökkum í skólanum fannst þetta óskaplega fyndið. Þau stögluðust á þessari setningu og þá varð ég voða sár; það var verið að gera grín að bókinni hennar mömmu. Annars fann ég aldrei fyrir því að mamma væri þekkt, var bara alltaf svo stolt af henni. Hún skrifaði sínar bestu bækur með okkur bróður minn hangandi sitt á hvorri öxlinni. Það lá við að hún þyrfti að hamra á ritvélina með nefinu, við héngum svo í henni. En hún kvartaði aldrei og hefur alltaf staðið með mér í gegnum þykkt og þunnt. Og pabbi, Filip Woolford, hefur staðið með mér eins og stríðs- maður. Ég er óskaplega þakklát fyrir það og er að endurgjalda það núna.“ Stolt af mömmu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.