Fréttablaðið - 29.06.2013, Síða 2

Fréttablaðið - 29.06.2013, Síða 2
29. júní 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 ALÞINGI Freyja Haraldsdóttir, vara- þingmaður Bjartrar framtíðar, mun ekki geta flutt jómfrúræðu sína úr pontu Alþingis líkt og aðrir nýir þingmenn. Freyja er í sérútbúnum hjólastól og kemst ekki að pontunni þar sem ekki er gert ráð fyrir fólki með fötlun í Alþingishúsinu. Freyja tók sæti á þingi í gær í fjarveru Guðmundar Steingríms- sonar. Hún segir að dagurinn hafi verið henni lærdómsríkur. „Maður er að læra hvernig hlutirnir ganga fyrir sig og það er margt að læra,“ segir Freyja. Um aðgengi fyrir fatlaða á Alþingi segir hún að gamla bygg- ingin hafi augljóslega ekki verið byggð með fatlaða í huga. Þar séu háir þröskuldar sem geti gert fólki í hjólastól erfitt fyrir. Þar sem Freyja mun ekki geta staðið við púltið og ávarpað þingsal- inn þarf að koma hljóðnema fyrir á borði hennar, sem og myndavél. „Pontan er ekki aðgengileg,“ segir Freyja. Fá fordæmi eru fyrir því að þing- maður ávarpi salinn úr eigin sæti, þó það þekkist vissulega. Freyja segir málið endurspegla stöðu fatlaðra í samfélaginu. „Að vissu leyti finnst mér sorg- legt að það þurfi að gera þessar breytingar,“ segir Freyja. Spurð hvenær hún hyggist flytja fyrstu ræðu sína, segist Freyja von- ast til þess að geta flutt jómfrúr- ræðuna næsta mánudag. - vg / mlþ Aðgengi fyrir fatlaða á þingi er slæmt þar sem ekki gert ráð fyrir sérþörfum: Flytur jómfrúrræðu úr sæti sínu „PONTAN ER EKKI AÐGENGILEG“ Freyja Haraldsdóttir, varaþingkona Bjartrar framtíðar, kemst ekki að pontu Alþingis vegna slæms aðgengis fyrir fatlaða í þinghúsinu. BETUR ER SEFAÐ ILLT EN UPP VAKIÐ 12 Þorsteinn Pálsson um kosningaloforð. MIKILVÆGUM ÁFANGA NÁÐ MEÐ SAM- STÖÐU UM LAGNINGU SÆSTRENGS 17 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um vinnu ráðgjafa- hóps um lagningu sæstrengs til Evrópu. MEIRA UM BROTTHVARF 17 Hrönn Baldursdóttir náms- og starfsráðgjafi um skólastarf. ÓPLÆGÐUR AKUR FYRIR AUSTAN 18 Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur hefur komið sér fyrir á Höfn í Hornafi rði og sér ótal tækifæri í héraðinu. LEIÐIN UPP Á VIÐ 20 Þórdís Filipsdóttir fann leiðina að sjálfsuppbyggingu með hjálp Vigdísar Finnbogadóttur. HVALREKI FYRIR NORÐAN 22 Rúmlega 20 þúsund gestir heimsóttu Hvalasafnið á Húsavík, sem er orðin sannkölluð hvalahöfuðborg Evrópu. BURT MEÐ STIMPILINN 24 Ungmennin í Projekt Polska eru orðin þreytt á staðalímyndum um Pólverja á Íslandi. FÁAR KONUR Á KREDIT- LISTUM 26 Stella í orlofi er eina íslenska kvikmyndin frá níunda áratugnum með kvenpersónu í aðalhlutverki. KRAKKASÍÐA 28 KROSSGÁTA 30 GÍTARHETJA Í HÁSKÓLABÍÓ 36 Fjölmennt var á tónleika gítarleikarans Jeff Beck á fi mmtudag. VILL AÐEINS FÁST VIÐ TÓNLIST 46 Tómas Young hefur verið viðloðandi íslensku tónlistarsenuna í áraraðir. VARAR VIÐ MEGRUNARKEPPNI 46 Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur segir að í megrunarkeppnum á borð við Biggest Loser verði velferðin oft útundan. DÓMSMÁL Dómari í stóru amfeta- mínmáli furðar sig á því að einn höfuðpaurana í málinu, sem nú er látinn, hafi ekki verið yfirheyrður af lögreglu. Á því hafi engin við- hlítandi skýring fengist. Dómur var kveðinn upp í málinu í gær. Það snýst um innflutning á tæplega 20 kílóum af amfetamíni og 1,7 lítrum af amfetamínbasa til Íslands í tveimur póstsendingum frá Danmörku í janúar. Þyngsta dóminn fékk Símon Páll Jónsson, sem er fundinn sekur um að hafa lagt á ráðin um innflutning 20 kílóanna og tekið þátt í smygl- inu á vökvanum. Hann var dæmd- ur í sex ára fangelsi. Þrír menn, bræðurnir Jón Bald- ur og Jónas Fannar Valdimarssyn- ir og Litháinn Dainius Kvedaras, fá allir þriggja og hálfs árs fangels isdóma. Heyra mátti á við- brögðum Jóns Baldurs við dóms- uppkvaðninguna í gær að hann var himinlifandi með niðurstöðuna. Bræðurnir eru báðir sakfelldir fyrir að skipuleggja innflutning- inn á duftinu, þótt Jón Baldur hafi fullyrt