Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2013, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 29.06.2013, Qupperneq 78
29. júní 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 46 „Hundrað prósent. Ég held að sumt fólk taki mig ekki alvarlega vegna þess. Þegar ég byrjaði í bransanum var ég sjónvarpsstjarna frekar en fyrirsæta, og það var ekki það sem mig langaði að vera.“ SAGÐI KENDALL JENNER YNGRI HÁLFSYSTIR KARDASHIAN- SYSTRANNA EN HÚN STEFNIR Á FYRIRSÆTUFERIL OG ÍHUGAR AÐ SEGJA SKILIÐ VIÐ RAUNVERULEIKA- ÞÁTTINN KEEPING UP WITH THE KARDASHIANS. OPNA HÓTEL Í ÖLFUSI María Ragna Lúðvígsdóttir, kona Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi ráðherra, hyggst opna hótel ásamt Árna Birni Ómarssyni, fyrrverandi verkefnastjóra Rafkaupa. Um er að ræða hótel með 21 herbergi og pláss fyrir um 50 manns, en áætlað er að hótelið verði opnað í næstu viku. Áður var hótelið Hlíð með rekstur í sama húsi en því var lokað árið 2011. Helga er tölvunarfræð- ingur en verður nú hótelstjóri á gisti- húsinu. - le KLÁRUÐU BJÓRBYRGÐIR Gestir á útgáfutónleikum Botnleðju í Austurbæ gripu í tómt er þeir ætluðu að fá sér bjór á barnum eftir að upphitunar- hljómsveitin Vök hafði lokið sér af. Í staðinn þurftu þeir að láta sér nægja hvítvín eða rauðvín. Athygli vakti þegar sjón- varpsmennirnir Andri Freyr Viðarsson og Helgi Seljan sungu bakraddir með Botn- leðju í lokalaginu Slóði. Á meðal áhorfenda þetta kvöld voru Hrefna Sætran, Arnþrúður Dögg Sigurðardóttir og Árni Sveinsson kvikmyndagerðar- maður. - fb „Þú ert að hringja í mig á anna- samasta degi ársins,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistar- hátíðarinnar All Tomorrow´s Parties sem hófst á Ásbrú í gær- kvöldi. „Það er allt á fullu og stjörnurnar að skila sér í hús. Tilda Swinton og Jim Jarmusch eru í Keflavík og líkar það vel og Nick Cave og félagar eru rétt ókomnir, þannig að það er nóg að gera hérna. En ég er með gott teymi í kringum mig sem sækir liðið og sendist með það og passar upp á að allt gangi vel.“ Auk tónleikanna í kvöld verður kvikmyndadagskrá þar sem sýndar verða fjórar myndir sem Tilda Swinton og Jim Jarmusch völdu sérstaklega fyrir hátíðina. Einnig verður haldinn Popp punktur í Offíseraklúbbnum sem verður breytt í klúbb þar sem plötusnúðar þeyta skífum og klúbbastemningin verður í algleymingi. T ó m a s e r starfsmaður Útón en er í nokkurra mánaða launa- lausu fríi til að helga sig hátíð- inni, sem er honum hjartans mál. „Ég skrif- aði masters - ritgerðina mína um útflutning á íslenskri tónlist og BS-ritgerðin mín var um íslenska tónlist sem landkynningu. Var svo umboðs- maður Hjálma í eitt ár og hef verið opinber tengiliður Hróarskelduhá- tíðarinnar síðan ég var átján ára. Líf mitt hefur meira og minna allt snúist um tónlist síðan ég var átta, níu ára.“ Og spilarðu sjálfur? „Já, ég lærði á trommur í fimm ár og spilaði í hljómsveit sem hét Rými fyrir mörgum árum. Mig hefur eigin lega aldrei langað að fást við neitt annað.“ Og ætlarðu að hafa ATP árlegan viðburð héðan í frá? „Já, vonandi. Við sjáum til hvernig Íslendingar taka í þetta. Ef þetta heppnast vel stefni ég að því að halda hátíðina aftur á næsta ári.“ fridrikab@frettabladid.is Lífi ð snýst eiginlega allt um tónlist Tónlistarhátíðin All Tomorrow´s Parties hófst í Kefl avík í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Tómas Young, skipuleggjandi hátíðarinnar, er algjörlega í essinu sínu. Hann hefur aldrei langað til að starfa við annað en tónlist. ● Nick Cave & The Bad Seeds ● Chelsea Light Moving ● Deerhoof ● Squrl ● Dead Skeletons ● Hjaltalín ● Valgeir Sigurðsson ● Amiina ● Puzzle Muteson ÞEIR SEM KOMA FRAM Á ATP Í KVÖLD TÓMAS YOUNG THURSTON MOORE Í SONIC YOUTH TILDA SWINTON ER Á MEÐAL GESTA. NICK CAVE ER AÐAL- NÚMERIÐ JIM JAR- MUSCH ER MEÐLIMUR Í SQURL HÖGNI EGILSSON ÚR HJALTALÍN. „Við höfum rætt þetta í sam- tökunum og okkur finnst þetta skelfilegt uppátæki,“ segir Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og formaður Samtakanna um líkams virðingu. Skjár 1 tilkynnti það fyrr í vikunni að sýningar á íslenskri útgáfu raunveruleika- þáttarins The Biggest Loser hæfust í haust og að byrjað væri að taka við umsóknum. Ansi skiptar skoðanir spruttu fram á íslenskum vefmiðlum í kjölfarið. Þátturinn snýr að fólki í yfirþyngd sem keppist innbyrðis að því að missa sem flest kíló og mun sá sem stendur uppi sem sigur vegari hljóta veglega peninga upphæð að launum. Sigrún segir að þættir nir séu þekktir fyrir rosalega hörku. „Fólk er látið ganga fram af sér hvað varð- ar æfinga álag og öfgamegrun. Það er líka gert út á niðurlægingu, fólk er skammað og því refsað. Þegar allt kapp er lagt á að missa sem flest kíló verða heilsa og vel- ferð oft út undan,“ segir Sigrún. Ríflega 600 manns höfðu sent inn umsókn í þáttinn í gær. Þó hefur borið á því að margir hafi sent inn umsóknir í gríni, líkt og gerðist með Ungfrú Ísland á dögunum. Ekki náðist í Ingu Lind Karls- dóttur, umsjónarmann þáttarins, við vinnslu fréttarinnar. - ka Skiptar skoðanir á The Biggest Loser Skjár 1 hefur sýningar á þættinum The Biggest Loser í haust. Skiptar skoðanir eru um ágæti þáttarins. EKKI GÓÐ LEIÐ Sigrún Daníelsdóttir, formaður Samtakanna um líkamsvirðingu, segir heilsu og velferð oft verða út undan í þáttum eins og The Biggest Loser. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR STJÖRNUR SÁU JEFF BECK Fjöldi þekktra Íslendinga mætti á tónleika ensku gítarhetjunnar Jeff Beck í Háskólabíói á fimmtudags- kvöld. Á meðal gesta voru Stuðmenn- irnir Jakob Frímann Magnússon og Egill Ólafsson, útvarps- konan Andrea Jónsdóttir, Gunnar Bjarni Ragnarsson úr Jet Black Joe og Hollywood- leikkonan Anita Briem. - fb Fólk er látið ganga fram af sér hvað varðar æfingaálag og öfga- megrun. Það er líka gert út á niðurlægingu, fólk er skammað og því refsað. H Ú S G AG N A H Ö L L I N O P I Ð O G O P I Ð E I T T S Í M A N Ú M E R ÚTSALA SUMAR- | | | | | | | | | | UREYRI | REYKJAVÍK | AKU REYRI | REYKJAVÍK | AKUR EYRI | – fyrir lifandi heimili – AFSLÁTTUR %50 ALLT AÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.