að hann hafi ekki vitað að um svo mikið magn væri að ræða – hann hafi einungis ætlað að flytja inn þrjú kíló – og það hafi verið tekið trúanlegt. Jónas var dæmdur fyrir innflutninginn á vökvanum, eins og Dainius. Tveir ungir menn, sem ferjuðu efnin á milli staða hér á Íslandi, eru jafnframt dæmdir til skilorðs- bundinnar fangelsisvistar í tíu og tólf mánuði. Þá var annar Lithái alfarið sýknaður. Fyrir dómi báru sumir ákærðu að einn höfuðpauranna hefði væri Ársæll Snorrason, dæmdur fíkniefnasmyglari sem lést fyrir nokkrum vikum. Þeir höfðu ekki þorað því við skýrslutökur áður en hann lést. Í dómnum er því lýst að Jónas Fannar hafi nefnt Ársæl utan skýrslutöku hjá lögreglu og lög- regla hafi í kjölfarið skoðað málið og komist að því að Ársæll hafi verið í Danmörku á sama tíma og hinir ákærðu skipulögðu smyglið. „Þrátt fyrir þetta var ekki tekin af honum lögregluskýrsla og sætir það furðu þegar jafnalvarlegar ásakanir koma fram og hér um ræðir,“ segir í dómnum. „Engin viðhlítandi skýring hefur fengist á þessu.“ stigur@frettabladid.is Furðu sætir að Ársæll hafi ekki verið tekinn Símon Páll Jónsson var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir smygl á tuttugu kílóum af amfetamíni og tæpum tveimur lítrum af amfetamínbasa til landsins. Þrír aðrir fá þriggja og hálfs árs dóma. Dómari undrast að annar höfuðpaur hafi sloppið. DÆMDIR Símon Páll Jónsson, til vinstri, hlaut sex ára fangelsisdóm fyrir skipulagningu smyglsins. Jónas Fannar Valdimarsson, til hægri, hlaut þrjú og hálft ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÁSDÍS Á HM EN EKKI ANÍTA 40 Aníta Hinriksdóttir, hin stórefnilega hlaupakona úr ÍR, gaf frá sér sæti sitt á HM í Moskvu og mun spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir taka þátt í hennar stað. STJARNAN ÁN STJARNANNA 41 Heil umferð í Pepsi-deild karla fer fram á morgun. Það dregur til tíðinda í bæði topp- og botnbaráttu. María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, hefur í vikunni verið mjög gagnrýnin á hugmyndir stjórnar LÍN um niðurskurð og hertar kröfur um námsframvindu. Menntamálaráðherra segir að allir sem séu í námi af alvöru ættu að ráða við breytingarnar. Karl Garðarsson er einn þriggja karla sem sátu í sendinefnd Íslands á Evrópuráðsþinginu, sem hlaut ákúrur fyrir að vera aðeins skipuð körlum. Brynjar Níelsson, kollegi hans, gerði gys að öllu saman og velti fyrir sér hver þeirra ætti að klæðast kjól. FIMM Í FRÉTTUM KRÖFUR UM KYNJAHLUTFÖLL OG KÚRISMA Jóhanna Fleckenstein hjá Vinakoti vonar að óánægja íbúa í Fjólugrund með unglingaheim- ilið verði ekki til þess að starfsemi heimilisins verði raskað. ➜ Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason sagði frá því í viðtali við Fréttablaðið að hann og maður hans hefðu verið fyrsta samkynhneigða parið á Íslandi til að ættleiða barn. Ummæli hans um staðgöngumæðrun vöktu nokkra úlfúð. Sverrir Bollason, sem er í forsvari fyrir lánsveðshópinn svokallaða, telur að ef stjórnvöld ráðist ekki í aðgerðir til að koma til móts við hópinn jafngildi það svikum við gefin loforð. Ekkert liggur fyrir um aðgerðir. BJARNI ÁRMANNS Á SKILORÐ 6 Fyrrverandi forstjóri Glitnis fær sex mánaða skilorðsdóm fyrir skattsvik. EKKI RÉTTAÐ Í ÁLITAMÁLUM 6 Evrópuráðsþingið vill að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti. Tilefnið er meðal annars Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. MILLJÓNUM GERT AÐ FLÝJA 10 Síðan 2006 hafa tvær milljónir Tíbeta þurft að fl ytja vegna framkvæmda stjórnvalda. „SKAMMIST YKKAR ÞIÐ SEM BERIÐ ÁBYRGÐ Á AÐ DRAGA GÖTUNA OKKAR OG HENNAR ÍBÚA INN Í YKKAR PERSÓNULEGU SKOÐANIR.“ 4 Berglind Elvarsdóttir íbúi í Fjóluhvammi. SPORT 40➜41 FRÉTTIR 2➜10 SKOÐUN 12➜17 HELGIN 18➜30 MENNING 34➜46 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 11 91 9 Glæsilegt úrval og góð aðstaða til að velja fullkomna hringa fyrir stóra daginn. Skoða, máta, velja, setja upp … hringana jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.